Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 31
Rúgpartar 21/2 dl. mjólk 50 gr. pressuger 1 tsk. salt 41/2 dl. rúgmjöl 1'/2 dl. hveiti 75 gr. smjörlíki (sett í þegar flatt er út) Gerið leyst upp í volgri mjólkinni. Salti bætt í og mjölið hnoðað upp í. Hnoðað slétt og sprungulaust. Smjörlíkið, sem geymt hefur verið á köldum stað, skorið í þunnarsneið- ar og þær settar á helming deigs- ins, en gætið þess, að það fari ekki út á kantana. Sá helmingur deigs- ins, sem ekki er með smjörlíki á er nú lagður yfir hinn og kantarnir pressaðir saman. Deigið flatt út í aflangan ferhyrning, og það síðan brotið saman í þrennt. Snúið deig- inu 1/4 úr hring og fletjið aftur út ( aflangan ferhyrning. Brjótið í þrennt. Snúið enn 1/4 úr hring, fletjið út og brjótið í þrennt. Fletjið að lokum út í ferhyrning og skerið út í bita 7x7 cm. og veltið annarri hliðinni upp úr rúgmjöli. Látið rúg- partana síðan hefast um helming á smurðri plötu og bakið við ca. 230° í 20 mín. Rósabollur 75 gr. smjörlíki 3V2 dl. mjólk 50 gr. pressuger 34 tsk. salt 1 tsk. sykur 8—10 dl. hveiti birkisfræ Gerið leyst upp í volgri mjólkinni og bráðnu smjörlíki, salti og sykri bætt út í og ca. 8 dl. af hveitinu. Hnoðað létt saman. Deigið verður tiltölulega laust í sér. Deigið látið lyfta sér, og það sem eftir er af hveitinu hnoðað upp í það. Búið til ca. 25 bollur, sem eru látnar lyfta sér og penslið með sundur- sleginni eggjahvítu. Bakist við ca. 200—250°, í 10—15 mínútur. Spurningunni um þaS, hvort borgi sig aS baka matarbrauSiS heima, verSur hver og ein húsmóSir aS svara fyrir sig. En eitt er þó víst, aS heimabakaS brauS er nýnæmi og skemmtileg tilbreytni fyrir heimilisfólkiS. Mörgum vex þaS ef til vill í augum aS baka úr pressugeri, en þaS er alveg óþarfi, aSeins dálítil nákvæmni eins og viS alla matargerS. ÞaS sem aSgæta verSur er, aS hveitiS sé ca. 20° heitt (þ.e. veriS geymt um nokkurt skeiS viS stofuhita), vökvinn sem notaSur er, sé ylvolgur (vatn, mjólk eSa und- anrenna). Hérlendis fær almenningur yfirleitt ekki keypt pressuger, en í þess staS notum viS þurrger (perluger) sem gerir nákvæmlega þaS sama, en þá ber aS hafa í huga, aS í uppskriftum er þyngdin miSuS viS pressuger, og svara 10 GR. PRESSUGERS TIL 1 TSK. AF ÞURRGERI. Norskt bændabrauS 6 dl. mjólk 60 gr. pressuger 2 tsk. salt 5 dl. hveiti 11—12 dl. sigtað rúgmjöl Gerið leyst upp í volgri mjólkinni. Salti bætt í og mjölinu. Hnoðað saman og látið lyfta sér um helm- ing á hlýjum stað. Mótað síðan í tvö hnött brauð, sem sett eru á bökunarplötu. Brauðið pikkað og stráð hveiti. Bakað við 225° í 45 mfnútur. 42. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.