Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 18
/ Það er sagt um blaðamenn að þeir viti lítið um margt, en þegar blaðamaður hitt- ir mann sem veit einhver lifandis ósköp um ákveðið efni, þá er ekki laust við að hann finni til öfundar og langi til að vera með í því, óski þess að hann hefði heldur snúið sér að slíku lífsstarfi í upphafi. Þannig er það að hitta Georg Klein, pró- fessor í æxlalíffræði við Karolinsku stofn- unina í Stokkhólmi. Þegar hann segir frá starfi sínu með ákafa, gneista greindarleg augun. Georg Klein er heimsfrægur krabbameins- sérfræðingur. Hann kom til Svíþjóðar frá Ungverjalandi árið 1947 með Evu, konunni sinni, sem aðstoðarprófessor við sömu stofn- un; þau hafa alltaf fylgzt að. Þau voru mjög ung, þegar þau tóku kandidatspróf í læknis- fræði, og eftir að hann hafði lokið dósents- þjónustu, fékk hann prófessorsembætti, með sínu eigin starfsliði og tilboð um að halda rannsóknum sínum áfram í Svíþjóð, en hann hafði áður afþakkað mjög gott tilboð um slika stöðu frá Bandaríkjunum. Síðan hef- ur verið komið upp sérstakri byggingu fyrir rannsóknastarfsemi hans með milljónastyrk frá krabbameinsfélagi sænska ríkisins. í þessu þriggja hæða húsi hefur hann hundrað manna starfslið og oft koma er- lendir vísindamenn til að vinna að rann- sóknum sínum á þessum stað. Á neðstu hæð eru hýstar um 50.000 mýs, sem notaðar eru til rannsókna og meðferð- ar, því eins og gefur að skilja, er ekki hægt að gera tilraunir á lifandi fólki. Það er almennt talað um krabbamein sem einn sjúkdóm og að rannsóknir gangi út á það að finna eitthvert allsherjar lyf, sem geti ráðið bót á honum, — árið 1980 — 1985 1990, það hefur jafnvel verið spáð í hvenær það komi á markaðinn. En þetta er nú eitthvað annað, segir Georg Klein. Það eru margir sjúkdómar og mjög ólíkir, sem heyra undir krabbameinið, og það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að krabba- meinsfrumur hlýða ekki þeim lögmálum, sem venjulegar frumur eiga að gera. Þær skipta sér örar og verða að æxlum. En það er hægt að óhlýðnast lögmálum á margan hátt. Georg Klein líkir þessu við byltingar og geðsjúkdóma — þar er líka um truflun í kerfinu að ræða og líka með mismunandi móti. En þar sem ástæðurnar eru með mis- munandi móti, verða lyfin og aðgerðirnar, sem vonazt er eftir, að vera með mismun- andi móti. Vissar frumur, til dæmis þarmafrumur, skiptast alla tíð. Gömlu frumurnar hverfa einfaldlega úr líkamanum og allt er í lagi. Ef frumuskiptingin er hægari en eðlilegt er, þá koma sár. En ef hún er hraðari, þá myndast æxli. Slíkt æxli getur verið góð- 18 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.