Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 45
í fari hans, sem hún gat ekki skil- greint; eitthvað, sem hún var hrædd við. Helzta skýringin, sem hún gat fundið, var, hversu óeðlilega mikla þörf hann virtist hafa fyrir blíðu. Hann hungraði bókstaflega í ástúð, hól og eftirtekt. Það var engu lík- ara en hann vildi gleypa hana með húð og hári. Áhugi hans á börnum var á einhvern hátt í sam- bandi við þetta hungur hans. Að sjálfsögðu var það ekki nema kost- ur hjá karlmanni að hafa dálæti á börnum, en hvað Ken viðkom, þá var þessi kennd á einhvern háit sjúkleg. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hún minntist allra barnamyndanna, sem hengu uppi á vegg í herberginu hans. En þau höfðu orðið vinir, þrátt fyrir þessa misheppnuðu tilraun. Og nú hafði hann hitt aðra stúlku og orðið ástfanginn af henni. Þegar Meg gerði sér þetta Ijóst, fann hún skyndilega til óþæginda. Cathy virt- ist vera svo ung og hrekklaus. Skyldi hún hafa hugmynd um, hvað hún var í raun og veru að gera? En í næstu andrá blygðaðist Meg sín fyr- ir hugsanir sínar. Var það ekki af- brýðisemi, sem olli þeim? Ken var mjög laglegur og ævinlega kátur og hress og skemmtilegur. Auk þess var hann vel gefinn og gæddur hæfileikum, þótt hann hefði ekki viljað notfæra sér þau tækifæri, sem buðust honum. Og hann var vinur hennar. Nú var hugur hans semsagt bundinn þessari ungu stúlku. Hún kynnti Cathy fyrir J.J. John- son, óskaði henni góðs gengis og skildi þau eftir ein til að ræða at- vinnumöguleika Cathy. Tæpum klukkutíma síðar var sam- falinu lokið og Cathy stóð aftur niðri á götunni himinglöð. Ken kom henni alveg á óvart með því að standa fyrir utan og bíða eftir henni. — Til hamingju, sagði hann. Hún hló. — Hvernig vissirðu það? — Það má nú sjá minna. Hvenær áttu að byrja? — Næsta mánudag. Ég er næst- um orðlaus af undrun og ánægju. — Það eru þeir, sem eiga að vera ánægðir yfir því að hafa feng- ið þig, sagði Ken og horfði beint í augu henni, fast og ákaft. En í fyrsta skipti fór hún ekki hjá sér við augnatillit hans. — Ó, Ken. Ég er svo hamingju- söm. Þá hló hann, tók undir handlegg henni og dansaði við hana þarna á gangstéttinni. Cathv fannst eins oa hún ætti alla San Francisco-borg. I staðinn fyrir að gleðjast yfir bessum tíðindum, lagði Ken til, að þau skyldu nú vera hagsýn og reyna að finna einhverja íbúð, sem Cathy gæti búið í. Ken virtist vita allt um leigumarkaðinn. Þegar liðið var ögn á daginn, höfðu þau skoðað marg- ar íbúðir, en Ken hafði haft eitt- hvað við þær allar að athuga og ekki fundizt nein þeirra vera heppi- leg fyrir Cathy. Þau voru á leiðinni upp litla hliðargötu, þegar Cathy kom auga á skilti: íbúð með hús- gögnum til leigu. — Við skulum reyna hérna, sagði hún áköf. — Þetta er ágæt gata. Sjáðu hvað þessi gömlu hús eru skemmtileg. Kona opnaði dyrnar. Hún var klædd morgunslopp og með krullu- pinna í hárinu. Hún leit rannsak- andi á þau og sagði strax: — Eigið þið barn? — Ekki ennþá, sagði Ken og þrýsti hönd Cathy. — Það er óþarfi fyrir ykkur að líta á íbúðina, ef þið eigið barn, sagði konan tortryggin. — Lítið bara á mig! Við eigum ekkert barn. Haldið þér, að ég ætti ekki að vita það, sagði Ken. Cathy beit á vörina til að fara ekki að hlæja. Þau fylgdu konunni upp tvo stiga. Ken hélt fast í hönd Cathy, og henni fannst eins og þau væru nýgift og ættu von á fyrsta barninu sínu. Henni til mikillar ánægju, hlaut íbúðin náð fyrir augum Kens. Þarna var stofa, björt og rúmgóð, lítið svefnherbergi og pínulitið eldhús, en vel búið ýmsum tækjum. Eini gallinn var sá, að konan vildi fá háa fyrirframgreiðslu og hana strax. Hún kvaðst ekki geta haldið íbúð- inni til morguns, þegar Cathy bað um það. Cathy neyddist til að draga Ken afsíðis og hvísla að honum, að hún ætti ekki nógu mikla peninga. Þá tók hann upp ávísanahefti og skrifaði umsvifalaust ávísun upo á þrjúhundruð og fjörutíu dollara. Og þar með var Cathy búin að fá íbúð- ina. Það var orðið áliðið, þegar Cathy hafði flutt dótið sitt inn f íbúðina, lagað til og auk þess borðað kvöld- verð, sem Ken keypti tilbúinn í búð. Hann hafði einnig keypt eina kampavínsflösku og skroppið heim til sín að sækja plötuspilara, svo að þau gætu hlustað á tónlist á með- an þau borðuðu. Eini skerfur Cathy til þessarar hátíðlegu máltíðar var kerti, sem var næstum útbrunnið, þegar þau höfðu lokið við að borða. — Veiztu hvað klukkan er? Hún er orðin hálf eitt, stundi hún ánægju- lega. .— Þá færðu þér eitt glas enn undir svefninn, saaði Ken og hellti afganginum úr flöskunni f glös þeirra. Hann rétti henni glasið henn- ar og þau skáluðu. — Þú ert stórkostlequr, Ken, sagði hún. — Ég má sannarlega vera þér þakklát. Hann hló og virtist kunna hóli hennar afar vel. Þegar hún virti hann fyrir sér í brigðljósinu og hugsaði um það, hve laglegur hann var og hve hjálpsamur og góður hann hafði verið við hana, varð hún að játa, að ferðin hafði hingað til verið ævintýri líkust, og það var fyrst og fremst honum að þakka. — Þína skál, Ken, sagði hún. —• Ég veit ekki, hvað hefði orðið um mig, ef ég hefði ekki rekizt á þig. — Skál fyrir okkur, sagði Ken. Það var eitthvað í rödd hans, sem gerði það að verkum, að hún tók að titra eilítið. Hún leit beint í augu honum: — Já, skál fyrir okkur Hún var næstum of falleg og of blíð og heillandi til að hann gæti haft hemil á sér. En hann vildi ekki spilla neinu með því að vera of bráðlátur. Hann reis á fætur. — Jæja, ætli sé ekki kominn tími til að fara, sagði hann. Cathy var dreymin á svip. Ken tók hönd hennar og dró hana upp úr stólnum. — Góða nótt þá, sagði hann. — Hvað þetta hefur verið dá- samlegur dagur, andvarpaði Cathy. — Þeir verða fleiri. — Hvernig gat klukkan orðið hálf eitt svona fljótt? — Éq skil það ekki heldur. En nú verður þú að fara að sofa. Hann tók hönd hennar aftur. — Sofðu vel. — Dásamlegur dagur, dásamleg atvinna, dásamleg íbúð Og þú ert líka dásamlegur. Og — Já, haltu áfram. Ég fyrirlít stuttar kveðjur. Þær eiga að taka sinn tíma. Hún gat ekki varizt hlátri. — Geturðu aldrei verið alvarleg- ur? I sama bili var barið að dyrum, og hún leit snöggt og undrandi á hann: — Hver í ósköpunum getur þetta verið? Framhald í næsta blaði. LAXABÚSKAPUR Framhald af bls. 21. Eiga þessi seiði, sem alin eru upp við tilbúnar kringum- stæður, ekki undir högg að sækja í samkeppninni við önnur seiði, sem alizt hafa upp við náttúrlegar kringumstæður? — Það hefur verið talið að aliseiðin hafi ekki staðið sig eins vel og hin, en að sjálfsögðu hljóta þau að standa sig mjög mismunandi vel, eftir ýmsum að- stæðum. Eitt mikilvægasta verk- efni okkar hér hjá Veiðimála- stofnuninni er að finna út, hvernig á að fara með seiðin í uppvextinum til að þau verði sem arðgæfust og komi sem flest aftur. Svíar hafa gert merkilegar tilraunir á þessu sviði. Þeir byrjuðu eftir stríðið fyrir alvöru að byggja upp fisk- eldi og sleppa laxaseiðum í sjó. Þeir hafa komizt mjög langt í en að ætla að við getum með tilraunum fundið aðferðir við að auka endurheimtur af gönguseið- um í framtíðinni frá þvi, sem þær hafa verið þessi árin. — Hafa heimturnar farið batnandi? — Við höfum rekið okkur á það alveg eins og Svíar að hóp- arnir sem sleppt er skila sér mjög misjafnlega aftur. Spurn- ingin með þessa hópa er sú, hvernig meðferð þeir þurfa að fá, hve lengi þeir þurfa að vera í eldisstöðinni og fleira af því tagi. Við fengum mjög merkileg- ar niðurstöður í sumar út úr hópi sem við merktum í fyrra og hafði verið tvö ár í stöðinni. Þessi hópur hefur skilað sér mjög vel aftur. Við erum búnir að fá yfir níu prósent af seiðum úr honum aftur til stöðvarinnar. Það hefur líka sýnt sig, að því stærri sem seiðin eru þegar þeim er sleppt, þeim mun hærri pró- senta skilar sér aftur. Úr þess- um hópi höfum við fengið aftur 2,3 prósent af 13,5 sentimetra seiðum, af 15 sentimetra seiðum 8 prósent, og af 17 sentimetra seiðum höfum við fengið 12,5 prósent aftur. Þetta er raunar ekkert nýtt. Svíar hafa fengið svipaða reynslu út úr sínum 'tilraunum með áhrif stærðar á endur- heimtuprósentuna. En auðvitað er margt annað í þessu sam- bandi, sem þarfnast nánari at- hugunar. — Gæti fiskirækt orðið veru- legur atvinnuvegur hér á landi? — Það er óhætt að segja að árangur af gönguseiðaslepping- um gefi vonir um að í framtíð- inni getum við beinlínis haft laxeldisstöðvar, sem leggja höf- uðáherzlu á að sleppa seiðum út úr stöðvunum og fá laxinn upp í þær aftur úr sjó til slátrunar og sölu til neyzlu. Er þar um nýja búskapargrein að ræða, laxabúskap. Að sjálfsögðu verð- um við að gera ráð fyrir sveifl- um í endurheimtum frá ári til árs. Þegar þessi mál eru rædd er ekki rétt að taka út úr eitt ár, og setja það upp sem algilt dæmi um árangur af seiðasleppingum. Það verður að taka meðaltal margra ára. — Hve langt er síðan þið byrjuðuð á fiskeldinu? — Fiskeldi er mjög nýtt af nálinni hjá okkur. Það var byrj- að á því fyrir alvöru fyrir um tveimur áratugum. 1961 var byrjað að reisa Laxeldisstöðina í Kollafirði. Var ráðgert að ala þar laxaseiði upp í göngustærð, en áður höfðu laxaseiði verið al- in sumarlangt á nokkrum stöð- um hér á landi. Fyrstu árin hef- ur gengið á ýmsu eins og við er að búast, þar sem byrjað er á nýrri starfsemi við lítt þekkt skilyrði. Framfarir í fiskeldinu hafa orðið miklar og er fram- leiðsla gönguseiða í Kollafirði nú komin upp í 160 þús. á ári. Góður árangur hefur einnig náðst í eldi í öðrum eldisstöðv- um hér á landi og er framleiðsla þeirra komin í gott horf. Þó að góður árangur af eldi laxaseiða í göngustærð hafi náðst, er samt sem áður eftir að fá úr því skorið, hvernig fara skuli með aliseiðin í eldinu til þess að fá sem beztar endur- heimtur af gönguseiðaslepping- um. Verður það verkefni næstu ára að leysa það vandamál. 42. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.