Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 24
Braut stjórnmálanna er mönnum harla misgreið. Sumir standa þar í stað langan aldur, þrátt fyrir ærna viðleilni, en aðrir kom- ast áfram á svipstundu eins og fyrirhafnarlaust. Stund- um virðast á þessu sæmileg- ar skýringar, en oft hendir, að þær verða engan veginn raktar. Þá er því líkast, að forlögin synji einum frama og mannvirðinga, en veiti öðrum. Þetta kallast heppni í fari þeirra, sem fá vilja sinn og sjá óskirnar rætast. Ilinir sitja gneypir í ónáð eins og vansælar jurtir í skuggagili, þar sem eigi gefst hirla eða ylur sólar. .Tón Ármann Héðinsson sýnist liafa lent sólskinsmeg- in við örlagafjallið að því leyti, að honum veittist með skjótum og óvæntum hætti veraldargengi, sem margir eldri og revndari fara á mis. Ilann er yngsti sprotinn á meiði lAlþýðufloklcsins og stóð allt í einu í blóma fyrr en nokkurn varði óralangt frá u])prunans reit. Hann harst úr átthögum sínum norður við Skjálfandaflóa á grýtlar slóðir Reykjaness og EFTII LðPUS hefur dafnað þar eins og laukur i suðrænum garði. Jón Ármann Héðinsson fæddist 21. júní 1927 á Húsa- vík við Skjálfanda, sonur Héðins Maríussonar útvegs- bónda þar og konu hans, Helgu Jónsdóttur. .Tón varð stúdent á Akureyri 1949, en lauk kandídatsprófi í við- skiptafræðum frá Háskóla íslands 1955. Stundaði hann ski-ifstofustörf á Húsavík tvö ár að loknu háskóla- námi, en var því næst full- trúi framkvæmdastjóra Kaupfélags Þingeyinga ár- langt. Hann réðst skrifstofu- stjóri til útflutningsnefndar sjávarafurða í Reykjavík 1958 og gegndi því embætti til 1960, en fluttist þá í við- skiptamálaráðuneytið og annaðist þar afgreiðslu út- flutningsleyfa. .Tón Ármann sagði því starfi lausu 1962 og gekkst fvrir stofnun út- gerðarfélagsins Hreifa, sem er myndarlegt fjölskyldufyr- irtæki bræðra og mága og starfar bæði á Húsavik og í Hafnarfirði. Hefur .Tón ver- ið framkvæmdastjóri þess síðan með aðsetri syðra og farizt sá vandi prýðilega úr hendi, þó að áraskipti hafi verið að afla og afurðaverði. Jón Ármann hefur og átt sæti i stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna og verðlagsráði sjávarútvegsins. Verkalýðslireyfingin mátti sín fljótt nokkurs á Húsavík, og Jón Ármann Héðinsson er kominn af traustu og stétt- vísu alþýðufólki norður þar, enda gerðist liann jafnaðar- maður í uppvexti. Hann á til vaskra sjósóknara að telja og myndi efalaust snjall skipstjóri og víðkunnur afla- kóngur, ef sjóveiki liefði ekki gert honum slíkt hlut- skipti óbærilegt. Eigi að síð- ur lék honum mjög hugur á forustu þegar á unga aldri. Jón Ármann var bæjarfull- trúi á Húsavík fyrir Alþýðu- flokkinn 1956—1958, en skipaði sér í fylkingu ungra jafnaðarmanna eftir að hann fluttist búferlum til Reykja- víkur. Ilann starfaði og í stjórn AI])ýðufIokksfélags Reykjavíkur, en skamma lirið og settisl brátt að í Kópavogi, þegar lionum hafði verið falin útgerðar- stjórn Hreifa. Kópavogur þykir hrjóstrugur, en staður- inn hefur reynzt Jóni Ár- manni Héðinssyni mjúkur og indæll. Til mála kom, að Jón byði sig fram í Suður-Þingeyjar- sýslu við fyrri alþingiskosn- ingarnar 1959, en af þvi varð ekki. Komst hann þannig hjá að lenda í öðru sæti á fram- boðslista Alþýðufloklcsins í Norðurlandskjördæmi eystra um liaustið og sitja þar ef til vill fastur, en myndi senni- lega liafa þegið að hafna í þeim óöfundsverða sessi, ef til hefði verið ætlazt. Forlög- in tóku liann svo í bliðan náðarfaðm sinn við al])ingis- kosningarnar 1967. Þá var Guðmundur I. Guðmundsson vikinn af landi brott og af- huga íslenzkum stjórnmál- um, og stóð sæti lians autt á framboðslista Alþýðuflokks- ins i Reykjaneskjördæmi. Munu ýmsir hafa keppt um hnossið bak við tjöldin, þó að lágt færi. Úrslit fram- boðsins urðu þau, að Ernil Jónsson skipaði efsta sæti listans eins og áður, en Jón Ármann Héðinsson hreppti annað sætið flestum að óvör- um. Gekk þeim félögum kosningin hærilega, og varð 24 VIKAN 42 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.