Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 22
á eftir honum: „tatarastrákur!“ Og það var margt annað sem hann fann sárt til, meðal annars að eiga aldrei grænan eyri, og þegar jafnaldrar hans fóru að vera með stelpum, sneru þær upp á sig ef hann nálgaðist og flissuðu. Að lokum varð auðmýkingin að uppreisnaranda og hatri. En byltingatímabil hans varð stutt. Það leið ekki á löngu þangað til að „félagarnir“ komust að því að hann hafði alveg sérstakar gáf- ur, eiginleika til að raða saman staðreyndum, eiginlega á stærð- fræðilegan hátt. Það var þessi eiginleiki sem kom honum fljótt til að sjá að byltingaraðgerðir væru ekki heillavænlegar. Ríkið, þjóðfélag- ið og ekki sízt yfirstéttin myndi eftir sem áður sitja í óskiptu búi. Og stúlkurnar yrðu honum jafn fjarlægar. If you can‘t bcat them, join Willie Samson framkvæmda- stjóri lokaði dyrunum eftir gest- um sínum. Meðan hann blandaði sér einn drykk ennþá, varð hon- um hugsað til þeirra. Þessi Cissi var reglulega falleg stúlka, lík- lega var hún ekki beinlínis fal- leg, en hún var mjög aðlaðandi. Og freistandi. En það þýddi lík- lega ekki að nota venjuleg brögð við hana. Þótt hún væri svona kornung, þá var örugglega ekk- ert að ahyglisgáfu hennar, því hafði hann tekið eftir, þegar hún leit í kringum sig í stofunni. Hann saup á glasinu. Það var bæði heimskulegt og fáfengilegt að sitja hér og leggja á ráðin um það hvernig hann gæti náð valdi yfir þessari stúlku. Hún var ör- ugglega ein af þeim trygglyndu. Með árunum hafði hann lært að þekkja þær, jafnvel við fyrstu sýn, þær konur sem eitt skipti fyrir öll höfðu valið sér lífsföru- naut og héldu fast við hann. En.Sten, pilturinn hennar, það var erfiðara að mynda sér skoð- anir um hann. Hann hafði setið þögull allan tímann og það leit út fyrir að hugur hans væri víðs fjarri. Hann var nokkuð þokka- legur, en þungbúinn. Líklega v.ar það út af fjárhagsvandamálum, eins og venjulega. Willie Samson tæmdi glasið í einum teig og greip flöskuna til að fá sér aftur í glasið. Hann var nú reyndar búinn að ákveða með sjálfum sér að drekka ekki meira þetta kvöld, en það var nú einu sinni þannig að hann gat ekki losnað við minningar æskuár- anna, þótt hann væri nú orðinn þriátíu og sex ára. Hann reyndi að hrinda þeim frá sér, en nú eins og ætíð áður, gat hann það ekki. .lískuár hans höfðu sannarlega ekki verið skemmtileg. Hann ólst upp á munaðarleysingjaheimili, sem af flestum var kallað fá- tækraheimilið. Hann hafði feng- ið að finna til arfleifðar sinnar, þegar leikbræður hans hrópuðu 22 VIKAN 42. tbi. - Þú gengur út og inn í íbúðunum hér í húsinu. Þú hefir leynilegan njósnara, þú hagar þér yfirleitt eins og þú eigir húsið! - Sú er nú raunin, sagði van der Heft konsúll og &ll«. horfði kuldalega á konu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.