Vikan


Vikan - 12.11.1970, Page 8

Vikan - 12.11.1970, Page 8
Þetta er nýjasta módelið af „Jeep Gladlator“, og segja framleiðendur að honum sé fært að gera hvað það sem ætlazt sé til af honum. í þessu módeli eru allar helztu tækninýjungar og öll hugsanleg þægindi, og meira að segja er hægt að fá hann með V-8 mótor. JEPPINN n ÚA Það hófst í x-auninni 2. á k L- REYMI i Opin gröf Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Mér fannst ég standa við opna gröf með kistu í, en ekkert lík var í kistunni. Ég var í síðum, hvítum kyrtli, sem náði niður á hæla og var með hettu. Næst fannst mér sem vinkona mín kæmi þarna, og var hún eins klædd, nema að því leyti að hennar föt voru svört. Fannst mér við síðan fara að rífast um hvor okkar ætti að fara í kist- una, og rífumst við um þetta dá- góða stund, og búnar að komast að þeirri niðurstöðu að ég ætti að fara fyrst ofan í. Þá kom að einhver maður sem ég þekki ekki (en fannst vera mér mjög nákominn í draumnum) og fór ofan í kistuna. Mér þótti það súrt í broti að sjá á eftir kist- unni, þegar ég var loksins búin að fá hana, og því fór ég á eftir honum niður og reyndi að ýta honum út úr kistunni, en lokað- ist hún þá og gröfin á eftir. Síð- ar fannst mér ég þó sjá vinkonu mína sitja grátandi á gröfinni og kalla mig öllum illum nöfnum. L.Ó. Þetta var sannarlega óhuggTi- legur draumur en þér er vissu- lega óhætt aff taka þvi rólega, því hann boðar þér affeins lítils- háttar veikindi, sennilega kvef effa hálsbólgu. Vinkona þín á eftir aff reynast þér vel í fram- tíffinni. Þýfi, bátur og bjúg Kæra Vika! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég skrifa þér nú í fyrsta sinn, og vona að þú svarir þessu bréfi, því það veldur mér leið- indum að hugsa um þennan draum, eða drauma. Eg er mjög berdreymin. Eg þóttist vera að fara heim, þangað sem ég er fædd og upp- alin, og ætlaði ég að skoða virki. Þegar ég kom þangað fann ég tóm æðarhreiður og í því fyrsta var teskeið sem ég tók. f því næsfa var matskeið, því þriðja gaffall, því fjórða líka gafall með 5 álmum og í því síðasta var bitlaus borðhnífur. Eg hirti öll hnífapörin og þegar ég kom að virkinu voru börnin mín fimm komin til mín. Þarna hitti ég líka fyrir gamalt fólk sem ég ekki þekkti, og fannst mér ég vera þarna til óþæginda eða allavega ekki til góðs. Uppgötva ég þá að ég hef stolið hnífapör- unum. Einn skeggjaður öldung- ur ávarpar mig og spyr hvað ég sé að fara. Ég segist vera að leita að kúnum. Hann segir þær hafa farið hinum megin fram árdali, en ég fer akkúrat í öfuga átt, því ég laug þessu með kýrn- ar. Ég var með töluverðan bagga fyrir framan mig, og hafði ég stolið honum, en ekki vissi ég hvar eða hvernig. Allt í einu varð ég vör við að maður var á eftir mér, og þar sem ég var hrædd um þýfið, tók ég til fót- anna. Þá kom ég að háum sandbökk- um og hugsaði með mér að ég kæmist aldrei niður með þetta í fanginu, en er ég stökk, kom ég þó niður standandi. Þá komst ég að því að ég var ekki með neitt nema teskeiðina sem ég fann fyrst. Börnin fóru aðra leið, því ég vildi ekki að þau færu nið- ur þessa háu sandbakka. Annar draumur var svona: Mér þótti maðurinn minn ætla að kaupa bát. Kom hann inn til mín, fölur og illa klæddur, og segir: „Þér verður einhvern tíma kalt þegar ég er búinn að kaupa bátinn." 3: Ég var að horfa á höndina á mér og fannst hún þykk af bjúg, en bæði hvít og slétt. Kær kveðja. Doddý. Fyrsti draumurinn er þér fyrir góffu, en fyrst þarft þú aff ganga í gegnum ýmsa smávægilega erfiffleika sem þú munt þó hafa gaman af aff glíma viff. Annar draumurinn bendir til þess aff mjótt verffi á mununum hvort bátskaup manns þíns horgi sig, en nafniff á hátnum bendir þó heldur til aff svo verffi, og þriffji draumurinn er þér fyrir hættum fjarhag og velgengni, þannig aff hann ætti aff gleypa draum núm- er eitt. Svar til Tínu Fyrri draumurinn er nokkuff tvískiptur, togast þar á heppni og óheppni, en þaff fyrrnefnda verffur ofaná, og þó ekki sé auff- velt að vera ógift móffir, verffur þetta barn þér til mikillar gæfu. Síffari draumurinn boffar þér eingöngu þá erfiffleika sem þvi fyltrir aff eignast barn, en sitt- hvaff í draumnum báffum bend- ir til þess að hú verffir ánægff aff lokum. Og ekki er því aff neita að þeir snúast of mikiff um þenn- an fyrrverandi, til aff þú getir neitaff því aff þú tækir hann aft- ur . . . . Úr skriftinni þykist ég lesa að hú sért viffkvæm og eilítiff áhrifagjörn. Fá farartæki í heiminum njóta jafn almennra vin- sælda og jeppinn, þetta undarlega og sterka farar- tæki, sem flutti bandaríska hermenn og hershöfðingja allt sunnan frá Afríku til Englands og meginlands Evrópu og allt frá Filipps- eyjum til Iwo Jima. í gær, 11. nóvember, voru liðin 30 ár síðan fyr&ti jeppinn var smíðaður. febrúar árið 1902, þegar fyrsti „Overland“-bíllinn var reyndur, en sá bíll liafði að- eins 1 sti-okk (cylinder). Þá börðust meira en 100 fyrir- tæki um „hestavagnslausa“ markaðinn. Nafnið „Overland“ átti rætur sínar að rekja til hins fræga tjaldvagns þeiiTa tíma, og hugmyndina átti hópur starfsmanna bjá Svona lítur jepptnn út í dag, og svona er hann mlkið notaður hér á landi, þaS er að segja f torfæruakstur. Þessir bflar eru með 180 hestafla vél, V-6. Um 3800 Willys-jeppar eru nú til á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Bifreiða- eftlrlitinu. 8 VIKAN «• t«.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.