Vikan


Vikan - 12.11.1970, Page 18

Vikan - 12.11.1970, Page 18
A þessum opnum kynnir VIKAN starfsemi Fóstruskólans, sem nú hefur nýverið hafið 24. starfsár sitt. Á þessari opnu er svipast um í skólanum, en á þeirri næstu er litið við í Hagaborg. TEXTI: ÖMAR VALDIMARSSON MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON Þessar tvær eru að búa til blóm úr garni; rúlla þeim upp (eða niður) á pappir. barnavinafélaginu Sumargjöf, og er hann til húsa í gamla Von- arstrætisskólanum. í reglugerð skólans segir, að markmði hans sé að „veita ungum stúlkum menntun til þess að stunda fóstrustörf á barnaheililum og til þess að stjórna slíkum heimil- um.“ Að sögn skólastjórans, frú Val- borgar Sigurðardóttur, þá mun þessari málsgrein verða breytt innan tíðar, og í staðinn fyrir „ungar stúlkur" komi ungt fólk> því ekki sé ástæða til að ætla að piltar geti ekki umgengizt börn jafnvel og stúlkur. Ekki sagðist frú Valborg búast við mikilli ásókn karlmanna í skól- ann til að byrja með, en það kæmi sjálfsagt eins og annað og nýlega hefði piltur hringt og Til að komast inn í Fóstru- skólann, þarf umsækjandi að vera 18 ára og að hafa gagn- fræðapróf, landspróf eða sam- bærilega menntun, og frá upp- hafi hefur skólinn brautskráð um það bil 240 fóstrur. (Sífelld- ur markaður er fyrir slíkt fólk, því konur eru ekki lengi í „um- ferð“, og eins fjölgar barnaheim- ilum ótt, bæði í höfuðborginni „Allt miðast að því að fóstr- urnar geti kennt börnunum og unnið með þeim,“ segir frú Val- borg. „Þær eiga ekki að vera eftirlitsmenn, heldur félagar.“ Námstími er 3 vetur og eitt sumar. 1. námsár er undirbúningsár: a) 15. september til 1. október er undirbúningsnámskeíð í upp- eldisfræði, föndri o. fl. Hingað á VIKUNA berast í sí- fellu bréf frá ungum stúlkum sem hafa áhuga á að gerast fóstr- ur, og beina þær til okkar fyrir- spurnum um nám í því sam- bandi. Allt þetta hefur orðið til þess að við höfum sjálfir fengið mikinn áhuga á fóstrunámi - en létum okkur nægja að heim- sækja Fóstruskóla Sumargjafar eina dagstund og að líta við á einu barnahemiili höfuðborgar- innar. Eins og nafnið bendir til, þá er Fóstruskólinn rekinn af spurzt fyrir um nám í skólanum. Þá er ekki úr vegi að geta þess að danskur piltur starfar hér á einu barnaheimilanna, og má sjálfsagt kalla hann „fóstra“. Fóstruskóli Sumargjafar er nú 24 ára gamall, og hefur margt áunnizt á þessum árum. Fólk leit niður á slíkar stofnanir í upphafi en smátt og smátt hefur gildi þeirra verið viðurkennt, og nú er svo komið að íslenzkir leikskólar og dagheimili eru al- mennt viðurkennd til fyrir- myndar. og úti á landi. Allir stærstu kaupstaðir Jg kauptún landsins reka nú barnaheimili, eða þá að þau eru rekin af einstaklingum/ félagasamtökum á staðnum). — Námsgreinar eru þessar, auk verklegrar kennslu: Uppeldis- og sálarfræði, líkams- og heilsu- fræði, meðferð ungbarna, átt- hagafræði, næringarefnafræði, félagsfræði, danska, íslenzka bókfærsla, hljómlist, rythmik, raddbeiting, framsögn, föndur, teikning, smíðar, leikfangagerð og barnabókmenntir. Þarna dunda stúlkurnar sér við að búa til alls kyns föndurmuni, og frú Valborg hefur litið inn. Fóstrurnar læra föndur tii að geta tekið þátt í því sem börnin eru að gera. b) 1. október til 1. maí starfar nemi á barnaheimilum og hefur hann þá laun. í lok þessa undirbúningstíma- bils ganga nemar undir próf í uppeldisfræði o. fl., og mun ár- angur þess og meðmæli forstöðu- kvenna skera úr um, hvort nemi fái áframhaldandi skólavist. 2. námsár, hið raunverulega fóstrunám (1. bekkur), hefst með bóklegu námi 1. október, og lýkur í lok apríl. Frá 1. maí til 1. október stunda nemendur verklegt nám á barnaheimilum í Reykjavík. Nemar hafa þá laun. Til þess að nemi komist upp í 2. bekk, þarf hann að ljúka prófi í bóklegum greinum með aðal- einkuninni 5.0 og einkuninni 5.0 í uppeldisfræði og 5.0 í sál- 18 VIKAN «■ tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.