Vikan - 12.11.1970, Qupperneq 29
ÞARTIL,
AUGU ÞIN
OPNAST....
Cathy heyrði ekki
lengur raddir fólksins.
í staSinn liðu um
huga hennar myndir,
eins og kvikmyndir
á hvítu tjaldi:
Snjóboltinn, sem Ken
fleygði í ennið á
henni daginn, sem þau
hittust. Fyrsta kvöldið
þeirra í íbúðinni...
Biðstofan hjá
Parkington lækni...
Rödd Kens, þegar
hann hrópaði á eftir
henni: Þú hefur
myrt barnið mitt...
Hún var sannfærð um, að þetta
væri Ken, jafnvel þótt hann stæði í
skugga og ekki væri unnt að greina
andlit hans. Hún fékk ákafan hjart-
slátt og fyrsta hugsun hennar var að
snúa við og leggja á flótta, en samt
gat hún ekki hreyft sig úr sporunum
vegna óttans. En ef til vill var þetta
ekki Ken, þrátt fyrir allt? Full ang-
istar leit hún upp aftur. Jú, þetta
var hann. Hún þekkti klæðnað hans
og hann var einmitt vanur að standa
svona, höfuðið eilítið framsett. Það
var ekki um að villast.
Skyndilega lyfti hann annarri
hendinni og veifaði til hennar. Þetta
var engin tilviljun, hugsaði hún.
Hann hefur njósnað um mig, rakið
hvert einasta spor mitt og vakað yfir
hverri hreyfingu minni í alla þessa
mánuði. Og ég sem hélt, að ég væri
óhult og í öruggum höndum. Hann
hefur áreiðanlega séð, þegar ég fór
að heiman i dag og elt mig hingað.
Hún gat ekki gert upp við sig, hvað
hún ætti að taka til bragðs. Hún
stóð bara stjörf og gat hvorki hreyft
legg né lið.
Hún stóð á miðri innkeyrslunni og
ailt í einu kom stór, svartur bíll ak-
andi. Hann ók á hraðri ferð og hún
gat hvorki vikið til hliðar né lagt á
flótta undan bílnum. Nú hefur Ken
veitt mig í gildru, nú hefur hann
klófest mig loksins. Hún reyndi að
hrópa, en kom ekki upp neinu
hljóði.
í næstu andrá heyrði hún ískur (
hjólbörðum. Bíllinn hafði hemlað
eldsnöggt og stanzað örfáa metra
frá henni. Okumaðurinn, sem var
miðaldra kona, kom í glugga bif-
reiðarinnar og hrópaði móðursýkis-
lega:
— Hvernig í ósköpunum stendur
á því, að þér standið þarna á miðri
innkeyrslunni? Það er stranglega
bannað. Vitið þér það ekki? O, guð
minn góður, það hefði getað orðið
hræðilegt slys!
Cathy var enn lömuð af ótta. Hún
leit á staðinn, þar sem Ken hafði
verið. En hann var horfinn! Hafði
þetta verið Ken? Hún hélt það, en
var ekki viss. Hann hafði staðið í
skugganum og hún hafði ekki getað
séð framan í hann, eins og áður er
sagt.
A miðvikudagskvöldið snæddu
þau kvöldverð hjá Ben Frazer. Um-
ræðurnar snerust allt kvöldið um
stjórnmál. Jack og Cathy voru heið-
ursgestir, og Jack hafði bent á, að
þau væru þarna fyrst og fremst til
að sýna sig, og þá alveg sérstaklega
Cathy. A eftir mundi eigfnkona
Bens, frú Margot, gefa honum
skýrslu um það, hvernig Cathy kæmi
fyrir, hvernig útlit hennar og fram-
koma væri frá sjónarhóli kvenfólks-
ins. Ben tók ævinlega mikið mark á
því, sem konan hans sagði.
Margot hafði þegar lagt sinn dóm
á Jack og það höfðu einnig gert
Jerry Vv/olff og Eric de Vries, en þeir
voru meðal gesta ( þessu samkvæmi.
Þeir voru gamlir vinir Bens og mjög
áhrifamiklir í flokknum. Cathy grun-
aði, að þátttaka þeirra í flokksstarf-
inu stjórnaðist meir af áhuga á fast-
eignamarkaðnum í San Francisco,
heldur en hugsjónaástæðum. En fyr-
ir bragðið voru þeir henni enn
hættulegri.
Þegar máltíðinni var lokið og
komið að kaffinu, sneri Margot sér
að Ben og sagði:
— Þurfum við að tala um stjórn-
mál i allt kvöld? Hvernig væri nú
að taka upp léttara hjal? Þið hafið
verið svo leiðinlegir í kvöld, að við
Cathy erum hreinlega að sofna.
— Þá ætla ég að segja skemmti-
lega sögu, sagði Jerry. Það var einu
sinni stjórnmálamaður, sem átti, að
bjóða fram til þings, en konan
hans . . .
— Hann hefur þó ekki verið repú-
blikani, greip Eric fram (.
Jerry hló.
— Nei, það skulum við vona ekki.
Repúblikanaflokkurinn hefur enga
slíka menn i framboði. Við erum
allir saklausir eins og englar.
Þessari athugasemd fylgdi al-
mennur hlátur, en þegar honum
linnti, sagði Eric:
— Þetta minnir mig á, hvernig
það er með okkur, sem hér erum.
Hann þagnaði, leit á Cathy, en
hélt síðan áfram:
— Erum við ekki öll einhuga og
grandheiðarleg í samsærinu!
Cathy hafði setið þegjandi mestan
hluta borðhaldsins, hafði hlustað á
samræður hinna, en verið órótt inn-
anbrjósts vegna Ken og ekki getað
hugsað um annað en hann. Nú hafði
Eric snúið máli sínu óbeint til henn-
ar og hún varð að svara um hæl.
— Eigið þér við, að ég sé eins
konar Bonnie? Ég vona bara, að
Jack sé þá enginn Clyde, sagði hún
brosandi.
— Bravo, hrópaði Ben og hló. —
Hún veit hvað hún syngur. Hún kann
að svara fyrir sig og það á stund-
inni. Þú getur lært það af konunni
þinni, Jack.
— Já, henni er sannarlega ekki
fisjað saman, sagði þric.
Cathy var síður en svo í skapi til
að gera að gamni sínu, en hún varð
að taka þátt í þessum leik vegna
Jacks. Þess vegna sagði hún:
— Ég hef aldrei sagt ósatt orð
um ævina. Þess vegna á ég auðvelt
með að lýsa því yfir, að ég hef
aldrei rænt neinn banka.
— Hvílíkur léttir, andvarpaði Jack
spaugilega.
— Hefurðu ekki einu sinni
sprengt upp sparigrís, spurði Jerry
glottandi.
— Ja . ..
Cathy hikaði, og Jerry sneri sér
sigri hrósandi að Ben:
— Þarna sérðu. Sé grannt skoðað,
þá kemur nú alltaf eitthvað misjafnt
á daginn.
— Ja, ef svo er, sagði Ben, — þá
má Jack fara að, vara sig. Eitt smá-
vægilegt hneyksli getur riðið honum
að fullu.
Ben Frazer horfði brosandi á
Cathy í gegnum reykinn frá vindlin-
um sínum. Hann virti hana rann-
sakandi fyrir sér, rétt eins og hún
væri fasteign, sem hann hygðist
kaupa.
— Taktu þetta spaug ekki illa upp,
sagði hann við hana. — Þeir. sem
fást við stjórnmál, verða alltaf að
búast við hinu versta. Þannig er
þetta lika hinum megin við Atlants-
hafið í heimalandi þínu, er það ekki?
Skyndilega varð Cathy Ijóst, að
þessu gamni fylgi í rauninni nokkur
alvara. Allir horfðu á hana og grann-
skoðuðu hana tortryggnum augum
frá toppi til táar. Hún tók eftir, að
Margot horfði á hana undarlega
hvasst. Cathy leit á Jack í von um
stuðning frá honum. Hann virtist
vera fullviss um, að ekki væri hinn
minnsta blett að finna á heiðri
Cathy. Þegar hann mætti augnaráði
hennar, brosti hann uppörvandi til
hennar og sagði:
— Segðu þeim það, sem þau
vilja vita.
— Er ég stödd fyrir dómstóli eða
hvað, spurði Cathy.
— Já, í rauninni ertu það, sagði
Margot. — Það er eins gott að við
fáum að dæma þig, áður en and-
stæðingarnir gera það.
Þetta átti sennilega að vera spaug,
en tónninn í málrómi hennar var
síður en svo gamansamur.
— Þá vil ég fá lögfræðing, sagði
Cathv. Hún reyndi að draga þetta á
langinn eins og hún gat og óskaði
þess heitt að skipt yrði um umræðu-
efni og þessu óþægilega tali yrði
eytt.
— Ég er reiðubúinn til að vera
lögfræðingur þinn, sagði Jack. En
Ben mótmælti því:
— Þú ert kvæntur ákærðu, svo að
það getur ekki gengið. Þú getur
ekki verið óhlutdrægur. Við sættum
okkur alls ekki við þig sem lögfræð-
ing hennar.
— Þá verðurðu víst að verja þig
sjálf, Cathy, sagði J'ack. Þá skaltu
bara byrja. Þú getur til dæmis sagt
okkur, hver þin skoðun sé á hjóna-
bandinu, á Bandaríkjunum almennt
og eitthvað í þá áttina. Byrjaðu!
Cathy féll þetta alls ekki. Henni
var skapi næst að standa á fætur og
ganga á dyr. En hún vildi ekki valda
vonbrigðum og leiðindum vegna
Jacks. Hún reyndi að hugsa um,
Framhald á bls. 42.
SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR MIKE ST. CLAIR - FIMMTI HLUTI
46. tbi. VIKAN 29