Vikan


Vikan - 12.11.1970, Qupperneq 32

Vikan - 12.11.1970, Qupperneq 32
HEYRA MA Cþó tægra tátíj OMAR VALDIMARSSON JflNIS CAROL SYNGUR LDG EFTIR EINAR ViLBERG . . . Nýlega var tekin upp tveggja laga plata með söngkonunni Jan- is Carol. Bæði lögin eru eftir Einar nokkurn Vilberg, þann sem gerði ágæta lukku á „Popp- hátíðinni 1970“, og sá Einar einnig um undirleik hjá Jönu, ásamt þeim Ólafi Sigurðssyni, trommuleikara Tilveru, Tómasi Tómassyni, bassaleikara, sem var síðast með Mods og Karli Sighvatssyni. Er platan væntan- leg á markaðinn fyrir jól, en það er Hljómskífugerðin SARAH sem gefur út. En þetta er ekki allt og sumt sem væntanlegt er á markaðinn eftir Einar. Eftir áramót kemur út önnur tveggja laga plata með honum, allavega lögum hans, og næsta vor er ætlunin að setja á markaðinn LP-plötu með hon- um; á það að heita „Stríðs- messan“, og er samfellt verk — ádeila á þann fáránlega leik sem menn iðka títt, að drepa hverjir aðra. Er verkið þegar fullsamið, en væntanlega verða gerðar á því einhverjar breytingar þegar hafizt verður handa við æfingar sem legið hafa niðri um all langt skeið. Og hver er hann svo, þessi Einar Vilberg? Jú, hann er Reykvíkingur, sem í eina tíð söng með hljómsveit sem kall- aði sig Beatniks. Hann hefur lengi fengizt við tónsmíðar, og eftir því sem forstjóri SARAH hefur sagt okkur, þá eru nokkr- ir hlutar „Stríðsmessunnar" allt að 6 ára gamlir. Það eina sem hingað til hefur verið flutt op- inberlega eftir hann, það er að segja annað en það sem hann hefur sungið sjálfur nýverið, er lag sem Pops voru með fyrir nokkrum mánuðum, og hét það „Vitskert veröld". í mörg ár hefur Einar reynt að koma efni sínu á framfæri, og nokkrum sinnum hefur aðeins átt eftir að skrifa undir samninga, þegar allt hefur runnið út í sandinn. Þetta eru að vísu aðeins óstað- festar heimildir. Þá rofar skyndilega til fyrir Einari, og hann er ráðinn sér- legur „kompónisti11 Hljómskífu- gerðarinnar SARAH, og áður en nokkur maður veit af, er búið að senda Einar til Lundúna ásamt þeim Pétri Kristjánssyni og Gunnari Jökli, til að hljóð- rita þar tvö lög fyrir enn eitt hljómplötufyrirtækið. Á því fyr- irtæki er að vísu einn meinleg- ur galli, og hann er sá að SARAH ku eiga rétt á sónsmíð- um Einars, og segist forstjóri þess fyrirtækis hafa hug á að banna það upplag algjörlega og minnir á að annað lagið sem tekið var upp í London hafi þegar verið búið að ákveða sem Framhald á bls. 16. VIGNIR BERGMANN E ROOF TOPS „Gömlu“ Roof Tops. Frá vlnstrl eru: Guðmundur Baukur Jónsson, söngvari (scm les viðskiptafræði við Háskólann), Jón Pétur Jónsson, bassaleikari, Halldór Fannar, orgelleikari (fremstur), Gunnar Guðjónsson, gitarieikari og iengst til hægri er Ari Jónsson, trommuleikari. Myndina tók Egiil Sigurðsson. Þau undur og stórmerki hafa nú gerst, að Vignir Bergmann hefur tekið við af Halldóri Fann- ar, orgelleikara Roof Tops; Vign- ir heldur sig þó við gítarinn eins og fyrri daginn, en eins og flest- ir muna, var Vignir gítarleikari JÚDASar áður en þeir hættu í sumar. Þeir eru margir hérna gítar- leikararnir sem hafa allan hug við að sýna og sanna hvað þeir geti komið frá sér mörgum nót- um á mínútu, og hugsa því minna um áferð og músík, en Vignir er akkúrat á öfugri línu við það. Það sem fyrir honum vakir fyrst og fremst er að gera einhverja skemmtilega hluti á sitt hljóðfæri. f rauninni er það rangt að segja „einhverja", því maður hefur alltaf á tilfinning- unni að Vignir viti upp á hár hvað hann er að gera. Kunnug- ir hafa sagt okkur að hann eigi það til að sitja heilu kvöldin og leika sér að því að slá einhverja furðulega og skemmtilega hljóma, sem hann fiktar upp sjálfur, og því ber ekki að neita að töluvert hefur borið á þessu í leik Vignis. Við litum inn á fæingu hjá þeim ekki alls fyrir löngu, (en þó löngu áður en Vignir slóst í hópinn) og hlustuðum á þá taka nokkur nýleg lög. Sögðust þeir hressir yfir gangi mála, og 32 VIKAN tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.