Vikan - 12.11.1970, Side 45
vatnið, og í spillingunni sem
Túra-fangelsið var gagntekið af
þreifst hann eins og blóm í eggi.
Eins og allir nýfangar varð
Lotz að hírast tíu daga í refsi-
álmu fangelsins. En líf hans
breyttist til batnaðar þegar á
fyrsta morgni. Þá kom til hans
ránmorðingi að nafni Fattúk,
sem var einhvers konar umsjón-
armaður í álmunni, klæddur
tandurhreinum fangafötum og í
gljáburstuðum skóm. „Góðan
daginn, herra Lotz!“ sagði hann.
„Victor sendi mig. Hvað get ég
gert fyrir yður?“ Mínútu síðar
hafði Lotz fengið hrein rúmföt
í klefann. Berfættur fangi gerði
klefann hreinan meðan Lotz
sjálfur sat í klefa Fattúks og
snæddi egg og skinku í morgun-
verð.
Lotz trúði naumast eigin aug-
um. Fattúk bjó við snotur hús-
gögn, niðursoðinn mat, eldunar-
plötu og raftengiútbúnað. „Allt
er þetta. opinberlega bannað,“
sagði Fattúk glottandi. „En hver
sá sem hefur peninga og síga-
rettur getur fengið hér næstum
allt. Til dæmis leggur fangelsis-
rafvirkinn rafmagn inn til þín
fyrir áttatíu sígarettur." Leið nú
ekki á löngu áður en Lotz fór
að sjá framtíðina í bjartara
ljósi. Hann vissi að ísraelska
leyniþjónustan myndi greiðlega
borga fangelsisreikninga hans
gegnum lögfræðing sinn í Miin-
chen og vestur-þýzka konsúlatið
í Kaíró.
Á ellefta degi fangelsisvistar-
innar var Lotz settur í deildina
fyrir pólitíska afbrotamenn, og
fékk númerið 388. Á múrnum,
sem umlukti þessa fjögurra
hæða byggingu, spásséruðu her-
menn með vélbyssur. Þegar Lotz
var leiddur inn gegnum tröll-
aukið múrhliðið kom smávax-
inn, gráhærður fangi á móti
honum með útbreiddan faðminn
— Victor!
Victor fylgdi Lotz upp á
fjórðu hæð. Þar beið þeirra
þreklegur, húðdökkur yfirlið-
þjálfi. „Þetta er nú varðmaður-
inn okkar,“ sagði Victor. Varð-
maðurinn tók geysistóran lykil
upp úr vasa sínum og opnaði
klefadyrnar.
Klefinn hefði komið kunnug-
legar fyrir sjónir í konungshöll
en í fangelsi: nýmálaðir veggir,
rekkjuvoðir, rafljós og olíumál-
verk hangandi uppi á vegg. „Allt
er þetta þægilegt að hafa þótt
bannað sé,“ sagði Victor hlæj-
andi. Fangi einn kom inn í klef-
ann með ilmandi te. „Múhameð
heitir hann,“ sagði Victor, „og
er þjónninn þinn.“ Múhameð
heilsaði sínum nýja herra með
kossi á handarbakið.
Meðan þeir drukku teið út-
skýrði Victor reglur hússins. Þar
eð starfslið fangelsisins var mjög
illa launað voru mútumöguleik-
arnir ótakmarkaðir, og hinar
opinberu fangelsisreglur voru
ekki til nema á pappírnum.
Samkvæmt þeim áttu fangarnir
að vera einangraðir hver frá
öðrum, en þess í stað gat varla
heitið að klefadyrnar væru
nokkurn tíma læstar.
Síðar um daginn hitti Lotz
„Túra-aðalinn“ í fangelsisgarð-
inum. Victor kynnti hann þar
fyrir hópi sællegra herramanna.
„Má ég kynna nýjasta aðila sam-
félags okkar — herra Lotz!“
sagði Victor. Herramennirnir
heilsuðu þessum „Almani“, sem
þeir héldu vera, mjög hjartan-
lega. Þeir voru flestir Egyptar.
Þar á meðal var Abdúl Rakman
Salim, sem dæmdur hafði verið
í tíu ára fangelsi fyrir þjónustu
við bandarísku njósnastofnun-
ina CIA, Karem ísmail, sem
fengið hafði fimmtán ár fyrir
njósnir fyrir sömu stofnun, Ak-
med Lufti, dæmdur í tuttugu og
fimm ára fangelsi fyrir njósnir
fyrir brezku leyniþjónustuna og
dr. Asseddín Abdel Kader,
dæmdur til tuttugu og fimm ára
fangelsisvistar fyrir pólitísk af-
glöp.
Lotz sagði: „Það leynir sér
ekki að ég er í bezta hugsanlega
félagsskap.“ Svo heilsaði hann
ókrýndum konungi Túra, svip-
miklum manni með hátt enni og
gáfuleg, vingjarnleg augu. Hann
var Mústafa Amín, fyrrum mesti
blaðaútgefandi í Austurlöndum
nær og náinn ráðgjafi Nassers.
Hann var sá eini í fangelsinu
sem ávarpaður var með titlinum
„Bey“. Mústafa Bey sat í Túra
sökum andstöðu við stefnu Nass-
ers í skiptunum við Sovétríkin,
sem hann taldi of vinsamlega.
CIA-njósnarinn Abdúl Rak-
man hughreysti Lotz á lýta-
lausri Oxford-ensku. „Það er alls
ekki sem verst hérna, vinur
minn. Viljið þér ekki borða há-
degisverð með mér á morgun?
Þjónninn minn er frábær mat-
sveinn!"
Sérréttindafangarnir lifðu eins
og miðaldagreifar eða sam-
kvæmisljón á bak við grindurn-
ar ,en á öðrum hæðum fangels-
isins voru lífskjörin öllu bág-
legri. Þar voru örþröngir klefar
troðfullir af grindhoruðum föng-
um, vesælum og bjargarlausum
fórnardýrum duttlungafulls ein-
ræðisherra. Flestir þeirra voru
úr svokölluðu Bræðralagi Mú-
hameðstrúarmanna.
Meðan Wolfgang Lotz lifði
góðlífi meðal mikilvægustu and-
stæðinga Nassers sat frú Wal-
traud í Kanaterfangelsi og drap
tímann með því að prjóna peysu
á mann sinn. Samfangar hennar
voru flestar óbrotnar alþýðu-
konur, þar á meðal margar sem
sálgað höfðu eiginmönnum sín-
um, oftast nær fyrir ærnar sak-
ir. Henni líkaði dável við þær.
Þannig liðu tvö ár. Um morg-
uninn fimmta júní 1967 hrökk
Lotz upp úr værum blundi í
klefa sínum við sprengidynki í
fjarlægð. Loftvarnaflautur ýldu.
„Heyrirðu!" hrópaði Abdúl Rak-
HEILBRIGÐI
HREINLÆTI
VELLÍÐAN
Bodedas-bflð
Vítamín í hverjum
dropa
Badedas-vftamín
Er mest selda bað
Evrópu í dag
II. A. Tnlinias
heildverzlnn
VIÐARÞILJUR
í miklu úrvali.
*
Viðartegundir. eik, askur, álmur, beyki, lerki,
fura, valhnota, teak, mansonia,
caviana.
HiARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir.
PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir.
*
Harðviðarsalan sf.
Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670.
F 4»
GEIIIT ÁSKBIFENDin
POSTHÓLF 533 SlMI 35320 REYKJAVfK
«• tbl. VIKAN 45