Vikan - 03.12.1970, Page 11
ifil
I Iflpv
V
^Séh /rv///
Hin fegursta rósin er fundin
og fagnaðarsæl komin stundin.
Er frelsarinn fæddist á jörðu,
hún fannst meðal þyrnanna hörðu.
Upp frá því oss saurgaði syndin
og svívirt var Guðs orðin myndin,
var heimur að hjálpræði snauður
og hver einn í ranglæti dauður.
Þá skaparinn himinrós hreina
í heiminum spretta lét eina,
vorn gjörspilltan gróður að bæta
og gjöra hans beiskjuna sæta.
Nú ætti eigi þakklæti að þagna,
nú þér bæri, mannkyn, að fagna,
en lítinn þess víða sér vottinn,
í veröld að rósin er sprottin.
H. A. Brorson - Helgi Hálfdanarson
Þér dramlátra hugskotin hörðu,
þér hörðustu þyrnar á jörðu,
hví yður svo hátt upp þér hreykið
og hreykin til glötunar reikið?
Æ, snúið af hrokaleið háu
og hallizt að jötunni lágu,
þá veginn þér ratið hinn rétta,
því rósir í dölunum spretta.
Þú, rós mín, ert ró mínu geði,
þú, rós mín, ert skart mitt og gleði,
þú harmanna beiskju mér bætir,
þú banvænar girndir upprætir.
Þótt heimur mig hamingju sneiði,
þótt harðir mig þyrnarnir meiði,
þótt hjartanu’ af hrellingu svíði,
ég held þér, mín rós, — og ei kvíði
VIKAN-JÓLABLAÐ 11