Vikan


Vikan - 03.12.1970, Page 15

Vikan - 03.12.1970, Page 15
JENNY LIND Málverk í hlutverki „Normu“ H. C. ANDERSEN (Daguerrotypmynd) hin ófríða Jenny. (Sumir vilja halda því fram, að þessi saga sé ekki sönn). Hann skildi þetta alltof vel, en samt gaf hann ekki upp alla von. Honum fannst hann vera eins og votur rakki, dag nokkurn, þegar þau voru á göngu- ferð með nokkrum vinum sínum. — Reyndu að hreyfa lappirnar, Ander- sen, hvæsti hún að honum. Einu sinni, þegar kuldalegt viðmót hennar hafði gengið alveg fram af honum, skrifaði hann ævintýrið um snædrottninguna. Sagan var eiginlega sálfræðileg skýring á ástandi hans og örvilnun. En þessir sumardagar voru alltof fáir. Það kom að því, að Jenny • yfirgaf Kaup- mannahöfn, eftir að hafa töfrað borgarbúa með söng sínum. Mikill mannfjöldi fylgdi henni til skips, en næstur henni gekk H. C. Andersen. Hann laumaði bréfi í lófa hennar, rétt áður en skipið losaði festar og hvíslaði: Þetta bréf inniheldur nokkuð, sem þú verður að skilja, Jenny. í bréfi þessu lýsti hann innilegri ást sinni og ástarþrá. En hún lét biða að svara því í fimm vikur. Það getur verið að hún hafi gert það af ráðnum hug, hún hafi viljað láta tilfinningar hans kólna svolítið. Svar hans voru þrjú ævintýri, sem hann hafði rétt lokið við. Hann hafði skrifað þau á tuttugu dögum og öll voru þau skrifuð vegna áhrifa hennar á hans viðkvæmu sál. Þau voru: Ljóti andarunginn, Engillinn og Næturgalinn. . . . Komandi kynslóðir áttu eftir að lesa þessi dásamlegu ævintýri, sem hann tileinkaði henni, án þess að vita um hinar heitu til- finningar og sáru kvöl, sem lágu á bak við þau. í Kaupmannahöfn beið Andersen milli vonar og ótta. Á hverjum degi beið hann í angist eftir póstinum, en án árangurs. í þetta sinn lét hún líða sex mánuði áður en hún skrifaði og þakkaði fyrir ævintýrin. Hún gat ekki ímyndað sér, hvernig hún tæki bréfi hennar; hún hafði ekki hugmynd um, að Andersen grét þungum tárum örvilnun- ar. í bréfi sínu talaði konan sem hann elsk- aði um það hve hamingjusöm hún væri, án þess að nefna nafn þess manns, sem hún hafði þekkt lengi og hugur hennar stóð til. Orðin í bréfi hennar ristu hjarta hans sem hárbeittir hnífar. Seint og um síðir varð honum ljóst, að það var til einskis fyrir hann að vona. Jenny Lind þurfti ekki á ást hans að halda, hún gat aldrei endurgoldið hana. H. C. Andersen gat ekki látið sína eigin ástarsögu enda vel. Svínahirðirinn fékk kon- ungsdótturina, en konan sem skáldið elsk- aði, vildi ekkert af honum vita. Hann kvænt- ist aldrei. Vinátta þeirra átti samt eftir að endast alla tíð og þau hittust oft, því að hann var hinn frægi konungur ævintýrasagnanna og hún hin ókrýnda drottning söngsins og bæði vor utíðir gestir í höllum og sölum stór- menna. í Englandi varð Jenny náin vin- kona Victoriu drottningar. En þótt þau hittust, þá varð það allt öðru- vísi en þetta ógleymanlega sumar í Kaup- hannahöfn. Hún söng heldur aldrei hið ljúfa ástarljóð, sem hann orti til hennar og sem hér birtist í upphafi þessarar greinar, því að þegar Grieg samdi við það tónlistina, voru þau bæði, H. C, Andersen og Jenny Lind, þögnuð fyrir löngu. í næsta blaði: Jenny Lind trúlofast. VIKAN-JÓLABLAÐ 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.