Vikan


Vikan - 03.12.1970, Page 19

Vikan - 03.12.1970, Page 19
heyrði og árangurinn lét ekki á sér standa: skömmu síðar var Strasser- börnunum boðið til hirðarinnar og látin syngja fyrir hana og Prússa- drottningu sérstaklega. Hirðfólkið varð stórhrifið. Þetta skeði nálægt 1830. En þótt sálmurinn bærist víða um Ipnd voiju höfundar hans ennþá óþekktir. Það var ekki fyrr en 1854, að af halfu konunglegu hirðkapell- unnar í Berlín var farið að safna upplýsingum um Mohr, Gruber og söng þeirra. Þá hafði Mohr þegar legið í gröf sinni í sex ár. En smámsaman tókst að ná saman meginatriðunum úr ævisögu hans. Hann var fæddur af fátækum foreldrum I Salzburg 1792. Móðirin var prjónakona, faðirinn skotliði í hernum og heldur laus í rásinni. Joseph Mohr hlaut sína fyrstu skólun hjá kirkjunnar mönn- um og vann síðan sjálfur fyrir skóla- göngu sinni með söng og hljóðfæra- leik. 1815 hlaut hann prestvígslu og starfaði síðan sem aðstoðarprestur í ýmsum sóknum Austurríkis. Joseh Mohr var mikið gefinn bæði fyrir Ijóð- og tónlist. Hann var mjög lífsglaður, nokkuð bráðlyndur og fremur barnslegur. Þrátt fyrir óvirðu- legt ætterni og stranga stéttaskipt- ingu þeirrar tíðar leit hann á sjálfan sig sem frjálsan mann og engum háðan. Það viðhorf kom illa heima við smekk prestanna, sem hann starfaði hjá, enda leið aldrei á löngu áður en þeir flæmdu hann frá sér. 1817 kom hann til Oberndorf, en þá var Gruber orgelleikari í St. Niklas- kirkjunni og auk þess kennari við skóla í Arnsdorf, þorpi þar í grennd. En ekki varð Joseph Mohr mosa- vaxinn þar heldur, því að ekki leið á löngu áður en aðalsálusorgari staðarins fann þessum aðstoðarpresti sínum flest til foráttu og klagaði hann fyrir kirkju- og skólaráði. Kvað hann Mohr byrja kristindómsfræðslu sína með því að rífa í hárið á nem- endum og löðrunga þá. Auk þess gengi hann um götur með langa tóbakspípu og peningapyngju hang- andi utanklæða eins og smástrákur. A kvöldin sæti hann við drykkju, spil og hljóðfæraslátt á veitingahúsi. Þar var hann einmitt vanur að slá gítarinn, sem Heims um ból var leik- ið á í fyrsta sinn. Þann gítar átti Joseph alla ævi — hann er nú gevmdur á safni í Hallein. í kvörtunarbréfi prestsins stóð ennfremur að Mohr væri maður létt- úðugur og iðkaði kvennafar. Hann forsómar hlutverk sitt sem sálusorg- ari og skemmtir sér í staðinn, sagði prestur. Ennfremur er hann hroka- fullur og veit ekki hvað auðmýkt er. Að öllu levti er hann hinn óprest- legasti, lauk sóknarpresturinn máli sínu og fór fram á að aðstoðarprest- urinn yrði færður á nýjan stað. Og það var gert. Fn á þessu tímabili hafði Gruber orðið nánasti vinur hans, og Gruber Framhald á bls. 98 VIKAN-JÓLABLAÐ 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.