Vikan


Vikan - 03.12.1970, Side 25

Vikan - 03.12.1970, Side 25
SIGVALDI HJALMARSSON, BLAÐAMAÐUR: Ekki mannvonska heldur geðbilun Ætli heimurinn sé ekki líkur því sem hann hefur veriS alla tíð? En lokiS hefur fokið onaf mannlífinu á síðustu árum og betur komið í Ijós hvernig þaS er. Fyrir því má vera að einhverjum finnist heimurinn verri, sóðalegri, spilltari, grimmari. Heimurinn er líkastur vitlausra- spítala, þar sem gæzluliðið er í sum- arfríi, en læknarnir hlaupnir úr vist- inni. Dæmi: Við drepum til að koma í veg fyr- ir manndráp, heyjum stríð til að stuðla að friði, meira að segja unga fólkið sem telur sig vinna að friði á jörð á í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt og hefur jafnvel tekizt að gera meinleysið að árás, með því að setjast þar niður sem það veit að það fær ekki að vera í friði. Við gefum til að fá launað og hiálpum til að fá hjálp, svo gjöf og hjálp er ekkert annað en sýndar- mennska og prang. Maður þolir ekki við ef hann er aleinn. en ef hann er innan um aðra menn uoohefiast iafnan deilur. ia*n- vel hæpið að tveir menn geti dvalizt Misrétti hefur aukizt Ekki get ég ímyndað mér hvaða mælikvarða á að leggia á það hvort heimurinn hafi batnað eða versnað, það hlýtur að fara eftir lífsviðhorf- um hvers og eins. Annars segir sag- an okkur að heimurinn hafi sífellt farið versnandi. Þúsund árum fyrir Krist töluðu Kínverjar um hina gömlu góðu daga, en slíkar endurtekning- ar hafa gengið í gegnum aldirnar allt fram á okkar daga og eftir því að dæma hefur heimurinn verið betri en hann nú er. Svör við spurn- ingu. sem þessari geta orðið jafn ólík og mennirnir, þannig að heim- urinn getur bæði hafa batnað og GEIR VILHJÁLMSSON, SÁLFRÆÐINGUR: Hver dópisti er einum byltingarmanninum færra saman einir í óbyggðum nema að fara að hata hvor annan, og yfirleitt kemur mönnum f sérstökum hópi ekkert fremur til að leggja niður deilur innbyrðis en að finna annan hóp til að hata; þar af leiðir hve þjóðir eiga auðvelt með að samein- ast þegar þær eru i stríði við aðrar þjóðir. Allir vilja bæta heiminn. Nixon á að bæta heiminn, Mao og Bresnev, og hvað þær nú heita allar tusku- brúðurnar, eiga að bæta heiminn. Þú átt að bæta heiminn, alstaðar eru uppi vaðandi hópar manna sem eru alveg að pissa í buxurnar af áhuga á að bæta heiminn. Stofnuð eru félög og félagasamtök, stór orð eins og menning, fræðsla og list eru bókstaflega að ríða mannkyninu á slig, haldnar eru ræður, menn koma fram í sjónvarpi, sminkaðir dægi- lega, svo þeir séu nógu sætir — allt af áhuga á betri heimi . . . Hvað er „heimurinn"? Ekkert annað en slógan. Það ein- asta sem „heimurinn" getur í raun- inni merkt er fólkið. Ef „heimurinn" er slæmur þá er verið að setja út á fólkið í heiminum. Við notum orðið ,,heimur" þeaar við vili’im horfa fram hjá því að verið er að ræða um okkur sjálf. Samt hef ég aldrei á minni lifs- fæddri ævi fyrirhitt vondan mann. Að vísu er dálitið um þá geðveilu að vilja endilega safna að sér völd- um og auði. Það er auðvitað ekkí mannvonzka heldur geðbilun, því ekki einn einasti maður er svo skyni skroppinn að hann ekki sjái að eng- inn getur gert neitt með þann maf sem er afgangs þegar hann er sjálf- ur orðinn saddur. og ekki er heldur til neins að reyna að sölsa undir sig völd yfir öðru fólki. úrþví maður getur ekki einu sinni stjórnað sjálf- um sér alminlega. Þeim er ekki sjálf- rátt sem slíkt gera, og ættu þeir því að vera vi'taðir á mannúðlegum vit- lausraspítala. Að framansögðu er Ijóst að mað- urinn hlýtur að misskilja sjálfan sig hrapallega. Það þarf að finna og leiðrétta misskilninginn. Ef það tækist þyrftum við varla að hafa áhyggjur af skorti ófriði og mengun, því heimurinn er það sem við erum. versnað, allt eftir því hver í hlut á. Hvað mig snertir held ég, þegar á heildina er litið, að mannlífið í heiminum hafi versnað, — misrétti hefur aukist. Fyrir okkur vestur- landabúa hefur heimurinn svo sann- arlega batnað hvað snertir efnaleg, félagsleg og menningarleg verS- mæti. En fyrir meiri hluta jarðarbúa hefur heimurinn aftur á móti versn- að á þessum sömu sviðum. Við vest- urlandabúar vitum af þessum vanda- málum, en viljum ekki viðurkenna það. Hin mannlega samhyggð er því miður ekki meiri. ☆ Heimurinn eins og ég sá hann 1960 var einfaldur og í þessum ein- faldleika sínum var heimurinn frem- ur góður. Ég var montinn af því að vera íslendingur eins og við afkom- endur vikinga og íslendingasögu- hetja erum alin upp við að vera og góðu ríkin sáu um að halda Rússun- um í burtu. Svo var ég önnum kaf- inn við að fylla minnið af lesefni fyrir stúdentspróf, og lítið verður af þvi að fólk hugsi meðan sá lærdóm- ur stendur yfir. Á námsárunum erlendis braut reynslan smátt og smátt niður þenn- an blekkingarvef minnar íslenzku heimsmyndar en það var samt ekki fyrr en 1968 þegar Mexíkani greip um kverkar mér meS einni hendi og BJÖRN ÞORSTEINSSON, SAGNFRÆÐINGUR: seildist eftir hnifnum með hinni, að mér varð áþreifanlega Ijóst að til er slæmt og frumstætt fólk og að slík- ar manngerðir dyljast lika í búning- um hershöfðingja og stjórnmála- manna og fjarstýra þeir af fjandans lyst styrjöldum eins og í Vietnam og svoleiðis fyrirfólk vinnur líka með Mafíunni að lokka heróíni og slæmu dópi ofaní æsku hins vest- ræna heims, því hver dópisti er ein- um byltingarmanninum færra, og þeir breiða offitu og mengunar- menningu sína eins og krabbamein yfir hinn vestræna heim. En ég hef einnig þekkt gott fólk og hjálpsamt, fólk, sem er opið og ástúðlegt, fólk þrungið krafti mann- úðar og fólk sem vinnur ötullega að framgangi friðar og kærleika í umhverfi sínu, vísindamenn og hugsuði, sem beita snilld sinni til sköpunar betri heimi og stjórnmála- menn, sem hugsa um heill annarra fremur en sjálfa sig. Heimurinn sem ég skynja hefur bæði orðið verri og betri á síðustu 10 árum og umfram allt hefur hann orðið flóknari og fjölbreytilegri. Heimurinn breytist með sivaxandi hraða. T.d. kallar hver ný vísindaleg uppgötvun yfir- leitt fram margar nýjar og aukin tækni gerir kleift að gera meira og meira með minnu og minnu. 250 kílógramma fjarskiptagervitungl af- kastar jafnmiklu og 150.000 tonn af neðansjávarstreng og eftir fá ár verða komnir til notkunar kjarna- kljúfar, sem framleiða meira elds- neyti en þeir brenna. Fólk er lika að breytast, þroskast og vaxa og ný menning og ný tækni og fjölbreytilegrí lifnaðarhættir koma í Ijós í nágrannalöndunum. Umhverfi og aðstæður ráða miklu um það hversu fólk þroskast hratt og með því að breyta umhverfi sínu rétt, þroskast fólk hraðar. Félagslega og menningarlega var vöxtur íslendinga grátlega hægur á síðasta áratug. Er ekki tími til kom- inn aS fara að rétta úr kreppunni! VEKAN-J ÓLABLAÐ 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.