Vikan


Vikan - 03.12.1970, Side 28

Vikan - 03.12.1970, Side 28
mla brúðan Það voru að koma jól Mamma var að hamast við að Ijúka við að undirbúa komu þeirra. Rósa litla hjálpaði henni heilmikið, þó að hún væri bara sjö ára gömul. Rósa var reyndar ekki vön að hjálpa nein ósköp til, svona hversdagslega. En nú var allt öðruvísi en venjulega, jólaverkin voru svo dæmalaust spennandi. Rósa hamaðist, rjóð í kinnum, við að fægja silfur, hnífa, skeiðar, gaffla, bakka og kertastjaka, og var kolsvört á höndunum af því verki. Og í morgun hafði hún borið alla vega lita sykurhúð á kökur, sem voru eins og stjörnur, hjörtu og jólatré í laginu. Leifar af þessari sykurhúð sáust greinilega enn, á nefinu, í hárinu og á svuntunni hennar Rósu, og hefði líka sézt á fingrum hennar, hefði ekki fægilögurinn komið til. Þegar Rósa var búin að pússa allt silfrið, bað mamma hana, að þvo rnestu svertuna af höndunum og laga vel til 28 VIKAN-JÓLABLAÐ í herberginu sínu. Raða bókum fallega, henda öllu rusli út, og færa gömlu brúðuna í nýjan kjól, sem mamma hafði saumað . eitt kvöldið, þegar Rósa var háttuð og sofnuð. Rósa gerði strax það sem mamma bað um, þvoði sér lauslega þó, raðaði bókum, henti rusli en þegar hún ætlaði að fara að klæða gömlu brúðuna í nýja kjólinn, fékk hún skyndilega allt aðra hugmynd. Rósa gretti sig í framan, þreif í annan handlegginn á aumingja gömlu brúðunni og hljóp með hana fram í eldhús. „Mamrna", sagði hún frekjulega, „mér dettur ekki í hug, að klæða þessa gömlu druslulegu dúkku í þennan nýja kjól. Hún er úfin og skítug og hálfdottnir af henni fingurnir. £g hendi henni bara.“ Mamma snarsneri sér við og vonaði, að henni hefði misheyrzt. „Henda brúðunni þinni, sem þér er búið að þykja svo innilega vænt um í mörg ár?“ „Já,“ sagði Rósa, og stappaði niður fótum. „Hún er orðin svo drusluleg, Og svo veit ég líka, að ég fæ nýja brúðu í jólagjöf. Ég bað ömmu um hana og hún sagði já. Eg get notað kjólinn á hana.“ Rósa hentist nú að lúgunni, sem tengdi eldhúsið við öskutunnuna og lét gömlu brúðuna fjúka. Mamma varð bæði sár og reið. Hún var reið yfir því, hve Rósa var frek, og sár yfir því hve fljót hún var að gleyma gömlum vinum, þegar þeir fóru að láta á sjá og aðrir buðust fínni. :
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.