Vikan - 03.12.1970, Page 30
♦
hrædd um að Sylvia grunaði
hvers vegna hún hefði komið.
En Cissi þurfti ekki að vera
hrædd um það.
Ég kem fljótt aftur, það
tekur ekki nema fimm mínútur
að laga kaffi.
Um leið og Sylvia var farin
opnaði Cissi albúmið. Hún fletti
þangað til hún kom að þeirri
opnu, sem hún hafði verið að
skoða síðast, svo fletti hún
áfram. Það voru éintómar mynd-
ir af samkvæmum, — margt
fólk. Sumt þekkti hún, sumt
ekki. Katja var á mörgum. Að
lokum fann Cissi það sem hún
var að leita að. Það var andlit,
sem hún þekkti. Hún sá þetta
andlit við hliðina á litlum sport-
bíl. Cissi lokaði albúminu. Þeg-
ar Sylvia kom inn með kaffi-
bakkann spurði hún:
Áttu bíl, Sylvia?
— Já, reyndar. Hann hefur
staðið við Valhallevag síðan, —
síðan Leo hvarf, en ég fór til að
sækja hann í dag. Hvers vegna
spyrðu?
Veena þess að ég sá bíl hér
fyrir utan, bíl, sem ég hafði ékki
séð áður, sagði Cissi. Mér
datt bara í hug að þú ættir hann.
Það er rauður Porsqhe.
Já. það er rétt. Revndar
átti Leo hann, en hann gaf mér
Sylvia van der Heft opnaði
ekki fyrr en Cissi hafði hringt
tvisvar. Hún var náföl, með
dökka bauga undir augunum og
hárið, sem annars var svo vel
hirt, var nú úfið.
Fyrirgefðu, Sylvia. Þú hef-
ur kannske legið fyrir?
SylVia hló kuldalega.
Nei, síður en svo, það er
nú frekar öfugt. Ég hef ekki
getað sofið síðan. . . .
— Ó. Ertu veik? spurði Cissi.
Það var greinilegt að Sylvia var
mjög æst.
Veik? Það getur verið. Ég
veit það ekki. En komdu inn
fyrir, ef þér er sama um allt
þetta rót.
í stofunni var allt á öðrum
endanum. Bækur höfðu verið
rifnar úr hillunni og lágu út um
allt. Skrifborðsskúffurnar voru
opnar og innihaldið úr þeim var
dreift á stólana.
Er það víst að ég trufli þig
ekki, Sylvia?
Alls ekki. Ég er bara að
leita, — leita að nokkru. Viltu
kaffi?
— Já, takk, það vil ég gjarn-
an!
Cissi langaði ekkert í kaffi,
Eitt gott hafði þó þessi
undariega saga haft
í för meff sér,
Katja myndi bráðlega
hitta foreldra sína.
En einn þráðinn
vantaði ennþá, þann
sem lá til móður
Mikaels...
10. HLUTÍ
Það var stutt í grátinn hjá
Cissi. Hvaða hlutverki gegndi
Sten í þessari dularfullu sögu.
Við hvern var hann að tala í
símann og hvert var hann far-
inn? Og svo var peningavanda-
málið, hvar áttu þau að fá pen-
inga? Útgjöldin voru alltof mik-
il. Hvernig skyldi vera ástatt
með að greiða húsaleiguna?
Reyndar var hún ekki mjög há,
en hún varð að greiðast!
Cissi gekk að skrifborðinu og
leitaði undir bréfapressunni. Jú,
þarna lá húsaleigurei'kningur-
inn með nafni fasteignasalans;
Esplanaden 1. Það var eitthvað
kunnuglegt við þetta heimilis-
fang. Cissi hafði séð það fyrr.
Já, og það alveg nýlega.
Svo mundi hún það. Van der
Heft stofnunin!
Hún greip símaskrána og blað-
aði áköf í henni, en missti hana
svo í gólfið. Þetta hús, Rytmast-
ergata 6, var þá líka í eigu
tengdaföður Sylviu, Otto van
der Heft!
Cissi kólnaði upp. Og hún
hafði alltaf verið að dásama hve
heppin þau voru að fá þessa
íbúð fyrir svona sanngjarna
leigu. Nú mundi hún líka eftir
tortryggninni, sem hún hafði
orðið vör hjá Elisabeth Sture og
frú Skopalski. Þær hafa grunað
að það væri ekki bein hending
að þau hefðu fengið íbúð í þessu
FRAMHALDSSAGA EFTIR LENA LOUIS
húsi, sem bráðlega átti að rífa.
Hvaða samband var milli
Stens og van der Heft konsúls?
Milli hins þekkta auðkýfings og
bláfátæks tónlistarnemanda!
Eitt var víst, menn eins og
van der Heft láta ekki neitt af
mörkum fyrir ekki neitt. Hann
hlaut að hafa krafizt einhvers
af Sten fyrir vikið, en hvað gat
það verið?
Hún gat ekki látið sér detta í
hug hvaða skýring væri á þessu.
Það var aðeins einn staður í
þessu húsi, þar sem hún gat
gert sér vonir um að finna svar
við þessari gátu. Og þangað fór
hún. . . .
en hún sagði já, til þess að geta
verið ein í stofunni, meðan Syl-
via færi fram til að hella upp á
könnuna. Hún sá nefnilega að
myndaalbúmið lá í sófanum.
Þetta var sama albúmið og Syl-
via hafði tekið af henni í fyrra
skiptið sem hún kom þarna.
Cissi gaut augunum til Sylviu
og skammaðist sín fyrir að vera
með þetta undirferli og var líka
30 VIKAN-.TÓLABLAÐ