Vikan - 03.12.1970, Page 50
Verðlistinn
v./Laugalæk
(kjóladeild — sími 33755)
Telpnakjólar
Táningakjólar
Tækifæriskjólar
Midi kjólar
Maxi kjólar
Buxnasett
Verðlistinn
Hlemmtorgi
(Kápudeild — simi 83^755)
Telpnakápur
og úlpur
Táningakápur
og úlpur
Terylenekápur
stærð 34-52
Ullarkápur
stærð 34-52
Heilsársdragtir
stærð 34 — 52
HÍTT - NYTT
FRÁ BANDARÍKJUNUM
HIÐ EINA ÁHRIFARÍKA
— ORGINAL -
HERRA SNYRTIVÖRUR ALLAR FLÖSKUR MEÐ EKTA
FALLEGIR GJAFAKASSAR 22 KARAT GYLLINGU
ÍSLENZK-
c^m&rlókci ”
Pósthólf 129 - Reykjauík - Sími 22080
Suðurlandsbraut 10 — Sími 81335
STJORNUSPÁ*^
Hrútsmerkið (21. marz'— 20. apríl):
Þú munt eiga von á einhverjum erfiðleikum annað
hvort í vinnunni eða á heimili þínu, en þú skalt
reyna að yfirvega þá með jafnvægi. Á fimmtudag-
inn muntu verða fyrir óvæntu happi.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí):
Byrjun vikunnar verður fremur viðburðarsnauð, en
fyrir vikulokin tekur atburðarásin, þó að færast
nokkuð í aukana. Þú skalt ekki missa þolinmæð-
ina þótt kunningi þinn biðji þig um aðstoð.
* A
Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní):
Framan af vikunni verða á vegi þínum margar
óvæntar hindranir, en á föstudaginn eða laugar-
daginri munt þú verða fyrir einhverju óvæntu
happi. Það er ráðlegt að vera varkár peningalega.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí):
Vikan byrjar vel, og þú munt verða fyrir óvæntu
happi í vikulokin. Þú munt ef til vill þurfa að
glíma við erfitt viðfangsefni, en ef þér tekst vel að
leysa það, munu launin verða ómaksins verð.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst):
Þú munt eiga mjög annríkt í þessari viku, bæði í
vinnunni og í einkalífinu. Þú færð mörg heimboð,
kynnist nýju og skemmtilegu fólki, sem þér mun
strax geðjast mjög vel að.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september):
Þú færð óvænt bréf eða upphringingu í þessari
viku. Gæfan er þér hliðholl og þér veitist auðvelt
að afla þér aukatekna og þú ættir að láta aðra
njóta þeirra með þér til aukinnar ánægju.
Vogarmerkið (24. september — 23. október):
Vikan verður mjög tilbreytingarík og rífur þig burt
úr hversdagsleikanum. Þú skalt ekki óttast að
hætta þér inn á nýjar brautir, það mun gefa þér
ágætt tækifæri til þess að reyna getu þína.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember):
Margt skrítið og skemmtilegt mun henda þig 1
vinnunni og heima fyrir. Þú verður að taka afstöðu
til nýrra vandamála og það er þýðingarmikið, að
taka ekki fljótfærnislegar ákvarðanir.
Bogamannsmerkið (23. nóvember -- 21. des.):
Sfðast x vikunni munt þú verða fyrir miklum erfið-
leikum og það er jafnvel ráðlegt að leita hjálpar
um lausn vandamálsins. Einnig er ráðlegt að tefla
ekki á tvær hættur, ef hægt er að komast hjá þvi.
Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar):
Þetta verður fjörug og skemmtileg vika, og það
gerist meira í henni en í venjulegum, heilum mán-
uði. Mörg sumarferðalög verða áformuð og ýmis-
legt bolialagt í samhandi við þau.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar):
Það er betra að vera varkár í þessari viku. Hætta
er á erfiðleikum og ef þú tekur ranga ákvörðun,
getur það orðið þér afar dýrkeypt. Reyndu að spara
eins og þú mögulega getur.
Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz);
Þessi vika verður mjög viðburðasnauð. Þú skalt
gleðjast yfir litlu og láta ekki smásorgirnar á þig
fá. Reyndu að lifa venjubundnu lífi og gleymdu
ekki miðdegishvíldinni.
50 VIKAN-JÓLABLAÐ