Vikan - 03.12.1970, Side 55
JÓLABAKSTURINN
Eftirlætisterta
4 egg
2 dl sykur
1 dl hveiti
50 gr kartöflumjöl
\'2 tsk. lyftiduft
Fylling:
eplamós eða vanillukrem
Skreyting ofan á:
Smjörkrem:
2 dl mjólk
1 msk. maisenamjöl
3—4 msk. flórsykur
1 eggjarauða
200 gr smjör eða smjörlíki
2—3 msk. kakó
vanillusykur
Eggin þeytt vel, þá er þeytt áfram með sykrinum
svo það verði ljóst og létt. Sáldrið þurrefnunum
útí. Sett í smurt hveiti stráð form. Bakað við 225°.
Smjörkremið:
Blandið saman mjólk, maisenamjöli og sykri. Lát-
ið suðuna koma upp og hrærið stöðugt í. Kælið.
Kælið og blandið eggjarauðunni saman við. .Smjör-
ið hrært vel og öllu blandað saman við það. Skipt-
ið kreminu í tvennt og blandið annan helminginn
með kakói og vanillusykri, og hinn aðeins með
vanillusykri. Kljúfið kökuna og fyllið með epla-
mósinni eða vanillukremi og skreytið að ofan með
tvílitu kreminu.
Hunangs-
kaka
150 gr smjör eða smjörlíki
200 gr liungang
1 dl púðursykur
3 egg
4 dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanell
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
1 dl sultað appelsínuhýði
Skreyting:
Sykurglassúr:
2 dl flórsykur
2 insk. vatn eða appelsínusafi
1 tsk. olía
Sykur og smjörlíki hrært ljóst. Eggin sett í eitt í
senn. Kryddið sett útí. Hveiti og lyftidufti blandað
saman við. Sett í smurt raspstráð form. Bakið við
175° í ca. 50 mínútur. Skreytið með sykurglassúr
og cocktailberjum.
Mjúk
piparkaka
4 dl púðursykur
100 gr smjör eða smjörlíki
3 egg
6 dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
iy2 dl rjómabland
3 tsk. kanell
2 tsk. engifer
1 \2 tsk. negull
2 tsk. kardemommur
2 msk. appelsínuhýði (sultað)
2 msk. möndlur
Sykur og smjörlíki hrært ijóst. Eggjunum bætt í
einu í senn. Kryddinu blandað í og möndlunum.
Hveitið og lyftiduftið sigtað útí og hrært ásamt
rjómanum. Sett í smurt raspstráð form (2 lítra).
Bakið við 175° í ca. í klst.
■ ■
Ommuterta
Tertubotn:
3 egg
3 dl sykur
3 dl hveiti
1\'2 tsk. lyftiduft
2 tsk. vanillusykur
6 msk. sjóðandi vatn
Smjörkrem:
1 \'2 dl rjómi
y2 msk. kartöflumjöl
y2 dl sykur
2 eggjarauður
vanillusykur
125 gr smjör eða smjörlíki
Glassúr:
2 dl rjómi
2 dl sykur
2 tsk. kakó
Skreyting:
vínber
Egg og sykur þeytt mjög vel. Vanillusykri, hveiti
og lyftidufti sáldrað útí. Vatnið sett í að síðustu.
Sett í smurt hveiti stráð form og bakað við 200—
225°.
Smjörkrem:
Blandið saman rjóma, kartöflumjöli, sykri og eggja-
rauðu í pott og látið sjóða þar til það þykknar og
hrærið stöðugt í. — Hrærið í kreminu meðan það
kólnar. Bragðið til með vanillusykri. Smjörið hrært
létt og öllu blandað þar saman við.
Glassúr:
Öllu blandað saman í pott og látið sjóða þar til það
þykknar. Hrært í af og til. Tekið af hitanum og lát-
ið kólna. Tertunni skipt i þrennt og smjörkrem
sett á milli. Glassúrinn settur yfir tertuna og látið
bíða. Síðan skreytt með smjörkremi og vínberjum.
Banana-
rúlluterta
3 egg
IV2 dl sykur
2 msk. kartöflumjöl
2 msk. kakó
2 msk. hveiti
iy2 tsk. lyftiduft
Fylling:
2 dl þeyttur rjómi
2 bananar
Þeytið eggin. Bætið sykrinum í og þeytið mjög vel.
Sigtið þurrefnin útí. Setjið í smurt rúllutertuform
eða pappírsform, sem er mjög vel smurt og bakið
við 250° í ca. 4 mín. eða þar til kakan virðist þurr.
Hvolfið á sykurstráðan pappír og látið kólna. Þeyt-
ið rjómann og blandið bananabitum saman við.
Rúllið upp. Skreytið að utan með þeyttum rjóma.
Rúlluterta
m. hnetum
3 egg
iy2 dl strásykur
100 gr saxaðir linetukjarnar
1 msk. kartöflumjöl
2 tsk. lyftiduft
Smjörkrem:
75—100 gr sinjör eða smjörlíki
iy2 dl flórsykur
1 eggjarauða
2 tsk. vanillusykur
2 msk. kakó
Búið til rúllutertuform og smyrjið mjög vel. Egg
og sykur þeytt vel. Kartöflumjöli, lyftidufti og
hnetum bætt útí. Breiðið úr deiginu í formið og
bakiö við 250°, í ca. 4 mínútur. Hvolfið á sykri
stráðan pappír og breiðið smjörkremið á kökuna
og rúllið síðan fljótt upp og látið kökuna kólna á
pappírnum. Mjög gott er að frysta kökuna og bera
hana fram, áður en hún hefur náð að þiðna alveg.
VIKAN-JÓLABLAÐ 55