Vikan


Vikan - 03.12.1970, Síða 62

Vikan - 03.12.1970, Síða 62
SPIRA svefnbekkurinn hannaður af Þorkeli E. Eiðmundssyni B Ú S L w 0 Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — S(MI 18520 Klæðist vönduðum og ódýrum fötum \ NÝ SENDING AF VÖNDUÐUM ÓDÝRUM KARLMANNAFÖTUM — ★ — STAKIR JAKKAR - allar stærðir — ★ — TERYLENEBUXUR, ÚTSNIÐNAR 0G f VENJULEGUM SNIÐUM — ★ — FRAKKAR ÚR TERYLENE- OG ULLAREFNUM • — ★ — SKYRTUR OG NÆRFATNAÐUR KAUPIÐ VANDAÐ OG ÓDÝRT ÁRMÚLA 5. DREYMIR UM NÝTT SAMBÝLISFORM Framhald a£ bls. 33. yngra, og til að byrja með er allt í rósrauðum bjarma og fólk ímyndar sér að það eigi aldrei eftir að líta á annan aðila af hinu kyninu. Ég sjálf var til dæmis 18 ára þegar ég trú- lofaðist. Svo allt í einu vaknar fólk upp og hugsar með sér: — Guð minn almáttugur, ég er bara 20 ára. Af hverju hef ég misst? Það verða allir að fá tækifæri til að spila út, eins og það er kallað. Ég held að þetta sé ein ástæðan fyrir því að fólk sem bindur sig mjög ungt, skilur í mörgum tilfellum eftir skamma sam- veru. Hitt er svo það, að um tvítugt er maður varla búinn að gera sér Ijósa grein fyrir manns eigin lífs- viðhorfum, og þekkir sjálfan sig að óverulegu leyti. Það býður þeirri hættu heim að par, sem í upphafi samverunnar sá ekkert nema hvort annað, gerir sér einn góðan veður- dag grein fyrir því, að áhugamál þeirra og lífsviðhorf beinast inn á tvær ólíkar brautir. Þegar svo er komið, held ég að grundvöllur hjónabands sé ekki fyrir hendi. Eins og Kristín drap á hér að framan, varð nafn hennar fyrst þekkt þegar hún fór að syngja opin- berlega, og hefur hún lengst af ver- ið kölluð þjóðlagasöngkona. „í rauninni kann ég ekkert að syngja," segir hún. ,,Ég hef að vísu eitthvað fengizt við þetta og hef mikinn áhuga’og gaman af, en ég kann ekkert. En nú er ég byrjuð að læra hjá Göggu Lund, og því reikna ég með að ég hætti að mestu leyti að syngja í bili, því nú er ég að byrja að læra frá grunni og þá er ekki heppilegt að ég haldi áfram að troða upp til að gera sömu vitleys- urnar og áður. Jú, sjálfsagt má reikna með að einhverjar fleiri plötur komi frá mér, því að ég er á 6 mánaða samningi, en eins og stendur er ekkert ákveð- ið. Mér finnst það bar slæmt að hafa ekki byrjað að læra fyrr og þá vil ég láta það koma fram að ég tel að það ætti að kenna meiri músik í skólum, og gjarnan á annan hátt en gert er, allavega var, á meðan ég var f skóla. Þá komum við í söng- tíma og sungum gömul og elskuleg ættjarðarlög — sem er auðvitað ágætt svo langt sem það nær — en það þarf að kenna fólki músík og vissulega er meira í því heldur en eingöngu það að láta menn syngja. [ tónlistarkennslu, sem og í annarri kennslu, þarf að koma inn á alls- konar þjálfun og m.a. þá hlið sem hefur verið alveg óskaplega van- rækt ( íslenzka menntakerfinu, þ.e. að fólk er ekki þjálfað í að tjá sig á eðlilegan hátt. Maður verður mjög greinilega var við þetta hiá ungu fólki, já og gömlu líka, að það kann ekki að tjá sig; fer algjörlega úr sambandi ef það á að standa upp og segja eitthvað — svo ekki sé tal- að um ef það á að syngja. Ég man eftir einu tilviki, þegar ég var í leikskólanum. Þá áttum við að fara upp á svið, eitt og eitt í einu, og syngja lag. Gamla Nóa eða eitthvað. Tvö neituðu algjörlega að fara og sögðust vera svo laglaus að það væri hreinasta hörmung, en á end- anum voru þau rekin upp og skipað að syngja. Auðvitað kom í Ijós að þau sungu ágætlega og hefðu þau ekki sjálf verið búin að gera svona mikið veður út af lagleysi sínu, hefðí maður varla getað fundið nokkuð að söng þeirra." Eins og að framan greinir var Kristín í Leikskóla Leikfélags Reykja- víkur, sem nú er að vfsu búið að leggja niður, og útskrifaðist hún þaðan fyrir hálfu öðru ári síðan, þ.e. vorið 1969. Hún lék um tíma í „Þið munið hann Jörund" og leikur nú í poppleiknum „OLA", sem sagt er frá annars staðar í blaðinu, en hún harðneitar því að hún sé leikkona. „Þó ég hafi útskrifast úr leikskóla sé ég ekki að ég geti kallað mig leikkonu, því skólinn er jú aðeins Undirbúningur að hugsanlegri reynslu sem gerir mann ef til vill að leikara. Og ef maður ætlar sér að verða leikari verður maður að leggja alveg óskaplega vinnu í það fyrir utan að hafa hæfileika. Ég hef áhuga á vinnunni — en veit ekki um hæfi- leikana. Auðvitað vona ég alltaf að mér bjóðist hlutverk en það er líka allt og sumt sem ég hef, vonin. Um þessar mundir er ég að hvísla í „Jörundi" og svo tek ég þátt í þætti, nokkurskonar fræðsluefni, um mengun, en það er einn af þrem- ur þáttum sem LR er að undirbúa um þessar mundir og á að fara með það í skólana (Þessir þættir ættu að vera farnir af stað þegar þetta kem- ur fyrir almenningssjóni). Mestur tfmi undirbúnings mengunarþáttar- ins hefur farið í gagnasöfnun, en við erum fimm í þessum flokki, með leikstjóra. Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta hjá LR er að við erum að vinna að verkefnum sem skipta alla miklu máli, eins og t.d. mengunin og í öðru lagi fáum við tækifæri til að skapa eitthvað sjálf. Mér finnst að leikhúsverk verði að kenna manni eitthvað um lífið, það er langt í frá nóg að sýna leikrit sem er tómt hopp og hí og skilur ekkert eftir sig. Það er hægt að sýna leikrit sem eru hopp og hí — en eftir að fólk er komið heim til sín þarf það aðeins að hugsa um hvað var í rauninni verið að segja því og hvers er ætl- ast til af þvf sem þjóðfélagsþegn- um." „Og svona undir lokin: Fólk velt- ir því oft fyrir sér hvort þú sért af útlendum ættum, jafnvel indversk- um?" „Alls ekki. Ég er íslenzk í húð og hár, af Arnardalsættinni, en mér hefur skilizt að þarna fyrir vestan hafi oft komið franskir duggarar, kaldir og hrjáðir og formæður mín- ar voru vfst góðhjartaðar. En að ég sé indversk er út í hött, þessi blettur á enninu á mér er val- brá sem ég hef ekki nokkurn hug á að láta taka af." ó.vald. G2 VIKAN-JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.