Vikan - 03.12.1970, Qupperneq 69
FRYSTIKISTUR
IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar-
innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa.
Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlífðarkantar á hornum —
Ijós i loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með
rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar-
Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting"
— „rautt of lág frysting". —
Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð
145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555 — í út + 5 mán.
190 Itr. kr. 19.938.— kr. 21.530,— i út + 5 mán.
285 Itr. kr. 24.900.— kr. 26.934,— i út + 6 mán.
385 Itr. kr. 29.427,— kr. 31800— i út + 6 mán.
BUSAHOLD
1AUGAVECI 59 SlMI 23349
RAFIDJAN
VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SlM119294
LelOr6tting
V'egna mi&taka víxluðust í prentun blaðsíður 80 og
84, svo að ofurlítill hluti framhalds af sögu Stefáns
frá Hvítadal er á röngum stað. Eru lesendur góðfús-
lega beðnir að athuga þetta.
— Hvað ætlið þið að gera næst?
— Ekkert. Við verðum bara að
bíða, þar til hann hefur samband við
konu yðar, sagði Menchell.
— Guð minn góður, stundi Jack.
— Eigum við bara að sitja hér og
bíða?
Crosley leit upp:
— Þér getið alla vega ekki ásakað
yður neitt. Þér eigið jú enga sök á
þessu, sagði hann.
— Ekki það? Það var mín vegna,
sem konan mín reyndi að losna við
hann upp á eigin spýtur.
Báðir lögreglumennirnir þögðu.
Jack leit á þá á víxl.
— Hversu mikil líkindi eru til
þess, að við fáum barnið aftur heilt
á húfi? spurði hann. — Ég vil vita
sannleikann.
— Það fer eftir því, hvað Daly vill,
sagði Menchell.
— Við vitum hvað hann vill. Hann
vill, að konan mín deyði barnið.
— Það er allt of brjálæðisleg hug-
mynd, sagði Crosley.
En Menchell sagði:
— En setium svo, að hún sé samt
sönn. Það táknar þá, að hann myndi
ekki myrða barnið sjálfur.
Jack lét sig falla í stól og fól and-
litið í höndum sér:
— Þessi djöfulsins brjálæðingur!
Og hann hefur son minn á valdi
sínu! Hvers vegna í ósköpunum hef-
ur enginn séð hann? Getur enginn
í allri borginni. komið auga á brjál-
æðing, sem er með ungbarn í fang-
inu?
Menchell fékk skyndilega hug-
mynd:
— Konan yðar sagði vinnukon-
unni að setja köttinn ofan í körfu.
En karfan er horfin.
Hann gekk að símanum.
— Við breytum lýsingunni á hon-
um. Við auglýsum ekki eftir manni
með ungbarn, heldur manni með
barn í köffu.
Hann tók upp tólið og leit um leið
á Jack:
— Vonandi skrækir barnið eins
og það hefur krafta til.
Ken gekk hægt eftir götunni og
bar körfuna í annarri hendinni. Eng-
VIKAN-JÓLABLAÐ 69