Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 3
1. tölublaS - 7. janúar 1971 - 33. árgangur Vikan Þegar bylting var gerð í Reykjavík Vikan bregður á leik í þessu blaði og birtir ofurlítið æv- intýri, sem látið er gerast hér á íslandi. — Þetta er spennandi frásögn, sem vohandi skemmtir lesendum í skammdeginu. Sjá bls. 8. Indíánar björguðu lífi hans með undralyfi Flugvél hans fórst í frum- skóginum. Hann var hættu- lega slasaður og nær dauða en lífi. En hómópati Indí- ánanna gaf honum að drekka undralyf, sem gerði það að verkum, að hann varð alheill á örskömmum tíma. Sjá bls. 22. Ekki hægtað gera samning um tilfinningar Rúnar Júlíusson, popp- stjarna ársins, og María Baldursdóttir, fegurðar- drottning, hafa byggt sér stórt einbýlishús í Kefla- vík og búa þar saman ásamt syni sínum. En þau eru ekki gift. Hvers vegna? Þau svara því á bls. 24. KÆRI LESANDE! Um áramót þykir lilýða að staldra við ocj líta yfir farinn veg. En ekki er minna virði að huga að framtíðmni, stíga á stolclc og strengja heit. Um þessi áiramót hafa miklar breytingar verið gerðar á Vikunni. Brot blaðsins minnlcar, og er það von oklcar, að nýja brotið fari bet- ur í hendi og blaðið verði þ'ægilegra til lestrar. Og innan skamms breyt- ist prentun Vikunnar til muna: 1 desembermánuði félck prentsmiðj- an okkar nýja offsetvél, sem verð- ur tekin i notkun jijótlega á þessu ári. Við það aukast möguleikar til litprentunar verulega. Útllt blaðsins og efni breytist einnig nokkuð. Fastir þættir fá nýtt andlit og ýmsar nýjungar koma til sögunnar. Sumar þeirra birtast þegar í þessu blaði, en fleiri muriu fylgja á eftir smátt og smátt. Af nýjungunum má nefna lítið blað fyrir yngstu lesendurna, sem kemur aðra hverja viku. Það nefn- ist Lestrarhesturinn og er í umsjá Herdísar Egilsdóttur, kennara. Þá má nefna þáttinn Við og börnin okkar, sem fjallar um uppeldismál, nýja myndasögu um strákinn hann lienry, ýmsa smáþœtti í opnunni. Síðan síðast og sitthvað fleira. I von um, að lesendum falli þess- ar breytingar í geð, sendum við þeim beztu kveðjur og nýársóskir. EFNISYFIRLIT GREINAR bls. Þegar bylting var gerð í Reykjavík 8 Það er erfitt að vera sex ára 11 Hiægið ekki að hómópatanum 22 Hann segir þér, hvernig börnin þin verða 16 Yoga 20 VIÐTÖL Lífið á að vera ein allsherjar hátiðahöld, rætt við Rúnar Júlíusson og Maríu Baldursdóttur 24 SÖGUR Gleymdu ef þú getur, ný framhaldssaga 12 Fjóluvöndur og kanarífugl, smásaga 18 Ganga í vorregni, framhaidssaga 28 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Mig dreymdi 6 I fullri alvöru 7 Síðan síðast 48 í næstu viku 50 Myndasögur 32, 35, 42 Krossgáta 47 Stjörnuspá 36 ÝMISLEGT__________ ________ _______ Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir börn, umsjón: Herdís Egilsdóttir 41 FORSÍÐAN Halldór Pétursson, listmálari, hefur teiknað þessa skemmtilegu skopmynd fyrir Vikuna, þar sem hann tekur verðstöðvun rikisstjórnarinnar til sinn- ar skoplegu meðferðar. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega, 1100 kr. fyrir 26 blöð miss- erislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjald- dagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. i. tw. vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.