Vikan


Vikan - 07.01.1971, Side 4

Vikan - 07.01.1971, Side 4
pósturinn Augnaháralos Kæri Póstur! Eg hef nú vist ekki skrifað þér áður, en nú er það þannig að ég þarf að fá ráð, góð ráð, og datt mér þá í hug að skrifa þér. Svo er mál með vexti að það detta svo hræðilega af mér augn- hárin, aðallega neðri augnhárin, og þegar ég mála mig er alveg auður blettur, svo áberandi Ijótt. Nú bið ég þig kæri Póstur um góð ráð og enga útúrsnúninga né stæla. Fyrirfram þökk. I.S. fá að sofa á milli okkar. Ég er því alveg mótfallin, en maðurinn minn er alveg með þvi að hún sofi þar, og má ég varla hreyfa mig, því að þá vaknar sú stutta og ætlar aldrei að sofna aftur. Nú hefur hún verið hjá okkur í einn mánuð og maður- inn lætur allt eftir henni, og ég er farin að sofa frammi í stofu. Ég fæ ekki við neitt ráðið, og kemur þetta m|ög illa við mig og heim- ilislíf okkar er næstum óþolandi. Kæri Póstur, reyndu að finna einhver ráð til að hjálpa mér. Ein í vandræðum. Einstaklega hagkvæmur sem fólksbíll eða sendibíll. Til heimilis- nota eða við atvinnurekstur — alltaf jafn lipur. Benzíneyðsla aðeins 5.5 I pr. 100 km. Framhjóladrifinn með hurð að aftan. Auðveldur og ódýr í rekstri. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Hvernig eiga Ijónið og steingeitin saman? Hvernig eiga nautið og hrúturinn saman? Það er allt sem mælir með RENAULT. <0> Kristinn Guðnason hf« Klapparstíg 27. — Sírni 21965. — Sporin liggja í kringum ákveð- inn blett, en það sézt bara ekki hvaða blettl — Ég get ekki gert að því, það setur að mér kulda, ég kann ekki við hálsband! Um augnhár gegnir að þvi leyti líku máli og um annan hárvöxt líkamans, að spretta þeirra er mjög misjöfn eftir einstaklingum og erf- itt að breyta nokkru um hana. En nú fást í flestum eða öllum snyrti- vöruverzlunum gerviaugnahár sem eru löngu komin í almenna notk- un. Þú ættir að geta bætt eitthvað úr vandræðum þínum með þeim. Skriftin er heldur óregluleg og erfitt að lesa mikið út úr henni, en segja mætti okkur að þú væri full hlédræg og kjarklítil. Ljón og stein- bukkur eiga að því leyti vel sam- an, að bæði eru mjög metnaðar- gjörn, og sýni þau hvort öðru til- litssemi og skilning er varla vafi á því að þau komist langt í sam- einingu. En munurinn á metnaði þeirra er einkum sá að Ijónið sæk- ist aðallega eftir þvi sem er innan sjóndeildarhrings, en steinbukkur- inn rýnir í myrkan og dulúðugan fjarskann. Hrútur og naut eiga fremur fátt sameiginlegt og eiga því oft í erfiðleikum með að ná saman, en takist það á annað borð verða þau hvort öðru oft að miklu liði. Næstum óþolandi Kæri Póstur! Ég sé að svo margir leita til þín í vandræðum sínum, svo að ég ætla að reyna að skrifa um vanda- mál mitt. Ég er svo til nýgift og er átján ára. Ég og maðurinn minn tókum í fóstur systurdóttur hans, sem er þriggja ára, hún á að vera hjá okkur í sex mánuði. En nú er svo mál með vexti að hún neitar að sofa ein í rúmi og heimtar að Undarlegt má það heita að mað- urinn þinn skuli hafa svo lítinn áhuga á að sofa hjá þér sem helzt má ætla samkvæmt þessu bréfi. Því fremur sem þið eruð nýgift. Okkur grunar því að það sé ekki litla telpan, sem sé helzti erfið- leikavaldurinn i sambúð ykkar, þótt svo kunni að virðast í augna- blikinu. Þú segir að hún verði hjá ykkur í sex mánuðr, það þýðir fjóra til fimm mánuði í viðbót. Það er ekki lengri tími en svo að þú ættir að geta beðið hann af þér — ef þú telur líklegt að þetta lagist alltsaman þegar þið verðið aftur tvö ein í bólinu. Svar til einnar óhamingjusamrar Samkvæmt íslenzkum lögum er ekki hægt að banna ykkur að ganga i hjónaband þótt þið séuð þetta mikið skyld. En hinsvegar er löngu vitað mál að viss áhætta fylgir skyldleikahjónaböndum, sem sé auknar líkur á því að einhverjir arfgengir kvillar, andlegir sem lík- amlegir, koma fram í afkvæmun- um. Með tilliti til þessa og eins hins hve ung þið eruð og óreynd (sérstaklega þó hann, eftir því sem lesa má á milli línanna), væri ráð- legast að þið biðuð eitthvað með að ákveða hvort þið verðið hjón og eignist börn. Spursmál er hvort þið þurfið endilega að hætta að vera saman fyrir því; nú á dögum á svoleiðis að geta gengið án veru- legrar hættu á að hlaða niður börn- um fyrr en maður vill. Hitt er líka athugandi hvort pilturinn er eftir allt saman mjög heppilegur lifs- förunautur alveg burtséð frá skyld- leikanum; sú mynd (óljós að vísu) sem bréfið gefur af honum er ekki ýkja geðsleg, en það getur auð- vitað allt stafað af æsku og 4 VIKAN i- tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.