Vikan - 07.01.1971, Síða 6
Hundrað
krónur breyta^engu
en Happdrætti SÍBS
getur breytt þeim
í milljón
Því ekki að nota möguleikana?
Einu sinni geturöu fengið heila milljón og
einu sinni hálfa. 10 hljóta 300 þúsund og
15 hreppa 100 þúsund, 500 manns fá tiu
þúsund og 1400 fimm þúsund.
Og 14473 sinnum sjá einhverjir að þeir
hafa hlotið tvö þúsund. Aldrei minna en
1000 vinningar á mánuði.
Auk þess Jeep Wagoneer Custom
— bifreið fyrir byggðir og óbyggðir,
vinnuna og fjölskylduna — tveir
bílar í einum. Sterk, rúmgóð og
kraftmikil bifreið sem kostar venju-
lega 570 þúsund, en verðmæti
hennar til vinningshafans verður
725 þúsund vegna sérstaks útbún-
aðar til öryggis og þæginda.
Dregið 11. janúar
þaö borgar sig
að vera meö
ER ÖRYGGI
Slysatrygging er frjáls trygging, sem hver einstaklingur á aldrinum 15 til 64 ára getur
keypt og fyrirtæki vegna starfsmanna sinna. Hún gildir í vinnu, frítíma og á ferðalögum.
Tryggingin er bundin við ákveðið nafn og bætur þær, sem hægt er að fá af völdum slysa,
eru þessar: Dánarbætur, örorkubætur og dagpeningagreiðslur. Tryggingaupphæðir geta
verið mismunandi háar eftir óskum hvers og eins, en dagpeningagreiðslur ætti að miða
við þau laun, sem viðkomandi hefur fyrir vinnu sína, en geta ekki orðið hærri en 1/2%
af örorkutryggingarupphæðinni.
Slysatrygging er jafn nauðsynleg við öll störf og slysin henda á öllum aldri.
Við getum einnig boðið SAMEIGINLEGA SLYSA- OG LÍFTRYGGINGU og SLYSA-
TRYGGINGU, sem eingöngu gildir í FRÍTÍMA.
Leitið nánari upplýsinga um SLYSATRYGGINGAR
hjá Aðalskrifstofunni eða umboðsmönnum.
ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500
SAMVINNUTRYGGINGAR
dreýmdi
Gifting / Með
hatursaugnaráði
Kæra Vika:
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig tvo drauma. Ég hef
áður sent þér draum, en fékk ekki
ráðningu þá, svo ég vona að það
verði nú.
1) Mér fannst ég vera í eldhús-
inu í hóteli sem ég vann á í sum-
ar. Vinkona mín stóð í dyrunum
og spurði hvað ég væri að gera.
Ég sagði henni að ég hefði lofað
að sjá um brúðkaup fyrir mann,
sem ég ætla að kalla A. Sjálfri
fannst mér að ég væri trúlofuð en
hann ætlaði að giftast annarri. Þeg-
ar vinkona mín vissi það fór hún
að staglast á því að það væri ég
sem hann ætlaði að giftast.
Ég bað hana að hætta að tönnl-
ast á þessari vitleysu, en hún hélt
áfram að segja: „Það ert þú, það
ert þú . . Innst inni í mér varð
ég fyrir vonbrigðum með að hann
ætlaði ekki að giftast mér.
Þessi maður er miklu eldri en
ég, ca. 7—9 árum. Þegar mig
dreymdi þennan draum hafði ég
aðeins talað við hann einu sinni
eða tvisvar, en nú þekki ég hann
vel.
Hinn draumurinn er svona:
Mér fannst ég vera að fara inn
til mín og stóð í. útidyrunum. Þeg-
ar ég leit út á götuna kom strákur
sem ég þekki (og vil kalla B) ak-
andi að á beinhvítum bíl. Hann
benti mér að koma og ég fór, með
hálfum huga þó, því mér er ekkert
um þennan strák.
Við settumst á grasið í garðinum
heima hjá mér en þar voru fyrir
tvær stelpur, önnur sat við hliðina
á mér en hin við hliðina á B. Mér
fannst hann ætla að segja mér eitt-
hvað sem hinar máttu ekki heyra
en ég sagði í sífellu ,,Ha?", þó
svo ég heyrði vel hvað hann segði.
Ég hallaði mér upp að honum og
stelpurnar litu á mig með miklu
haturaugnaráði.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Ein sem dreymir sjaldan.
Hvorugur þessara drauma boðar
nokkuð sérstakt, sem ekki hefur
þegar komið fram. Fyrri draumur-
inn var þér fyrir nánari kynnum
við þennan mann og sá siðari er
þér fyrir einhverjum smávægileg-
um erfiðleikum, sennilega í sam-
bandi við þennan strák. Þó skaltu
varast að láta aðra hafa of mikil
áhrif á þig i sambandi við hann,
því að öllum líkindum er hann
ekki eins slæmur og þú heldur.
Alhvítur klæönaður
Kæri draumráðandi:
Mér fannst systir mín og strákur-
inn sem hún er hrifin af, vera að
gifta sig. Þau voru klædd í hvít
leðurföt, hún í þröngri blússu nið-
ur í mitti, en fyrir neðan brjóst var
blússan fölbleik og þar yfir var
kögur. Hún var í midi-pilsi og hvít-
um leðurklossum með kögri og var
það bleikt. Hann var í hvítum leð-
urjakka með kögri, útvíðum bux-
um og hvítum skóm. Þá var hann
líka með rauða rós í brjóstvasan-
um og með bleika slæðu um háls-
inn. Hann leit brosandi niður lil
hennar og hún brosti á móti. Hann
hélt utan um hana.
Þín, 505.
Ef systir þín hefur ekki þegar
náð í þennan strák, þá er ekkert
líklegra en að hún geri það fljót-
lega. En draumurinn er meira fyrir
einhverjum veikindum systur þinn-
ar og kemur hann (strákurinn) til
með að reynast henni mjög vel —
þó ekki sé útilokaður sá möguleiki
að hann verði f'/rir einhverjum !ít-
ilfjöriegum krankleika sjálfur.
Svar til J“
Þessi draumur er þér ábending
um að alltaf er hægt að byrja upp
á nýtt, og þó illa hafi blásið fyrir
þér um stund, þarftu ekkert að
gera nema að ákveða við sjálfa
þig að nú ætlir þú að stappa í þig
stálinu. Okkur finnst á öllu að ef
þú getir það ekki þá geti það eng-
inn.
Svar til MF
Þessi draumur þinn er fyrir
skammvinnum veikindum, en þó
óljóst sé hvers, þá teljum við að
fljótlega fáir þú skyndilegar frétt-
ir af því að El sé töluvert veikur
og strax þar á eftir að honum sé
algjörlega batnað.