Vikan


Vikan - 07.01.1971, Síða 11

Vikan - 07.01.1971, Síða 11
ril skamms tíma var >tína mesta yrirmyndarbarn. En >íSustu mánuðina »r hún farin að hegða sér einkennilega ... ÞAÐ AÐ VERA SEX ÁRA Stína er orðin sex ára og hef- jr gjörbreytzt. Foreldrar henn- ir hafa miklar áhyggjur af áenni og velta því fyrir sér, að hvaða leyti þeim hafi mistek- izt við uppeldi hennar. Fyrir aðeins hálfu ári var hún hlýð- in og góð og veluppalin lítil stelpa. Hún klæddi sig sjálf á morgnana og sat kyrr við mat- borðið og borðaði fallega. Henni fannst gaman að fara í leikskólann og átti auðvelt með að blanda geði við hin börnin. Það voru í stuttu máli sagt allá engin vandamál í sambandi við hana. En síðustu mánuðina er hún farin að hegða sér ein- kennilega og móðir hennar furðar sig á, hvað geti eigin- lega gengið að henni. Hún er eirðarlaus og óþekk, henni finnst ekkert skemmtilegt leng- ur og hún er á móti flestum hlutum. Hún harðneitar að gera þetta og hitt, sem hún er beðin um. Henni finnst ekki einu sinni gaman í skólanum lengur. Stína litla skiptir ört um skap núorðið. Skyndilega er hún himinglöð og byrjar með ákafa að leika sér, en ef ekki gengur allt eins og í sögu og eitthvað smávægilegt er öðru- vísi en hún vill að það sé, þa er hún óðara komin í slæmt skap og hættir við allt saman. Ef hún situr til dæmis og er að raða upp púsluspili og finn- ur ekki eitt stykkið, þá missir hún þegar, þolinmæðina, grýt- ir púsluspilinu í allar áttir, kastar sér í gólfið og grenjar. Hún þolir ekki hið minnsta mótlæti. Stína litla veldur erfiðleik- um við matborðið. Hún getur ekki setið kyrr, ruggar sér sí og æ í stólnum. Hún leikur sér að matnum, hellir niður og missir hluti viljandi á gólfið. Hún virðist ekki geta haft við og börnin okkar neina stjórn á sér. Foreldrum hennar finnst þetta að vonum ærið skrítið. Stínu hafði farið fram jafnt og þétt, en nú virðist henni skyndilega fara hröðum skrefum aftur. Þegar Stína á að klæða sig á morgnana, kemur oft fyrir, að hún situr lengi með annan sokkinn í hendinni. Hún er orð- in svo sein í hreyfingum og henni veitist allt svo erfitt, sem hún gat auðveldlega gert áður. Þótt mamma hennar reki á eft- ir henni og skammist, þá situr hún bara kyrr og virðist vera að láta sig dreyma eitthvað. Hún skilur hluti eftir hér og þar, man ekki hvar hún lætur þá frá sér og finnur svo ekk- ert, þegar hún þarf á því að halda. Mamma hennar verður að hjálpa henni að leita dag út og dag inn, en áður var það svo, að iðulega fann Stína hluti, sem móðir hennar var búin að gleyma, hvar hún hafði látið frá sér. Samkomulagið milli Stínu og leikfélaga hennar fer alltaf versnandi. Hún vill ráða yfir þeim og stjórna þeim og ef hún fær það ekki, þá vill hún ekki leika sér við þá. Annaðhvort fer hún heim í fýlu og klagar eða leikfélagarnir fara burt frá henni. Hvert smáatriði virðist geta orðið að deiluefni, og foreldr- ar Stínu eru alveg að missa þolinmæðina. Þar við bætist, að Stína er að missa barna- tennurnar og gerir mikið veð- ur út af því. f hvert skipti, sem hún missir nýja tönn, ætlar allt af göflunum að ganga. Ef mamma hennar biður hana að hjálpa sér eitthvað smávegis, þá vill hún ekki gera það. En svo getur hún komið seinna af sjálfsdáðum og boð- ið henni aðstoð sína. Henni virðist vera mikilvægast, að ekkert sé sagt við hana og hún sé ekki beðin um neitt. Gagn- rýni og skammir þolir Stína alls ekki. Hún er afar viðkvæm fyrir hvers konar aðfinnslum. —O— Þetta vandamál, sem skýrt er frá hér að framan, var lagt fyrir kunnan sænskan barna- sálfræðing, Lillian Gottfarb, og fer útskýring hans á hegð- un Stínu litlu hér á eftir: Sex ára aldur barnsins er erfiður. Mörgum foreldrum finnst hann erfiðasti aldur barnsins. Foreldrar eiga að vonum erfitt með að sætta sig við þrjózku barnsins og sífelld- an mótþróa. Það hlýðir ekki Framhald á bls. 43. i. tbi. VIKANll

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.