Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 21
Hin ævaforna list Yoga hefur verið stunduð og umtöluð í alda-
raðir, og áður og fyrr var venjulega einhver leynd yfir því. En
upp á síðkastið hafa indverskir meistarar (guru) og lærisveinar
þeirra kennt þessa list og skólar og félög hafa verið stofnuð víða
um heim, svo að nú, á tuttugustu öldinni, er þetta orðin „ný“ leið
til að æfa, liðka og viðhalda eðlilegri fegurð mannlegs líkama.
Þeim konum fjölgar óðum, sem leggja stund á Yoga, og marg-
ar æfa hinar mjúku hreyfingar til að öðlast yndisþokka, fagurt
hörund og líkamsvöxt.
Það er líka athyglisvert að þeir sem iðka Yoga af alvöru, að
hugarró fylgir í kjölfar þess að líkaminn losnar úr viðjum.
Anne Harris, sýningarstúika í New York, er ein þeirra sem
stunda Yoga. Hún fer einu sinni í viku á námskeið í Hatha Yoga.
Hún segir: „Undirstaða í Hatha Yoga er að finna samruna hugar
og likama. Það er ekkert leyndardómsfullt að æfingarnar beina
huganum að því sem líkaminn gerir“.
Það eru engin aldurstakmörk sett þeim sem stunda vilja Yoga,
en æfingarnar ætti alltaf að gera í einrúmi, á sama tíma dagsins
og í hálftíma í einu. Það þarf engan sérstakan útbúnað, aðeins
mottu eða teppi og föt, sem ekki hefta hreyfingar líkamans.
Auðvitað verður að fara hægt af stað, en með æfingunni verð-
ur líkaminn liðugri og fljótlega sýnir það sig líka að skýr hugs-
un fylgir frjálsum líkama.
Hér fylgja nokkrar myndir af Anne við æfingar sínar:
Fyrst sýnir Anne hryggvindu
(Spinal Twist), sem styrkir
bakið og hryggsúluna. Hún
situr flötum beinum (1),
leggur hægri fót yfir vinstra
hné (2). Styður hægri hand-
legg fyrir aftan bak til jafn-
vægis, lyftir vinstri handlegg
og leggur hann yfir hægri
fótlegg (3). Snýr höfðl og
búk eins langt til hægri og
mögulegt er (4). Snýr við (5).
Anne sýnir fiskæfinguna, sem er fyrir þá sem
lengra eru komnir. Byrjendur ættu að fara var-
lcga við þessa æfingu. Hún situr á gólfinu, mcð
krosslagði fætur og þráðbeinan hrygg (1), hallar
höfðinu hægt aftur á bak (2—3), setur hendurnar
neðarlega á mjaðmirnar og hallar höfðinu hægt
aftur á bak, þar til það hvílir á gólfinu (4—5).
Spennail á hálsinum linast þegar stríkkar á brjóst-
og læravöðvum. „Að einbeita sér við Yogaæfing-
ar má likja við það þegar barnið reynir að taka
fyrstu skerfin," segir Anne. Fólki er bent á að
fara í Iæknisskoðun, áður cn það reynir við Yoga,
reyndar gegnir sama máli með aliar líkamsæfing-
ar, ef heilsan er ekki góð cða líkaminn nægilega
stcrkur.
Anne sýnir líkamsteygjur (Pos-
terious Strech), sem styrkja
bak-, leggja- og magavöðva. —
Með hægum, þokkafullum hreyf-
ingum rís hún hægt upp, með út-
rétta arma, teygir þá upp og
haliar sér svo hægt fram, þar
til hún snertir tærnar með fingr-
unum, beygir sig þvínæst áfram
þar til andlitið nemur við hnén.
Flestir byrjendur ná aðeins nið-
ur fyrir hnén eða að kálfunum,
fyrst í stað, en smám saman
verður auðvelt að ná til tánna.
Aðalatriðiö cr að slaka á vöðv-
unum, ekki að strekkja þá.
Annc sýnir Lotusæfinguna,
sem er hin klassiska hugleið-
ingastelling Yoga, scm tekin
er í þrem áföngum. Hún sit-
ur flötum beinum, leggur
hægri fót yfir að vinstri
mjöðm (1), síðan vinstri fót að
hægri mjöðm (2), með hælana
eins fast að búknum og mögu-
legt er, þrýstir hnjánum fast
aö gólfinu og myndar hægt
Lotusstcllinguna (3). Höfuð-
staða styrkir bak-, háls- og
axlarvöðva. Örvar blóðrásina.
Þessi æfing er aðeins fyrir þá
scm lengra eru komnir.