Vikan


Vikan - 07.01.1971, Qupperneq 29

Vikan - 07.01.1971, Qupperneq 29
myndi falla vel í smekk Wills. En á næsta andartaki sá ég hvað stóð undir myndinni: „Fyrir táninga“. Það kom eins og rothögg. Ég fleygði blaðinu frá mér með viðbjóði á sjálfri mér og gekk að speglinum. — Fíflið þitt, sagði ég við spegilmynd mína. - Þú ert í meira lagi geggjuð? Þú gengur um í dag- draumum eins og skólastelpa og hrærist til tára yfir því að einhvern skuli langa til að sjá þig í kjól! „Fyrir táninga". — Það er svo sem eftir þér. Svo sneri ég ljósinu yfir speglinum svo ég gæti séð hverja einustu hrukku og hvert grátt hár. Ég gerði allt til að kvelja sjálfa mig. Að ég skyldi ekki vita að það gerði illt verra að flýja af hólmi! Ég hélt að ég hefði gott af því að fara til borgar- innar með Roger og vera þar í nokkra daga. Það gæfi mér svigrúm til að jafna mig, það gæti verið gott að hitta fólk „úr okkar hópi“. En nú veit ég sannarlega ekki hvaða fólk er „úr okkar hópi“. É’g fór í búðir og keypti ým- islegt sem mig vanhagaði um, meðal annars laglegan kjól fyr- ir miðaldra konu og um kvöld- ið vorum við boðin í miðdegis- verð hjá starfsbróður Rogers. Það var ljómandi vistlegt á heimili þeirra hjóna, en ég átti erfitt með að fylgjast með sam- ræðum. Þau spurðu auðvitað hvernig við kynnum við okkur í sveitinni og ég fann allan tím- ann að mig langaði til að lýsa því með orðum Wills. Það var hann sem var búinn að kenna mér að þekkja þessa villtu nátt- úru, kenna mér nöfnin á smá- gerðum vorgróðrinum, kenna mér að þekkja sundur fugla- tegundirnar og segja mér allt um sögu héraðsins. Ég fann að ég titraði og beit á vörina. Nóttin á hótelinu var ennþá verri. Hún ætlaði aldrei að taka enda. Ég settist við gluggann og horfði út í vornóttina. Hin- um megin við götuna hallaði maður sér upp að ljósastaur, og þótt ég vissi að það væri al- veg fráleitt, þá datt mér í hug að Will hefði elt okkur, til að vera nálægt ef ég þyrfti á hjálp hans að halda. Ég fékk ákafan hjartslátt, og það varð mér mik- ill léttir að maðurinn gekk niður götuna. Ég var svo áköf í að kom- ast heim, að hádegisverðurinn, sem við neyddumst til að borða á leiðinni var mér hreinasta kvöl. Sg reif í mig matinn og varð að taka á allri minni þol- inmæði meðan Roger drakk kaffið og reykti sígarettu. Þeg- ar við vorum um það bil að koma heim, kom hellidemba, reglulegt vorregn og það sem eftir var af leiðinni ókum við gegnum hreinþveginn vorgróð- urinn. Ég gaf mér ekki tíma til að hengja upp ferðafötin, eins og ég þó hafði gert alla mína ævi, heldur flýtti ég mér, strax og ég var búin að hafa fataskipti, út í hlöðu. Þar stóð Will og beið eftir mér. Hann breiddi faðminn móti mér og það var eitthvað svo eðlilegt að ég flýtti mér til hans og hvíldi við barm hans, umvafin þessum sterku örmum. Það var líka einfalt og eðlilegt að mæta vörum hans og strjúka blíðlega niður axlir hans. Lík- ami hans skalf við þessa ástríðu mína, ástríðu svo sterka að ég læsti nöglunum inn í hold hans. Ég lokaði augunum og sá ekk- ert annað en rauð ský og titr- aði svo ofsalega, að ég hefði fallið um koll, ef Will hefði ekki stutt mig, hann fann að ég var að drukkna í þessum ástríðuofsa. Hann vafði mig örmum, óendanlega blíðlega. — Ég skal styðja þig, sagði hann, — ég missi þig ekki. Máttlaus og hrædd við sjálfa mig hvíldi ég um stund við brjóst hans og fór þá að geta náð andanum, en titringurinn í örmum mér vildi ekki hverfa. —■ Segðu þetta aftur, sagði ég, því að þetta voru einmitt orðin sem ég hafði þráð að heyra allt mitt líf. Og þetta er það sem ég þrái ennþá að heyra, núna, þessa ömurlegu daga, miklu frekar en at- lot, frekar en að fá að seðja ástríðuhungur mitt. Hvíla í örmum hans og heyra hann segja: — Ég missi þig ekki. Hann kyssti mig blíðlega á ennið. —■ Ég sleppi þér ekki, hvíslaði hann. — Ég fann strax hve sterkt þetta var í þér, fyrsta skipti sem ég sá þig. Ég fann það. En nú, þegar ég veit það, þá get ég beðið í það óendanlega. Vertu ekki hrædd, ég gæti aldrei gert þér nokkurt mein. r Eg reyndi að neita þessu ástandi fyrir sjálfri mér, reyndi að gera minna úr því, eyðileggja það á næstu vikum. — Nei, Will, nei, þetta er að- eins ímyndun, sagði ég. Þetta er allt ímyndun. Þú veizt að flestar miðaldra konur fá stundum svona grillur og missa glóruna. Þú mátt ekki taka þetta alvarlega, því að þetta er aðeins stundarfyrirbrigði.... Hann lét mig halda áfram, þolinmæðin uppmáluð, jafnvel kíminn, svo rétti hann út hönd- ina og dró mig að sér. Og um leið og hann snerti mig, hvarf mér öll skynsemi og ég titraði hjálparvana. — Þú segir að þetta sé ímyndun, sagði hann. Augu mín fylltust tárum, þegar mér var ljóst hve hrap- allega mér hafði skjátlazt og ég hörfaði undan honum. — Við gátum ekki forðazt þetta, sagði hann. Framhald á bls. 45 Á göngu í vorregmnu 1. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.