Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 31
Ringulrcið á íslenzkum hljómleikum. Allt er i óefni fram á síðustu stundu — og oft lengur. fyrir því að þeir eru mjög upp á okkur komnir, og við, fólk- ið í landinu, styðjum þá ekki nema þeir geri vel. Og ef fólk vill fá einhver nöfn, dæmi um það hverjir gætu gert þetta, þá dettur mér strax í hug Karl Sighvatsson og nægir að benda á meðferð hans á Pílagríma- kórnum því til stuðnings. Að vísu er það ekki dæmigert fyr- ir það sem ég er að tala um, en Karl leggur mjög hart að sér við námið þessa dagana og ég hef lúmskan grun um að hann sé eitthvað að fást við al- varlegar tónsmíðar. Svo eru þeir margir fleiri sem gætu þetta. Og fyrir utan það að þetta væri gaman og gott, gæti þessi aðferð orðið til þess að koma íslenzkri popptónlist á fram- færi á alþjóðamarkaði. fslenzk popptónlist hefur frá upphafi fylgt þeirri línu sem helzt hef- ur verið ríkjandi (og yfirleitt aðeins á eftir, þó nú sé að verða breyting á því) og er því ekki tími til kominn að við förum að senda eitthvað frá okkur sjálfir? fslenzk eldfjalla-, jökla- og hveratónlist gæti orðið heil- mikið fyrirtæki. Aðalatriðið í því sem ég hef verið að fara hér að framan, er að skapend- ur popptónlistar á fslandi eiga ekki lengur að láta sér nægja að vera þiggjendur. Annað atriði er það sem mig hefur lengi langað til að koma inná, og það er hljómleikahald á fslandi. Hér hafa oft verið haldnir hljómleikar og í seinni tíð hafa þeir undantekningar- laust verið lélegir — ég er að tala um popptónleika — því markmið þeirra sem að sam- komunum hafa staðið hefur alltaf verið að græða peninga. f viðtölum bæði í Vikunni og öðrum blöðum hafa hljóm- sveitir oft látið að því liggja að þeir séu orðnir leiðir á öllu þessu hljómleikastandi þar sem yfirleitt séu aðstandendur ein- hverjir misjafnir karakterar sem hugsi fyrst og fremst um sinn eigin hag og þá má þeim vera skítsama hvernig tónlist er flutt. Undanfarið hef ég ver- ið að kanna undirtektir hljóm- listarmanna við þessari tillögu —■ og fengið mjög jákvæð svör: Haldnir verði hljómleikar í vor, með 4—6 hljómsveitum. Aðgangseyrir skal verða eins lítill og hægt er, rétt fyrir húsa- leigu og sköttum, og ef nægi- lega hentugt húsnæði fæst, ætti það ekki að verða meira en 100 krónur. Allir aðilar, sem að þessum hljómleikum myndu standa, gæfu sína vinnu — enda geta hljómsveitir aflað síns fjár á dansleikjum þar sem þær flytja „top 20“. Þá yrði þess krafizt að a. m. k. 75% af því efni sem þessar völdu hljómsveitir flyttu á umrædd- um hljómleikum, væri frum- samið og með íslenzkum text- um. Það er fyrst á svona hljóm- leikum sem raunveruleg geta kemur fram, því — með fullri virðingu fyrir öllum sem í hlut eiga — hafa íslenzkar hljóm- sveitir gert fátt eitt annað á hljómleikum en að stæla aðr- ar hljómsveitir erlendar, og því mætti athuga möguleika á ein- hvers konar kosningu þarna. En hvaða hljómsveitir ættu þá að koma fram á þessum hljómleikum? í fyrsta lagi yrðu það aðeins hljómsveitir sem hafa nægilegt magn af frumsömdu efni, í öðru lagi vinsælar hljómsveitir og í þriðja lagi hljómsveitir sem Framhald á bls. 32. „Jam-session“ á hljómlcikum í Húsafelli síðastliðið sumar: Meira af slíku. 1-tw. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.