Vikan - 07.01.1971, Síða 39
znHussi
ER BEZTA VALIÐ
7 mismunandi gerðir með og án djúpfrystis.
Zanussi hefur framleitt rafmagnsáhöld f meira en hálfa öld og hafa þegar
framleitt meira en 10 milljón véla Firmað hefur viðskipti við 120 lönd víða
úti í heimi. Tækninýjungar sitja í fyrirrúmi hjá ZAIMUSSI.
iLiyiKifii inie
SNORRABRAUT 44 SÍMAR 16242 15470.
Kæliskápar
gert neitt fyrir hann. Ég hafði alls
ekki unnið fyrir þeim.
— Nei, það er hverju orði sann-
ara, sagði Ingigerður þurrlega. —
En hvers vegna skyldir þú ekki
taka við þeim? Ef þessar hundrað
krónur væru enn í veskinu hans,
þá mundi enginn n|óta þeirra. En
við þurfum á þeim að halda.
— Ef til vill á hann konu og
börn, sem nú hafa þörf fyrir hvern
eyri af því, sem hann átti.
— Hann Sixten Strömberg! Nei,
vertu ekki svona heimsk, Mikaela.
Þú þekktir hann ekki, en það gerði
ég. Og það veit hamingjan, að
hann var sko ekki spar á pening-
ana sína. Annan hvern mánuð var
hann hérna í Stokkhólmi og lifði
eins og greifi. Það var leiðinlegt,
að þetta skyldi þurfa að gerast
einmitt f gærkveldi. En nú er hann
dauður og það gagnar lítið, þótt
við syrgjum hann. Hann lifnar ekki
við fyrir það. Hvað er að þér, Mika-
ela? Er þér illt?
— Mér er svo hræðilega kalt,
hvíslaði Mikaela. — Og svo er ég
komin með ákafan höfuðverk.
Ingigerður horfði rannsakandi é
hana. Síðan stundi hún þungan og
sagði:
— Farðu strax í rúmið! Ég skal
bæta á kamínuna, svo að það verði
vel heitt í herberginu. Þú hlýtur
að hafa ofkælt þig í gærkveldi.
— En ég get ekki lagzt í rúríiið
núna. Ég á að mæta í tíma klukkan
tólf til að kenna stelpunni hans
Bengtsons.
— Á sunnudegi?
— Já, þú veizt, sagði Mikaela
og reyndi að brosa. — Pabbi henn-
ar vill vera heima og fylgjast með
tímanum. Hann segir, að ég haldi
engum aga. Og kannski hefur
hann rétt fyrir sér.
— Ég skal fara til Bengtsons,
þegar ég fer að senda skeytið á
eftir og tilkynna, að þú sért veik.
Ó, bara að ég hefði ekki lofað að
hitta Birgi í dag! Þá gæti ég farið
strax til Gautaborgar. Birgir ætl-
aði heim á morgun og þetta leið-
indaatvik með Strömberg gerir það
auðvitað að verkum, að hann þarf
að vera á eilífum þönum í allan
dag. Bara að mér takist nú að hafa
upp á honum!
Mikaela skalf. Aftur var hugur
hennar allur á valdi þess, sem Ingi-
gerður vildi ekki skilja eða lét að
minnsta kosti eins og svo væri.
— En þú veizt ekki einu sinni
hvar hann á heima. Þú veizt ekki
einu sinni, hvort hann heitir Birgir
Rosén i raun og veru. Þú veizt yfir-
leitt ekkert um hann.
— Byrjar þú enn, sagði Ingi-
gerður sárreið. — það er að
minnsta kosti stórt B fsaumað í
jakkann á náttfötunum hans. Svo
mikið veit ég þó! Náttfötin hans
eru líka ótrúlega falleg, enda hef-
ur hann góðan smekk.
— Ingigerður! Hvernig get-
urðu . . .
— Ég fæ ekki séð, að nein
ástæða sé til þess að hneykslast á
þessu.
— Ég . . . ég veit ekki . . .
Mikaela gafst upp við að rök-
ræða við vinkonu sína. Hún lagði
árar í bát og hélt áfram:
— Þú hefur líklega rétt fyrir þér.
Ég tala of mikið. En mér líður svo
illa. Ég skammast mín svo hræði-
lega fyrir þetta allt . . .
— Komdu þér nú í rúmið, sagði
Ingigerður. — Svo skaltu taka
svefntöflu og sofa vel út.
— Ég sá leikrit einu sinni, sagði
Mikaela allt í einu. — Ég man ekki
hvað það heitir en það fjallaði um
mann, sem hélt að hann hefði
myrt annan mann, þótt hann hefði
alls ekki gert það. Og ég man, að
hann bað til guðs, að hann stöðv-
aði heiminn og lofaði honum að
lifa fortíðina á nýjan leik.
— Þetta leikrit hét Silfurprins-
inn. En hvað kemur það þessu
máli við?
— Ég mundi vilja fá að byrja
upp á nýtt, sérstaklega vildi ég
láta þurrka út síðustu sex mánuð-
ina. Ég vildi fá að lifa aftur þann
tíma, þegar mamma var enn á Iffi
og framtíðin virtist brosa við mér.
Ef- ég hefði vitað þá það sem ég
veit nú, — þá hefði ég kosið að
fá að deyja með henni.
— Það mætti halda, að þú hefð-
ir framið afbrot. Þú hefur alls
enga ástæðu til að iðrast. Þú hef-
ur ekki gert nokkrum manni illt.
— Ekki nema sjálfri mér.
Ingigerður stundi þungan aftur.
— Þú ert veik! En komdu nú f
rúmið, sofnaðu og þá verður þú
hress og kát, þegar þú vaknar
aftur!
En Mikaela varð ekki hress og
kát, þegar hún vaknaði aft-
ur. Hún varð fárveik, hversu
veik vissi hún varla sjálf. Ingigerð-
ur fór til Gautaborgar, svo að það
var enginn til að annast hana, eng-
inn, sem heyrði óráðshjal hennar,
pegar hitinn var sem mestur. Oðru
hverju bráði þó ögn af henni, svo
i. tbi. VIKAN 39