Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 46
VOLKSWAGENEIGENDUR
Höfum fyrirliggjandi:
BRETTI - HURÐIR - VÉLALOK
OG GEYMSLULOK
á Volkswagen í allflestum litum.
Skiptum á einum degi meS dags-
fyrirvara fyrir ákveðið verð.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
BIIASPRADTÖN
GARDABS SIGMDNDSSONAR
Skipholti 25 - Símar: 19099 og 20988
En svo datt mér í hug að
gera hann hræddan, láta hann
missa jafnvægið, þá hlaut þessi
töfrahringur að rofna.
— En þú heldur þó ekki í
alvöru að ég geti fleygt mér út
í ástarævintýri með þér og
haldið áfram að búa með Ro-
ger í hjónabandi, sagði ég. —
Hugsaðu þér bara ef hann
kæmi hingað núna og sæi okk-
ur vera að kyssast? Hvert
myndir þú fara með mig?
Nú, hugsaði ég, nú sýnir það
sig hvern mann hann hefur að
geyma, nú fæ ég að sjá hann
sem kvennaflagara og þá er
mér borgið.
— Þú hefur á réttu að
standa, sagði hann. — Við
neyðumst til að fara héðan.
Fólkið hér í sveitinni myndi
gera þér allt til miska og það
gæti ég aldrei þolað.
— Hvert ættum við þá að
fara? spurði ég og skammaðist
mín fyrir það hve rödd mín
var köld og grimmileg.
— Ja, líklega verðum við að
fara til Pittsburgh, sagði hann,
— þar er stálver, eða til De-
troit, þar eru bílaverksmiðj-
urnar, eitthvert þar sem ég get
fengið vinnu.
Og ég hafði haldið að hann
gæti breytzt! En nú sá ég
þess í stað mynd af Will,
þar sem hann var fluttur frá
hæðunum hér, sem hann elsk-
aði, að færibandi í óhreinni og
illa þefjandi borg. Eg sá hann
koma frá verksmiðjunum, að
vinnutíma loknum, með matar-
boxið í hendinni og ég mundi
vel hvað hann hafði sagt mér
áður: „í Detroit sá maður al-
drei til himins og ég var til-
neyddur að láta ókunnan mann
vísa mér til vegar. Mig lang-
aði til að brjóta upp gangstétt-
ina með berum höndum“.
— Ó, fyrirgefðu mér, Will,
sagði ég. — Viltu fyrirgefa
mér. Sg var aðeins að leggja
fyrir þig þolraun og það var
Ijótt af mér. Eg hef ekki hugs-
að mér að yfirgefa Roger.
En það var eins og hann
heyrði ekki til mín, hann var
svo sokkinn í hugsanir um
framtíð okkar.
— Ef það væri aðeins spurn-
ingin um að vinna, þá get ég
það, frekar öllum. Eg gæti
þrælað allan daginn, þrælað
svo að ég gæti rétt skriðið
heim, en ef þú stendur þar og
bíður eftir mér, þá þarf ég að-
eins að horfa á þig í eina mín-
útu, til þess að geta byrjað upp
á ný.
— Hættu, Will, sagði ég, —
þú verður að hætta þessu rugli.
Það verður aldrei þannig. Á
mínum aldri er maður skyld-
ugur til að nota dómgreind
sina. Ég verð að hætta að hitta
þig-
— Á ég ekki að fá að hitta
þig? sagði hann með slíkri ang-
ist í röddinni að ég sagði: —
Jú, ég á við að við hættum
að hittast í nokkra daga. Eg
verð að fá næði til að hugsa
um þetta.
— Ef þú vilt hafa það þann-
ig, sagði hann. — Náungi þarna
í þorpinu hefur verið að suða
í mér til að fá mig til að draga
rafmagn í húsið hans. Það tek-
ur sjálfsagt eina tvo daga. En
þú getur að minnsta kosti lofað
því að hugsa til mín á meðan.
— Það er nú einmitt það sem
ég ætla að reyna að gera ekki,
sagði ég, — en það verður erf-
itt.
— Svo er það nokkuð ann-
að sem þú verður að lofa mér,
sagði hann. — Þú mátt ekki
trúa öllu því sem sagt er um
mig hér í sveitinni. Eg veit vel
að það hefur verið sagt að ég
elti hvert pils. Það er konan
sem finnur þetta upp, allt sam-
an, en hvers vegna hún gerir
það veit ég ekki, því það er
henni sjálfri til skammar. En
það er ekki eitt einasta orð af
því satt; þú verður að lofa því
að trúa mér.
— Þú getur verið viss um
það, Will.
essir tveir dagar voru óend-
anlegir, ég gat ekki fengið
mig til að gera nokkum
skapaðan hlut, ég gat ekki einu
sinni sofið eða lesið. Eg sá
svört augu Wills á hverri blað-
síðu. Eg heyrði blístrið, ég fann
hvert einasta atlot og gælu. Að
kvöldi annars dags var ég al-
gerlega uppgefin eftir þessa
spennu. Þegar ég hugsaði til
þess að ég gæti átt eftir sólar-
hrings kvöl ennþá, vissi ég
ekkert hvað ég átti að gera.
Eg beindi allri athygli minni
að hljóðunum, einhverju sem
gæti táknað að hann væri kom-
inn aftur.
Roger sat við vinnu sína í
dagstofunni, en ég reyndi að
finna mér eitthvað til í eld-
húsinu, þar gat ég séð ljósið
frá jeppanum þegar hann kom.
Að lokum gafst ég upp og fór
í bað. En ég varð ekkert syfj-
aðri við það, mig hryllti við
að fara í rúmið. É'g fór í nátt-
kjól og morgunslopp og sett-
ist inn í stofu. Eg man að ég
var að hugsa um að skrifa
bréf, en ég var ekki byrjuð á
því þegar barið var að dyrum.
Gleðin var næstum búin að
kæfa mig, þegar ég hljóp til
dyranna til að opna.
Það var „Strákurinn" sem
kom inn í eldhúsið. Hann
stjakaði við mér, svo hann
gæti lokað dyrunum að baki
sér, og þetta skeði svo hratt
að ég var ekki búin að átta mig
á því að þetta var ekki Will.
Framhald á bls. 50.
46 VIKAN i- tbi.