Vikan


Vikan - 07.01.1971, Side 49

Vikan - 07.01.1971, Side 49
Svör við hvar, hvenær og hvernig: •U0UUV nujgjo e jppu0 U9jjqjg *j0quj04d0S J0 jisn9q 9 9SS0Ujssoj>j 'J9>jspu9r JJ|j-0 J0 p| 9>JS9JBSUJ9UJ0J-| UJ>J9g •U9|sj>j9d-jn|snv j J9 9DD9Q u;6jog Grace og Gregory svífa í dansinn Nýlega var haldinn dansleikur í Monaco til styrktar Rauða Krossin- um, og auðvitað voru furstah|ónin viðstödd. Ekki er vitað hvar Rainier hélt sig þegar þessi mynd var tek- in af Grace furstafrú og Gregory Peck, en þau skemmta sér greini- lega prýðilega. Skyldu þau vera að tala um kvikmyndir og gamla daga? Þessi árlegu böll í Monaco eru mikill viðburður fyrir fólkið í frétt- unum og haft er fyrir satt að ómögulegt sé að gizka á verðmæti skartgripanna, sem þar sjást um arma og hálsa glæsikvennana. H .YÍr*» H 1 lHi myndasafn vikunnar Myndir voru fátíðar í íslenzkum blöðum til skamms tíma. Mest var lagt upp úr lesmáli, enda mynda- mót rándýr. í myndasöfnum blað- anna er þó til talsvert af gömlum og skemmtilegum Ijósmyndum, sem eru orðnir sögulegir gripir nú. Nokkrar slikar er að finna í mynda- safni Vikunnar, og er ætlunin að birta sumar þeirra á þessari opnu. En sá hængur er á, að skýringar vantar með flestum myndanna og erfitt getur reynzt að hafa upp á réttum nöfnum á fólki og stöðum. Við viljum því beina þeim tilmæl- um til lesenda, að þeir hjálpi okk- ur í þessum efnum. Einnig þætti okkur vænt um, ef þeir sendu okkur gamlar myndir, sem þeir kunna að eiga í fórum slnum. Og hér kemur þá fyrsta myndin, og er hún eins og sjá má af manni á hestvagni. Hið eina sem við vit- um um hana er, að hún er tekin af bandaríska hernum einhvern tíma á hernámsárunum og líklega einhvers staðar nálægt Reykjavík. Ef einhver lesandi veit nákvæm- lega hvar myndin er tekin eða þekkir manninn, sem stendur á hestvagninum, þá ætti hann að segja okkur frá því með því að hringja eða senda okkur línu. 10 ára stúlka ætlar aS verða rithöfundur Stúlkan heitir Silja Polzin og á heima í Heidelberg. Móðir hennar heldur því fram að hún sé yngsta skáldkona Þýzkalands. Móðirin, sem hefir svona mikið álit á dóttur sinni er ættuð frá Linz, og hún reyndi á sínum yngri árum að gefa út bækur, sögur og Ijóð, undir dulnefninu Elisabeth Alexander. Nýlega las hún upp sögu eftir sig í almenningsgarði í Heidelberg, til að auglýsa bækur sínar. Silja er í sjötta bekk í barna- skóla. Hún er glaðlynd telpa, fær mjög venjulegar einkunnir og hef- ir eins og aðrir jafnaldrar mikið dálæti á tyggigúmmíi, dýrum og sjónvarpi. Móðir hennar fékk ungan kunn- ingja sinn, Jochen Sommer, sem er sölumaður hjá útgáfufyrirtæki, til að koma Silju á framfæri. Hún hefir mikla kímnigáfu og kom fram í útvarpi í Köln, þar sem hún sagði sögur eftir sjálfa sig. Sommer sendi handrit hennar til bókmenntafræðings í Götting- en, sem fannst handritið athyglis- vert. Sommer hefir nú gefið út eina bók eftir Silju. Reyndar er það ekki algert einsdæmi, að börn á þessum aldri geti sagt skemmtilega frá; þess er skemmst að minnast árið 1956, þegar franska undrabarnið Minou Drouet, sem var aðeins ellefu ára, gaf út bók, sem mikla athygli vakti, r —\ vísa vikunnar Anda napurt oft ég finn, auðnu tapast vegur. Asnaskapur allur minn er svo hrapallegur. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga. 1. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.