Vikan


Vikan - 07.01.1971, Qupperneq 50

Vikan - 07.01.1971, Qupperneq 50
f NÆSTU VIKU Aldrei aftur í fegurðarkeppni Anna Scheving, fegurðardrottningin okkar frá í fyrra, var fulltrúi íslands í hinni frægu keppni um titilinn „Miss World", þegar rauð- sokkurnar gerðu uppsteyt. í viðtali við Vik- una segir hún meðal annars, að hún ætli aldrei framar að taka þátt í fegurðarkeppni. Þegar barnið vill ekki borða í fyrsta þætti Vik- unnar um uppeldis- mál var sagt frá hin- um erfiða sex ára aldri. Nú víkur sög- unni að því, þegar barnið vill ekki borða. Allir uppal- endur hafa ein- hvern tíma glímt við það vandamál. En hvað veldur því? Smásögur eftir Nóbels- skáldkonur Frá upphafi hafa sex konur hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels. Vikan mun á næstunni birta smásögur eftir þær allar. Fyrst birtum við sögu eftir Pearl S. Buck, en hún fékk Nóbelsverð- laun árið 1938. í hjólastól upp að altarinu Jólin urðu henni sannkallaður gleðitími. Hún var lömuð upp að mitti og dvaldist á sjúkra- húsi til endurhæfingar. Einn af læknunum ók henni í bæinn til þess að hjálpa henni að gera jólainnkaupin. Sú ferð hafði giftusam- legar afleiðingar. Þau urðu ástfangin og eru nú lukkulega gift. Þannig hófst lífið Svo nefnist athyglisverð grein, sem birtist í tveimur næstu blöðum. Hún segir frá nýjustu hugmyndum vísindamanna um það, hvernig lífið varð til í árdaga. Kenningar hins kunna vísindamanns, Cyril Ponnamperuna, sem mik- ið hefur verið í kastljósinu að undanförnu, koma þar mikið við sögu. Hún vill ekki verða ekkja I þrettán ár hefur Joan Bennet verið gift Edward, yngsta Kennedy-bróðurn- um og hinum eina, sem enn er á lífi. I nýlegu viðtali við bandarískt blað seg- ist hún ekki vilja verða ekkja, eins og Ethel og Jacqueline. HITTUMST AFTUR - í NÆSTU VIKU Það var sterkur vínþefur af honum. — Þú hefur líklega átt von á pabba gamla. Þess vegna ertu í þessum fína slopp. Hann reif frá mér sloppinn og góndi á náttkjólinn. — Hugsa sér, svona fín í háttinn! sagði hann. Hvers vegna æpti ég ekki? Hvers vegna kallaði ég ekki á Roger? Var ég að hlífa Will við þeirri smán að láta Roger sjá strákinn í því ástandi sem hann var í? Eða var það sekt- artilfinning, að ég væri hrædd um að strákurinn hefði njósn- að um mig og föður hans? Eg hörfaði nokkur skref aftur á bak og vafði sloppnum um mig. Hvað viljið þér mér? sagði ég. — Faðir yðar er ekki hér. Ég veit það, sagði hann, - ég var búinn að kynna mér það. Hann hló svo illskulega og kom svo nálægt mér að mér varð flökurt af brennivínsþefn- um. — Hvað ég vil? Það skal ég segja þér. ég vil fá það sama og pabbi. Ég ætla að liggja með þér, það hef ég hugsað mér. — Þér eruð drukkinn, sagði ég. — Komið yður út. Maður- inn minn er í herberginu hér við hliðina. — Þess vegna hvíslar þú, eða hvað? sagði hann hlæjandi og setti fingur á varir sér. Svo sagði hann lágt: — Við látum hann ekki heyra í okkur. Svo hallaði hann sér nær. — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af honum. Eg sá hann gegnum gluggann, hann sefur eins og steinn. —■ Viljið þér ekki fara með góðu. Þetta er ekki eins mikið og þér haldið. Ég sá strax að það var rangt af mér að segja þetta. — Jú, mín kæra, ég þekki föður minn. Hann gekk enn í áttina til mín og mér var Ijóst að ég gat ekki haldið Roger utan við þetta. Ég reyndi að mjaka mér í áttina að stofudyrunum, en hann þreif í öxlina á mér. Það varð mér ekki lítill léttir þeg- ar ég sá Will koma inn um eldhúsdyrnar. — Drengurinn minn, sagði hann blíðlega. — Slepptu henni. Framhald í næsta blaði. 50 VIK'AN i- tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.