Vikan - 14.01.1971, Qupperneq 6
F
BUSLOÐ
SPIRfl
dre'ýmdi
svefnbehkurínn hannaður
af
Þorkeli G. Guðmundssyni
i
B Ú S L w 0 Ð
HÚSGAGNAVERZLUN
VIÐ NÓATÚN — SfMI 18520
TEPPAHÚSIÐ
er flutt í
Ármúla 3,
gengið inn frá
Hallarmúla
Með blys í hríðarveSri
Kæri draumráðandi:
Mig dreymir ekki oft, en þegar
það kemur fyrir ve't ég alltaf að
það boðar eitthvað, annaðhvort
gott eða slæmt. Ég hef sent þér
drauma nokkrum sinnum áður og
hafa þínar ráðningar alltaf staðizt.
Því vil ég þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og þakka
þér um leið fyrir góð ráð sem þú
hefur látið fylgia ráðningunum. Þá
vil ég líka biðja þig að skila þakk-
læti til hinna sem vinna á Vikunni
fyrir gott efni, en mér finnst blað-
ið sífellt vera að batna. En efni
þessa bréfs átti ekki eingör.gu að
vera hrós um þig, og hina á Vik-
unni, heldur ætla ég að biðja þig,
enn á ný, að ráða fyrir mig draum
sem mig dreymdi i nótt. Aður en
ég byrja vil ég þó taka fram að ég
er búin að vera með þessum strák,
M, í eitt og hálft ár.
Mér fannst v:ð tvö vera ásamt
fleira fólki, sem ég ekki man eftir,
í heilmikilli blysför og bárum við
M bæði blys. Héldumst við hönd í
hönd, og bárum blysin með hinni
hendinni. Ekki höfðum við lengi
farið, þegar gerði mikið hríðarveð-
ur og urðu margir af hópnum til
þar sem þeir voru staddir, en okk-
ur sakaði hvergi’ og vorum sem
hlut'ausir áhorfendur í glerbúri og
fundum nánast ekki fyrir veðrinu
utan einu sinni, þegar mikill storm-
sveipur skall á okkur, að því er
mér virtist á okkur tveim, og var
hann rétt búinn að feykja okkúr
um koll. Um leið og við vorum bú-
in að fóta okkur á nýjan leik, vakn-
aði ég.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðn-
inguna og ráðningarnar þar áður.
ÁR.
Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir
allar árnaðaróskirnar og á sömu-
leiðis að skila þakklæti frá öðrum
starfsmönnum blaðsins. Það er fyr-
ir dyggan stuðning lesenda eins
og þú crt, að hægt er að halda
dýru blaði gangandi. En ráðning-
una viljum við hafa svona:
Þið M eigið eftir að trúlofast
innan tíðar og stofna heimili. Ein-
hvernveginn tekst ykkur að ráða
fram úr öllum afborgunum sem
fylgja stofnun heimilis og þið
munuð sjá kunningja ykkar og
aðra gefast upp á miðri leið, rétt
eins og í bylnum. En svo kemur
að því að þið fáið ykkar skell og
hef ég grun um að þeir erfiðleikar
vari meira en í einn eða tvo daga.
En þar sem ykkur tókst að fóta
ykkur á nýjan leik, ósködduð, þá
viljum við spá því að allt fari vel
að lokum, þó aldrei sé hægt að
ráða drauma 100% rétt.
Rúm fyrir barnið
tilvonandi
Kæri draumráðandi:
Mér fannst ég vera á gangi með
X og þá sagði hann: „Komdu með
mér upp í herbergi, ég þarf að
sýna þér svolítið."
Ég fór með honum en fannst
mjög erfitt að fara upp stigann
sem lá upp í herbergið hans, svo
X varð að ýta á eftir mér og hjálpa
mér þannig. Þegar við komum upp
blasti við barnarúm og var allt !
óreiðu í þvf sem og í öllu her-
berginu. Þá sagði ég:
„Af hverju ert þú með barna-
rúm hér?"
„Nú, það er handa tilvonandi
barni mínu," sagði hann.
„Það er ekkert tilvonandi barn,"
sagði ég. „Þú átt barn."
„Já, ég á náttúrlega hann Q, en
þetta er fyrir stelpuna sem er á
leiðinni."
Svo fannst mér ég fara, en ég
man næst eftir því að ég var á leið
upp með X upp í herbergið aftur
og var jafn erfitt að komast upp.
Þegar við komum upp, fór hann
inn í næsta herbergi og kemur út
aftur með rúmlega ársgamla stelpu
og segir mér að þetta sé nú hún.
Svo sagði hann: „Ég sé þig á eft-
ir," og varð draumurinn ekki
lengri. Ein berdreymin.
Það var tjón að þú skyldir ekki
hafa sent okkur nafn X, því nöfn
og litir geta oft skipt máli, svo við
kcmum því hérmeð á framfæri við
fílk að það sendi svoleiðis hluti
mcð; við sleppum öllum nöfnum
sé þess óskað. En þessi draumur
er þér mjög óhagstæður fyrst. Ur
honum rætist þó, og viljum við
ráða hann eitthvað á þessa leið:
Einhver gerir þér tilbcð, X eða
einhver annar, og mun þér lítast
illa á í byrjun. Þó liggur þú og
(rarft ekki að sjá eftir því, því bæði
boðar það þér hamingju og ein-
læqa vináttu cinhvers, sem okkur
tókst því miður ekki að sjá nánar
til um hver er.
<) VIK'AN
2. tbl.