Vikan


Vikan - 14.01.1971, Síða 7

Vikan - 14.01.1971, Síða 7
r FULLRI ALVÖRU VAR BRKBIZT NNISKJOTTIII? Ofneyzla eiturlyfja er eitt þeirra vandamála, seni mest voru rædd á nýliðnu ári uni allan heim. Vandamálið er engan veginn nýtt af nál- inni. Það liefur fylgt mann- kyninu langa hríð. En ný og lítl rannsökuð lyf hafa komið til sögunnar, náð skjótri úthreiðslu, sérstak- lega meðal ungs fólks, og skapað geigvænlegt vanda- mál. Baráttan gegn þessum nýju lyfjum var erfiðleik- um bundin í fyrstu, þar sem ekki var hægt að sanna með óyggjandi rökum, að lyfin væru eins háskaleg og and- stæðingar lieirra vildu vera iáta. Úr þessu varð tilgangs- lausl karp. Menn skiptust i tvo hópa; annars vegar þá, sem álitu lyfin skaðlaus, og liins vegar þá, sem töldu þau lifshættuleg. Góðu lieilli þarf nú ekki lengur að deila um þetta liöfuðatriði. Á miðju síðastliðnu ári lágu fvrir vísindalegar í-annsókn- ir í Bandarikjunum, sem sýndu og sönnuðu, að öll eru þessi lyf vanahindandi og stórhættuleg, og þau sterkustu, lieroin og LSD, leiða til dauða neytandans á örfáum árum. Fyrir réttu ári komust eiturlyf skyndilega á dag- skrá hér á landi. Tilefnið var viðtal, sem hirtist liér i Vikunni við kunna ungl- ingahljómsveit, þar sem fé- lagarnir kváðust hafa neytt eiturlyfja. Hér var vissu- lega um líðindi að ræða, þótt ekki væru þau góð. En viðhrögð manna við þeim, sérstaklega hinna fullorðnu, voru hýsna lærdómsrík. Merin fylltust Iieilagri reiði i garð blaðsins fyrir að voga sér að hirta slik um- mæli. Hreinskilin afstaða til viðkvæms máls var lal- in skaðleg á þeirri forsendu, að hún vekti athygli á eit- urlyfjanautn og ungling- arnir mundu óðir og upp- vægir vilja taka sér átrún- aðargoðin til fyrirmyndar. Hins vegar voru viðhrögð uuga fólksins sjálfs alll önnur: Það tók höndum saman og hóf herferð gegn neyzlu eiturlyfja. Herferð- in fór vel af slað, fjöhniðl- ar ræddu við unga fólkið, og málið var efst á baugi i nokkrar vikur. En síðan ekki söguna meir. Umræð- ur um málið féllu niður og árið leið, án þess að minnzt væri á það að nokkru marki. Ekki var vitað um, að af opinberri hálfu væri neitt gert til að verjast vá- gestinum. Margir ypptu öxlum og héldu því fram, að herferðin hefði veríð óþörf með öllu. Eiturlyfin hefðu ekki borizt hingað til lands að neinu verulegu leyti, og vandamálið því alls ekki fyrir hendi. Betur að satt liefði ver- ið, má scgja nú að ári liðnu. í haust tóku fregnir að ber- ast, sem bentu eindregið til þess, að herferðin hefði verið nauðsynleg. Skoðana- könnun í tveimur mennta- skólum höfuðborgarinnar leiddi í Ijós uggvænlega niðurstöðu. Og loksins gerðisf atburður, sem vakti almenning af værum blundi: Ungur maður var handtekinn fyrir óleyfilega sölu á LSD. Síðustu daga ársins kunngerði lögreglan ennfremur, að hún hefði sent menn til að kynna sér eiturlyfjamál á Norður- löndum. Var skorað á al- menning að liðsinna lög- reglunni til að stemma stigu við frekari úthreiðslu eitur- lyfja hér á landi. Það er vissulega gleði- legt, að liafin skuli vera raunveruleg barátta gegn eiturlyfjum hér á landi. Eií hefði ekki mátt bregðast við eins og nú er gert ári fyrr? Er ekki vænlegast til árangurs að laka i taumana Karl Evang, yfirmaður heilbrigðis- eftirlitsins í Noregi, hefur rannsak- að eiturlyfjamál náið. Hann segir m. a.: „Marijúana og hass mundu eyðileggja allt samlíf og leggja at- vinnuvegi Norðurlandanna í rúst, ef þessi eiturlyf væru notuð í sama mæli og tóbak og vín í þessum löndum“. nógu snemma og glima við vandann þegar á byrjunar- stigi? Vitneskju um eitur- lyfjaneyzlu liér á landi skorti ekki. Og hún kom ekki frá ofstækisfullum nöldurseggjum, sem telja æskuna óalandi og óferj- andi og fjöregg þjóðarinn- ar i tröllahöndum. Hún kom frá unga fólkinu sjálfu. Danir ypptu of lengi öxl- um og áttuðu sig ekki, fyrr en vandamálið var orðið illviðráðanlegt. Vonandi verður ekki hið sama uppi á teningnum hér á landi. G. Gr. 2. tw. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.