Vikan


Vikan - 14.01.1971, Page 11

Vikan - 14.01.1971, Page 11
Ijósi, heldur elektrónum. Ekkert gerðist: engin lífræn sambönd mynduðust. Vísindamaðurinn gerði tilraunina heyrinkunna í tímarit- inu Science. En af einhverri ástæðu hafði hann gleymt orðum Oparíns um að frum-gufuhvolfið hefði ekki fyrst og fremst verið úr súrefni. Nóbelsmaðurinn Harold Urey las greinina og varð svo reiður yfir þessum klaufaskap af hálfu vís- indamanns, að hann skrifaði bandarísku vísindaakademíunni varðandi málið og bað einn nem- enda sinna, Stanley Miller að nafni, að gera tilraunina aftur og á réttan hátt. r Miller blandaði metani, ammoni- aki og vatni í lokaðan glerbrúsa og hleypti í hann elektrónum. Leið þá ekki á löngu áður en í Ijós komu margar amínósýrur og fleiri lífræn sambönd. Oparín hafði haft á réttu að standa. „Það getur dugaS að öskra“ — Sjálf tilraunin er mjög ein- föld, segir doktor Ponnamperuma. — Það hefur sýnt sig að gera má næstum hvað sem er með blönd- una í Miller-flöskunni — það verða alltaf til í henni amlnósýrur, nú- kleótíður og margt annað. Fylli maður brúsa með frum-andrúms- lofti og aki honum um kring í rannsóknarstofunni, myndast líf- ræn efni. Ég held meira að segja að það dugi að æpa á brúsann smástund. Meginatriðið er að ein- hverskonar orka komi til. Höfum rigndi Jörðin myndaðist fyrir fjórum milljörðum ára úr geysimiklu skýi úr gasi, ryki og möl. í fyrstu var þetta allt einn óskapnaður, hvorki voru meginlönd eða höf, yfirborð jarðarinnar var ákaflega heitt og allt ( molum af völdum steina, sem dundu á henni utan úr geimn- um. Stórir fiákar af yfirborðinu voru svo bráðnir að þyngstu efnin — til dæmis járn og nikkel — sigu inn að iðrum jarðar, en léttari berg- tegundir söfnuðust saman í jarð- skorpunni. Eftir hundrað milljónir r ára — eða meira — kom svo hið sannsögulega syndaflóð. Höfunum rigndi niður á Jörðina þegar hit- inn var kominn undir suðumark vatnsins, og varð þá til gufuhvolf úr metani, ammoníaki, köfnunar- efni og vatnsefni. Vatnsefnið guf- aði fljótlega út í geiminn, og eftir varð þesskonar „andrúmsloft" sem í tilraunaskyni er búið til í Miller- flöskunum. Jörðin varð raunar ein feikna- mikil Miller-flaska. Hinir útfjólu- bláu (og hættulegu) geislar sólar- innar komust allt niður að yfirborði (nú komast þeir ekki svo langt fyr- ir súrefninu, sem drekkur þá í sig) og lögðu til þá orku, sem þurfti til að mynda lífræn sambönd. Haf- ið varð útþynnt upplausn af ein- mitt þeim efnum, sem eru undir- stöður lífsins. A lokaðri hafsvæð- Framhald á bls. 49. INÆSTU VIKU: VIÐERUMEKKIEINIALHEIMINUM 2. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.