Vikan


Vikan - 14.01.1971, Qupperneq 15

Vikan - 14.01.1971, Qupperneq 15
Dröfn H. Farestveit Pizza meS pylsufyllingu . 25 gr ger 1 V2 dl vatn 1 V2 msk olía V2 tsk. salt 4V2 dl hveiti Gerið hrært út í volgu vatninu. Olíu bætt í, salti og hveiti. Hnoð- að. Látið hefast í 30 mínútur. Fletj- ið út. Ca. 30 cm í þvermál, og setjið á smurða bökunarplötu. Skilj- ið eftir ca. 2 cm brún á kökunni þegar fyllingin er sett á. Brettið síðan þennan kant yfir á fylling- una. Látið hefast í 20 mínútur og bakið við 225° I ca. 20 mínútur. Pylsufylling: Steikið í smjöri á pönnu 1 púrru skorna í hringi, 2 vínarpyls- ur, og 4 frekar þykkar sneiðar af spægipylsu skorinni i ræmur. 2—3 msk. af tómatkrafti settar á og 1 lítil paprika skorin í hringi. Breið- ið fyllinguna yfir deigið og stráið Italian Seasoning yfir og ca. 2 dl af rifnum osti. Sardínufylling: 2 laukar skornir í hringi. Steikt- ir linir ( smjöri. Settir á deigið, 4—5 tómatar skornir í sneiðár og ca. 20 fylltar olívur, 1 dós sardín- ur, oregano og 150—200 gr af osti skornum í teninga. eldhús vikunnar Pizza er ítalskur þjóðarréttur, sem lítið hefur verið kynntur hér- lendis. Hann samanstendur af brauðbotni, sem ýmist er pressu- gersbotn eða mördeigsbotn. Fyllt- ur með sardínum, tómötum og og osti. Þegar tómatar eru ekki á boðstólum má nota tómatkraft og tómatsósu og niðursoðna tómata. Hve sterkan ost við notum í þenn- an rétt fer eftir smekk hvers og eins. Þetta er Ijúffengur og fljót- legur réttur, sem skemmtilegt er að bera fram, t.d. eftir leikhús- eða bíóferð með glasi af öli eða rauð- víni. Auðvelt er að geyma pizza djúpfyrsta eða án fyllingar. Hér á eftir fara nokkrar uppskriftir af botnum og fyllingum, sem hver cg ein húsmóðir getur valið úr. ítölsk pizza V2 dl volgt vatn 2 msk. olívuolía ca. 400 gr hveiti 25 gr ger Gerið leyst upp í volgu vatninu. Olívuolíunni bætt í. Hveitinu sáldr- að saman við og hnoðað. Það sem ekki gengur í deigið þegar hnoðað er, er geymt þar til deigið er flatt út. Deigið látið bíða og hefast. Fletjið út í tæplega V2 cm þykka köku og setjið í mót. Einnig má setja deigið á bökunarplötu. Látið hefast aftur. Fylling: 100 gr sardínur 200 gr smurostur 6 tómatar 2 msk. olívuolía dál. salt, timian Osturinn smurður út yfir dsigið. Tómatarnir skornir í sneiðar og settir á ostinn. Sardínurrar settar þar á ofan. Salti stráð yfir og t'm- ian. Nokkrirdropar af olívuolíu settir yfir. Bakið í vel heitum ofni. 14 VIKAN 2 tbi. Pizza í formi 100 gr hveiti 60 gr smjör eða smjörlíki 20 gr ger 2—3 msk. vatn V2 tsk. salt 4 tómatar 2 msk. saxaður laukur litlar pylsur Lagið venjulegt gerdeig. Fletjið % af deiginu í smurt form. Þekið með tómatsneiðum lauk og pylsum og stráið salti yfir. Bakið við 220° í 20—30 mínútur. Gott er að bera grænmetissalat með. í DAG BJÓBUM VIÐ Pizza 150 gr hveiti 2 msk. smjör V2 dl vatn '/2 dl mjólk 35 gr ger 4—5 tómatar sardínur 200 gr ostur olívur (má sleppa) salt, pipar Gerið hrært útí volgu vatni. Smjörið mulið í hveitið. Hnoðið saman með uppleystu gerinu og mjólkinni. Látið hefast í 20 mínút- ur. Flatt út I stóra köku og látið hefast í forminu í 10 mínútur. Tóm- atsneiðar, saxaðar sardínur, rifinn ostur og olívur settar á botninn. Salti og pipar stráð yfir. Bakið við 200° í ca. 20—30 mlnútur. Ekta pizza 3 dl hveiti 1 dl volgt vatn 15 gr ger 1 msk. olía Fylling: 200 gr ostur 1 dós sardínur I tómat 10 olívur 4 tómatar 2 msk. tómatkraftur 3 msk. rifinn ostur V2 tsk. timian, rosmarin og salvía eða basilkum og oregano Deigið búið til á venjulegan hátt. Flatt út og þakið með helm- ingnum af ostinum, skornum í þunnar sneiðar. Sardínunum skipt í bita og dreift yfir kökubotninn ásamt olívunum og tómötunum í sneiðum. Þekið að síðustu með ostasneiðum og rifna ostinum. Penslið með olíu og dreifið tómat- krafti yfir og stráið kryddinu yfir. Látið hefast í ca. 20 mín. og bakið við 225° I ca. 20 mínútur. Pizza er ítalskur þjóSarréttur, sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir víða um heim. 2. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.