Vikan


Vikan - 14.01.1971, Side 19

Vikan - 14.01.1971, Side 19
Fyrstu raunverulegu erfið- leikar foreldra byrja venjulega þegar barnið er rúmlega tveggja ára. Þá er það komið á fyrsta, svokallaða, þrjózkuald- urinn. Margir foreldrar leggja þá fyrir sig þá spurningu, hvort þetta geti verið litli glókollur- inn þeirra í raun og veru. — Barnið er eins og umskipting- ur. Þannig var það með Pelle. Tvö fyrstu árin var hann þægt og elskulegt barn, sem gat haft ofan af fyrir sjálfum sér með alls konar dundi og hafði aldrei verið foreldrum sínum áhyggjuefni. En nú var hann orðinn hræðilega erfiður og móðir hans hélt jafnvel að eitthvað væri að honum. Það byrjaði með því að hann vildi ekki gera neitt sem móð- ir hans sagði honum, eða bað hann um að gera. Það var sama hverju hún stakk upp á, alltaf sagði Pelle „nei, nei,“ eða „ég vil ekki“ og labbaði leiðar sinnar. Þegar móðir hans fór með hann út að ganga, vildi hann ekki láta hana leiða sig, en spennti greipar fyrir aftan bak og skundaði einn sína leið. En þó kastaði tólfunum, þeg- ar móðirin ætlaði að klæða Pelle í fötin. Þá trylltist hann algerlega. Hann var ekki kyrr eina einustu mínútu, hún varð að elta hann um alla íbúðina og þegar hún að lokum hafði komið honum í, var hún svo uppgefin, að hún hafði varla orku til að fara út með hann. Þegar Pelle á að borða, neit- ar hann að setjast við borðið, hleypur út í horn og stendur þar, þriózkan uppmáluð. Það sama skeður, þegar hann á að fara í rúmið. Og ekki nóg með það, Pelle vill lika að allt fari eftir sett- um reglum. Hann er búinn að mynda einhvern vanahring krin?um sig. Þegar hann er háttaður, verður að leggja föt- in hans eftir ákveðnum regl- um á ákveðna staði, allir bíl- arnir verða að standa í röð og bangsi að sitja á vissum stól, brúðan á öðrum stað. Þetta tekur allt mikinn tíma. Ef mamma hans reynir að fá hann ofan af einhverri sérvizkunn’. þá verður hann reiður, fleygir sér í gólfið, sparkar og orgar og allt fer í hönk. Þannig hefur þetta gengið í langan tíma og móðir Pelle verður æ þreyttari. Hún fer að íhuga hvort eitthvað sé að drengnum. Getur það verið NEI,ÉG VIL EKKI í þessari grein tekur barnasálfræðingurinn Lillian Gottfarb fyrir vandamál fyrsta þrjózkuskeiðsins, sem oft kemur þegar barnið er aðeins tveggja ára .... við og börnin okkar eðlilegt að svona lítið barn hagi sér á þennan hátt? Hvað er að Pelle? Hvernig á hún að halda þetta út? Hve lengi skyldi hann vera svona? Barnasálfræðingurinn segir: Yfirleitt öll börn ganga í gegnum þetta erfiða þroska- skeið á aldrinum tveggja til þriggja ára, segir Lillian Gott- farb. Hjá nokkrum þeirra eru einkennin ekki svona slæm, hjá sumum verri. Það fer eftir skaplyndi og upplagi barnsins. Fjörmikið og viljasterkt barn getur orðið mjög erfitt á þessu skeiði. Rólegt og hlédrægt barn er sjaldan til vandræða fyrir foreldrana. Þrjózkuviðbrögð eru á eng- an hátt óeðlileg, þau eru jafn eðlileg og það að börnin fara að ganga. En það er líka mik- ið undir því komið hvernig farið er að börnunum á þessu þroskaskeiði. Það verður að hafa í huga, að þetta er ekki einfaldlega þrjózka, frekar það að barnið er að fá meðvitund um sinn eigin persónuleika. Barnið fer að finna fyrir sér sem einstaklingi, kemst að því að það getur gert ýmislegt að eigin frumkvæði. Barnið finn- ur að það hefur sinn eigin vilja og vill fá visst athafnafrelsi til að reyna þessa nýju hæfileika. Ef það verða miklir árekstrar við foreldrana, sem skilja ekki vel þetta ástand barnsins, en halda að það sé aðeins orðið óþægt og erfitt, og reyna að beita barnið valdi, þá getur þrjózkan orðið ennþá meiri og bamið fær ennþá meiri þörf til að sýna og sanna fyrir öðr- um þessa nýju persónutilfinn- ingu. Það getur orðið slæmur vítahringur. Hvernig eiga þá foreldrar að haga sér gagnvart barninu á þessu tímabili? Fyrst og fremst þurfa for- eldrar að vita að slík þroska- skeið eru til og að þau eru full- komlega eðlileg. Nú orðið eru flestir foreldrar það upplýstir að þeir vita um þessi vand- ræðatímabil. En þrátt fyrir það er það ekki alveg víst að mað- ur geri sér far um að vera á verði og reyna að verða fyrir- myndarforeldrar samkvæmt upplýsingabókum. Hjá mörgum foreldrum , stangast líka á nýtízkulegar kenningar um barnauppeldi og óljós tilfinning um að barnið oiCTi að læra að hlýða. Þegar þverlynt barn sýnir í fyrsta sinn merki þess að gera ■ Framhald á bls. 39 2. tbi. VIKAN 1«)

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.