Vikan


Vikan - 14.01.1971, Page 21

Vikan - 14.01.1971, Page 21
 J- Hún var oröin rík, enda þótt hún þyrði varla að taka sér þetta orð í munn. Hún gat gert svo margt, að hún varð alveg ringluð við til- hugsunina. Nú þurfti hún ekki lengur að hafa sparnaðar- sjónarmiðið sífellt í huga. Hún gat keypt sér þau föt sem hana langaði í. Og hún gat ferðast, ef til vill til út- landa. Hún gat meira að segja keypt hús. WSÉm Sem betur fer gat hún sýnt skil- ríki sín og móður sinnar og sannað hver hún var. Það var ekki um neitt að villast . . . hana sem systur sína. Aðeins einu sinni, tveimur árum síðar, hafði Elisabeth reynt að friðmælast við bróður sinn og leitað hjálpar hans i nauðum sínum. Maður hennar, Mikael Linder, var þá látinn og hún stóð uppi allslaus með mánaðar- gamla, óskírða dóttur sína. Per Uno svaraði ekki bréfi systur sinn- ar, og Elisabeth skrifaði honum aldrei eftir þetta. Hún hóf harða og miskunnarlausa baráttu til þess að sjá sér og dóttur sinni farborða. Dótturina hafði hún skírt Mikaelu í höfuðið á hinum látna föður sin- um. Elisabeth fékk illa launaða stöðu sem afgreiðslustúlka í tízku- verzlun, en lærði smátt og smátt sauma og reyndi að drýgja tekjur sínar með því að fást við þá í stopulum tómstundum. Þær mæðg- urnar lifðu tilbreytingarsnauðu lifi í fátækt og einangrun. En þegar Mikaela óx úr grasi og fór að ganga í skóla, reyndist hún vera góðum námsgáfum gædd og hafði auk þess erft tónlistargáfu föður síns. Aðeins sextán ára gömul byrjaði hún að kenna tónlist, og enda þótt greiðslan sem hún fékk væri lág, nægði hún til að sjá henni fyrir fæði og klæðum. Mikaela var tæplega nitján ára gömul, þegar móðir hennar lézt. Elisabeth Linder hafði aldrei verið sterkbyggð og allt í einu var eins og hún gæfist upp eftir hina hörðu baráttu, sem hún hafði mátt heyja. Lífsljós hennar slokknaði eins og útbrunnið kerti. Hún reyndi ekki hið minnsta að berjast við dauð- ann,- það var eins og hún vildi ekki lifa lengur. Og stúlkan uppgötv- aði, að móðirin hafði verið eina skjól hennar og vernd, þótt hún væri ekki sterkbyggð og slitin orð- in langt um aldur fram. Þeim hafði tekizt að bjarga sér báðum sam- eiginlega, en ein gat hún það alls ekki. Greiðslan, sem hún fékk fyr- ir tónlistarfræðsluna hrökk alls ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Mikaela stóð alein uppi í heimin- um og þekkti engan, sem gæti hugsanlega rétt henni hjálparhönd. Hún var tekin að örvænta, þegar Ingigerður kom. Móðir hennar hafði hjálpað henni við saumaskap oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ingiaerður hafði ekki hug- myrd um. að hún væri dáin. Þeg- ar Mikaela sagði henni frá þvi sem gerzt hafði og lýsti fyrir henni, hversu illa væri komið fyrir sér, kenndi Ingigerður í brjósti um hana oa sagði full meðaumkvunar-. — Við getum búið saman og hjálpað hvor annarri, ef þú vilt. Ég veit um litla íbúð, sem er til leigu, en ég hef ekki ráð á að búa í henni p;n. En ef við tökum hana báðar á leigu, þá bjargast það einhvern veginn. Elisabeth Linder hefur uqqlaust vitað allt um Ingigerði og hennar lifnaðarhætti. En hennar naut ekki lengur við, svo að hún qat ekki hiálpað dóttur sinni. Þess veqna tók Mikaela boðinu feginshendi. Hún seldi flest af bvi, sem móð- ir hennar hafði átt og gat strax nrP:tt reikninaa sína. Hún átti meira að ia ofurhtla Deninoa- uophæð afganns. en hún var fliót Framhald á bls. 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.