Vikan


Vikan - 14.01.1971, Síða 22

Vikan - 14.01.1971, Síða 22
Klukkan var hálf eitt um nóttina 27. september 1968. Tvitug afgreiðslustúlka var á leið heim til sín af umræðu- fundi. Það var þéttur rigning- arúði. — Ég sá aðeins geysileg framljósin, segir hún. — Ég blindaðist algerlega, hélt dauðahaldi í stýrið og reyndi, skelfingu lostin, að koma bíln- um út af akbrautinni. Sekúndu síðar þaut bíllinn yfir grasbrúnina og kantstein- ana og lenti á tré. Svo snerist hann í hring og lenti úti í fiskatjörn. Þrem kortérum síðar kom húsbóndi Karinar akandi sömu leið. Af hreinni tilviljun sá hann ljósin á bílnum frá tjörn- inni. Hann snarhemlaði, stökk út í vatnið og gat náð Karin út úr bílflakinu. Hann hringdi strax í lögreglu og sjúkrahús. Klukkan þrjú um nóttina hófu læknarnir við sjúkrahús- ið sína löngu og erfiðu baráttu fyrir lífi Karinar. Sjúkdóms- greiningin var: heilahristingur, rifbeinsbrot, eitt rifbeinið hafði stungizt inn í lungað og illa brotin hryggbein. Það voru að- eins 50% möguleikar á því að hægt væri að halda lífi í henni. Karin lá ennþá á skurðar- borðinu, þegar hún vaknaði. Hún var með súrefnisgrímu. — Þá vissi ée ekki hvað hafði skeð, sagði hún. -— En ég var hissa á því að ég fann ekk- ert fyrir fótunum. Það var fyrst þegar Meyer yfirlæknir kom til mín næsta morgun og sagði, að það yrði að senda mig á ortopediska sjúkrahúsið í Heidelberg. að mér varð ljóst að það hlaut að hafa komið eitthvað voðalegt fyrir. Þú ert lömuð, sagði é? við sjálfa mig. Þú verður að lifa það sem eftir 22 VIK'AN 2 tw. er ævinnar í hjólastól, alger- lega háð hjálp annarra. Ég get ekki lýst tilfinningum mínum . . . það greip mig einhver ís- kaldur tómleiki. Næsta dag var flogið með hana í herflugvél til Heidel- berg. Og svo var ekkert annað fyrir hana að gera en að reyna að aðlagast þessum nýju lifn- aðarháttum og sætta sig við það sem skeð hafði, venja sig á að lifa í hjólastól. Læknar og hjúkrunarfólk reyndi aldr- ei að dylja fyrir henni sann- leikann: — Þér getið aldrei framar gengið án hjálpar . . En það liðu margar vikur þangað til hún skildi hin grimmu örlög, sem henni voru búin. - Þá fór ég að hugsa um það sem ég færi á mis við í framtíðinni: ég gæti aldrei dansað, synt, hlaupið hundrað metra hlaup . . . ég hef alltaf stundað frjálsar íþróitir. . . . En Karin vildi ekki gefast upp. Hún sýndi svo mikinn dugnað og áhuga, að læknarn- ir þurftu að letja hana. Eftir þrjár vikur var hægt að flytja hana úr sjúkrarúmi í venju- legt rúm. Persónulega var ég viss um að það væri aðeins spurn- ing um tíma. þangað til henni slæ,ri niður, segir prófessor Horst Gotta. — Slíkur vilja- kraftur og duenaður gat ekki varað lengi. . . . En prófessornum skjátlaðist. Karin sló aldrei niður. Með iárnvilía gerði hún þær þjálf- unaræfinear sem hún var fær um. Og aldrei heyrði nokkur mr?iur hana kvarta. •Ef til vill hefur sálarstríðið ircriff henni erfiðast, en hún lpt onean nerða varan við það. Henni fannst sjálfri að vinur hennar ■"æri farinn að missa trú á framtíð þeirra, svo hún tók sig til og sagði honum að hann væri laus og sambandið milli þeirra yrði að taka endi. Jólin nálguðust. Stórt verzl- unarfyrirtæki í Heidelberg hafði á prjónunum heilmikið umstang til að gleðja sjúkling- ana á sjúkrahúsinu. Eftir lok- unartíma var vöruhúsið opnað aðeins fyrir sjúklingana. Sjálf- boðaliðar tóku að sér að aka lamaða fólkinu. Meðal þeirra var Axel Nonnenmaeher, sem var í skylduþjónustu sem sjúkraliði. Hann varð þögull, þegar hann stóð frámmi fyrir „farþegum“ sínum. Grannvax- in ung stúlka sagði: — Haldið þér að þér getið borið mig? Hún var dökkeygð, stuttklippt með glettnislegt bros. — í fyrsta sinn sem ég hélt þessari stúlku 'í örmum mér, datt mér ekki ást í hug, sagði þessi ungi maður, sem var efnafræðistúdent. — Eg gat ekki um annað hugsað en þau hræðilegu örlög sem yfir hana höfðu dunið. Karin lauk við jólainnkaup sín og Axel ók henni aftur til sjúkrahússins. Þá hafði undrið skeð. Eftir það hittust þau dag- lega. Starfsfólk sjúkrahússins fyledist með kynnum þeirra með miklum áhuga og trúði varla sínum eigin augum. En við vissum það strax, bæði tvö, segir Karin. —■ Við reiknuðum það út að við gæt- um hæglega lifað af trygginga- fé mínu. svo bað var ástæðu- laust fyrir okkur að bíða með að gifta okkur, þangað til hann hefði lokið námi sínu. Við vild- um aðeins vera saman, — allt- af. .. . Þau fenpu litla íbúð í Heid- elberg oe brúðkaupið fór fram í heimabæ Karinar. Axel bar siálfur brúði sína að hjóla- Karin annast heimilisstörfin, svo Axel geti haldið sig að náminu. Það þarf enginn að vorkenna Karin og Axel. — Við getum sjálf bjarg- að okkur. /». /-v /v

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.