Vikan


Vikan - 14.01.1971, Síða 28

Vikan - 14.01.1971, Síða 28
heiminum og reyna fyrir sér á ýmsum sviðum, til dæmis við módelstörf eða kvikmyndaleik. Ég fékk til dæmis 3 tilboð í Lundún- um: 1 við sýningarstörf og 2 á ljósmyndastofu. Nei, ekkert þeirra freist- aði min. Þótt ég hafi eitt- hvað verið að fást við mó- del- og sýningarstörf hér heima, þá hef ég aldrei tek- ið það alvarlega. Ég er bara að þessu að gamni mínu og myndi aldrei láta mér detta í hug að leggja slíkt fyrir mig. Stúlkur, sem hafa áhuga á því, ættu fyrir alla muni að fara í fegurðar- samkeppni, ef þær eru tald- ar hæfar til þess. Ég veit til þess, að nær allar stúlk- urnar sem voru með mér i Lundúnum fengu tilboð og margar í tugatali.“ „Við hverja af þessum stúlkum líkaði þér bezt?“ „Ég var mjög hrifin af sænsku stúlkunni eins og ég sagði áðan, og eins var ég mjög hrifin af stúlkunni frá Guineu, en við vorum saman í herbergi. Hún var alveg einstök, heilbrigð og skemmtileg.“ „En Eva Steiner, „Miss World“ frá þvi í fyrra? Þið hafið væntanlega eitthvað „Fegurðarsamkeppnin hér hefur alltaf verið rekin í gróðaskyni og hér verður ekki haldin menningar- leg keppni, fyrr en það sjónarmið er úr sögunni.“ kynnzt henni?“ „Jú, hún var þarna og kom mjög blátt áfram og eðlile^a fram. Ég veit ekki, hvort hægt er að telja hana giæsilega, en hún er ákaf- lega smart og elskuleg stúlka. Þegar allar aðrar voru i síðum kjólum, glans- andi og glitrandi í perlum og skarti, þá var hún i brúnum midi-kjól og bar samt af.“ „Og einhverju frægu Engelbert þessi er vissulega glæsilegur maður; svo glæsilegur að það gengur full-langt. Það er ekkert hægt að finna að honum og þá er lítið gaman að þvi lengur.“ „Þetta minnir okkur á: Ertu trúlofuð?“ Anna brosti og leit glettn- islega á okkur: „Nei, ekk- ert svoleiðis. Jú, einhvern tíma kemur að því að ég gifti mig, en ég vil helzt láta líða 4—5 ár þangað til. Þá ætla ég að eignast mín börn og verða húsmóðir. Nei, ég get nú ekki sagt „Mest af öllu langar mig til að verða flugfreyja í nokkur ár — áður en ég „sezt í helgan stein“ og sný mér að búinu,“ sagði hún. „Nú ætti ég að fara að verða nægilega gömul til að vera flugfreyja (Anna er 18 ára) svo ég ætla að sækja um við fyrsta tæki- færi.“ „Og að lokum: Heldur þú að fegui'ðarsamkeppnir eigi framtíð fyrir sér hér á landi og annars staðar?“ „Ég veit ekki. Það er ekki nærri eins mikið í kringum þær og áður og í rauninni ”Aldrei í f egurðarsamkeppn „Mér fannst oft sem væri verið að gera lítið úr okkur.“ fólki hafið þið væntanlega kynnzt?“ „Já, það var verið að kynna okkur fyrir frægu fólki við og við, leikurum og öðrum. Söngvarinn Eng- elhert Humperdink kom til dæmis einu sinni í heim- sókn og sumum stúlknanna varð svo mikið um, að þær réðust á hann eins og hræ- gammar. Já, hreinlega stukku á hann eins og knattspyrnumaður í marki. að ég sé Rauðsokka, og ég veigra mér við að taka af- stöðu með þeim eða á móti. Á sumum sviðum finnst mér þær aftur á móti ganga of langt, en ég er sannfærð um, að Rauðsokkahreyfing- in er þarft fyrirbæri.“ Anna starfar daglega hjá Fiskifélaginu og vinnur þar um þessar mundir við að gera nýja spjaldskrá yfir gamalt bókasafn sem félag- ið á. er mesti glansinn farinn af. Sennilega er fólk um allan heim liætt að sjá nokkuð púður í þeim og þá er nátt- úrlega ekki mikið eftir. En hvað snertir Island, þá verður hér aldrei almenni- leg né alvarleg fegurðar- samkepni, fyrr en liætt verður að lita á hana sem gróðafyrirtæki.“ ó.vald. 28 VIKAN 2. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.