Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 30
vorregmnu
klukkutíma. Þegar ég kom
hingað var hann svo óður að
ég neyddist til að slá hann, því
að ég vissi að hann var með
hlaðna skammbyssu á sér.
- Já, ég sé það, sagði Ro-
ger.---Við segjum þá að ég
hafi verið í eldhúsinu.
— Þá erum við sammála,
sagði Will. — Geturðu ekki
náð í bílinn strax, Roger, svo
kem ég á eftir.
Þegar Roger var farinn út,
stóð Will hægt á fætur. Ljósið
yfir vaskborðinu varpaði
sterkri birtu á tekið andlit
hans. — Ég sagði þér að ég
myndi aldrei gera þér neitt
illt og ég hef hugsað mér að
halda orð mín. Þegar við er-
um farnir ferð þú út í minn
bíl, þar liggur sýrenuvöndur
handa þér.
Hann gekk að líkinu, kraup
niður og strauk vota lokkana
frá enni látna sonarins.
— Drengurinn minn, sagði
hann, — þetta er hræðilegasti
Strákurinn leit yfir öxl sér
en hann sleppti ekki takinu.
— Þú skalt ekki voga þér að
blanda þér í þetta, pabbi. —
Ég vara þig við, ég er með
skammbyssu.
— Ég veit það, sagði Will og
rödd hans var ennþá róleg og
blíð. — Ég er búinn að fylgja
þér eftir í fleiri klukkutíma.
Komdu nú, drengur minn, við
skulum fara héðan, báðir tveir.
-—■ Nei, gamli minn, ég fer
ekki með þér, sagði hann og
dró mig fastar að sér.
—• Strákur, sagði Will. ■—
Slepptu henni. Nú er það ég
sem vara þig við.
Strákurinn leit hæðnislega
aftur fyrir sig. Þá kom hnefi
Wills eins og sleggja gegnum
loftið. Strákurinn sleppti mér
og féll aftur á bak. Svo lengi
sem ég lifi gleymi ég ekki
hljóðinu, þegar höfuð hans
skall í steingólfið.
Ég veit ekki hve lengi ég
stóð þarna til að jafna mig á
flökurleikanum, þangað til ég
skildi hvað skeð hafði.
Will kraup við hlið sonar
síns og horfði á hann. Eg var
hissa á að hann skyldi ekki
reisa hann við, en þá sá ég
hann leggja eyrað að brjósti
hans.
Will leit hægt upp. — Herra,
miskunna þú mér, sagði hann
og röddin var aðeins hvísl.
Eins og í draumi sá ég hann
standa upp og setjast á stól.
— Sæktu Roger, sagði hann.
— En það liggur ekkert á, ég
verð að hugsa.
Roger hafði sofnað yfir bók-
um sínum og lá fram á borð-
ið.
— Roger, sagði ég, — þú
verður að vakna. Það hefur
nokkuð hræðilegt skeð.
— Drottinn minn, sagði
hann, þegar hann sá manninn
á gólfinu og laut yfir hann.
— Það er tilgangslaust, hann
er dáinn, sagði Will. — Settu
þig heldur niður. Svo leit hann
á mig. ■— Þú líka, sagði hann.
Við hlýddum strax. Ég skalf
ennþá.
Will leit beint á Roger.
■— Roger, sagði hann, ■— nú
þarf ég á hjálp þinni að halda.
Ég vil að þú akir mér til lög-
reglustjórans, en fyrst verðum
við að tala um þetta. Það fá
allir í sveitinni að vita það sem
við segjum, tíu mínútum eftir
að við höfum verið á stöðinni.
Það er bezt að þú segir að þú
hafir verið í eldhúsinu þegar
hann kom og að hún hafi ver-
ið þarna inni. Þið verðið að
skipta um hlutverk. Það verð-
ur að halda henni utan við
þetta.
—■ Jahá, sagði Roger, -— það
er líklega bezt.
Svo leit Will á mig. — Hvað
var það sem hann vildi? Voru
það peningar eða brennivín?
Þá skildi ég hvað hann var
að reyna að gera. — Brenni-
vín, sagði ég. — Hann heimt-
aði vín, en þegar ég neitaði
honum um það, varð hann óð-
ur.
Will leit á Roger. — Eg vissi
að hann var drukkinn, ég
heyrði sagt frá framferði hans
meðfram þjóðveginum og ég
er búinn að elta hann í fleiri
EFTIR RACHEL MADDUX
FJORÐI OG SlÐASTI HLUTI
gongu
Ást okkar var orðin innilegri, en
með hverri stund sem við áttum
saman, nálgaðist líka tími skulda-
skilanna. En jafnvel nú, á því
hörmungartímabili, sem á eftir
kom, finn ég að minningar mínar
um Will og hugsunin um ást okk-
ar, er það sem heldur í mér lífinu
1
30 VIKAN 2. tbi.