Vikan


Vikan - 14.01.1971, Síða 31

Vikan - 14.01.1971, Síða 31
dagur í lífi mínu. Ó, drengur- inn minn, drengurinn minn, hvers vega þurfti þetta að koma fyrir. Hvers vegna þurft- ir þú að enda líf þitt á þennan hátt. . . . Það varð ekki mikið umstang út af þessu. Þegar Roger spurði lögreglustjórann, hvort ekki væri bezt að fá lög- fræðing, þá sagði þann: — Það er ástæðulaust, ég efast um að það verði einu sinni réttarhöld, það liggur svo ljóst fyrir hvernig þetta skeði. Það er að- eins sorglegt að þetta skyldi henda Will. Reyndar hefur hann gert héraðinu stórgreiða. Þessi piltur hefur verið hrein- asta fúlegg frá því hann var fimmtán ára. Ég man ekki til að ég hafi haft rólegt laugar- dagskvöld, þegar hann var hér heima við. Jafnvel móðir hans hataði hann! Ég held að við verðum að vera við jarðarförina, sagði Roger. — Það liti illa út ef við gerðum það ekki. Jarðarförin var löng og þreytandi. Nokkrar vespur suð- uðu við hrörlega gluggann í litlu kirkjunni. Kona Wills var eins og höggin í stein og jafn- vel nú ýtti hún Will frá sér með olnboganum, þegar hann ætlaði að taka undir arm henn- ar. Eins og lögreglustjórinn hafði spáð, var úrskurðurinn „látinn af slysförum“. Og það urðu beMur ekki nein réttarhöld. Við sáum ekki Will í marga daga, en svo rakst ég allt í einu á hann í skóginum, þeg- ar ég var á göngu þar með kiðlingana. Hann var hræðilega þrevtulegur. Ó, veslings Will, sagði ég, hefurðu ekki getað sofið all- an þennan tíma? —■ Nei, sagði hann. É’g sett.ist niður í grasið og hallaði mér upo að tré. — Komdu og hvíldu höfuðið i kiöltu minni, sagði ég. Hann lagðist niður, hallaði sér upp að mér og sofnaði strax. Bg fann fyrir náladofa í fingrun- um og svo varð allur handlegg- urinn dofinn. Eg hugsaði með mér að þótt Roger kæmi núna. bá dvtti mér ekki í hug að hreyfa mig, eða að revna að skýra nokkurn hlut fyrir hon- um. Geiturnar hættu að bíta og komu til að snuðra við höfuð Wills. Ég reyndi að stjaka þeim frá, með hendinni sem laus var, en þær létu ekki segjast, held- ur lögðust hjá okkur og hjúfr- uðu sig upp að okkur... . Will brosti í svefninum. Svo opnaði hann svörtu augun og leit á mig. — Mig dreymdi, sagði hann og brosið dó á vörum hans. — Mig dreymdi um hann þegar hann var lítill drengur og var alltaf svo glaður. (Það er greinilegt að svona er það hjá flestum. Nú dreym- ir mig oft Ellen, þegar hún var lítil og fékk rauðu skóna, sem hún var svo; hrifin af, eða þeg- ar hún skríkti af kæti í ról- unni). Þegar Will var vel vaknaður, varð honum strax ljóst hve óþægilega ég hafði setið. Með rólegum, æfðum hreyfingum nuddaði hann handlegg minn og fótleggi og studdi mig með sinni styrku hönd, þegar ég stóð upp. — Nú ert þú aleiga mín, sagði hann. Ég ætlaði að andmæla hon- um, ætlaði að segja honum að hann mætti ekki segja þetta, ég heyrði honum ekki til, en mér fannst það grimmilegt að segja það við hann nú. Enda hefði hann ekki hlustað á mig. Uanp fór að segja mér frá verzluninni. sem hann ætlaði að koma sér upp í litlu, nær- liggjandi þorpi. Ekkja sonar hans ætlaðist til að hann legði henni til með börnunum núna, og þar sem kona hans hafði einu sinni ennþá þotið til Ken- tucky, gat hann ekki selt meira af landi sínu, vegna þess að hann gat ekki fengið undir- skrift hennar. — Var hann ekki líftryggð- ur? — Jú, og ég sá um að greiða gjöldin á réttum tíma, eftir að barnabörnin komu. — En hvað gerir ekkjan þá við peningana sem hún fær? — Hún segist ætla að geyma þá þangað til hún hitti annan mann, þangað til verði ég að Framhald á bls. 47. Sagan hefur verið kvikmynduð með Ingrid Bergman og Anthony Quin í aðalhlutverkum. Myndin verður sýnd í Stjörnubíói einhvern tíma síðar. 2- tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.