Vikan


Vikan - 14.01.1971, Síða 33

Vikan - 14.01.1971, Síða 33
Trúbrot Mikill vandi er mér nú á höndum: Rétt fyrir jólin komu frá FÁLKANUM þrjár LP-plötur, réttar sagt fjórar þó, með Óðmönnum, Trúbroti og Ríó- tríóinu. Hvernig í fjandanum fara bútungar að við svo erfitt viðfangsefni sem það, að útlista áhrif þau er þeir hafa orðið fyrir eftir að hafa hlustað á þessar plötur? Jæja, byrjum á TRÚBROTi. Á henni eru átta lög, tvö eftir Magnús Kjart- ansson, þrjú eftir Gunnar Þórðarson og restin eftir tvo áðurnefnda auk þeirra Ólafs Garðarssonar og Rúnars Júlíussonar. Ber þessi LP-plata nafnið „UNDIR ÁIIRIFUM“, og er langur listi yfir áhrifavalda innan í plötuum- slaginu. Það skýrir ákaflega vel þá skoðun mína að platan sé ekki ákaflega skemmtileg. Til þess finnst mér of lítið um tilþrif og líf í tónlist þeirra fjórr menninga og lögin ekki nægilega fjölbreytt. Þá er eitthvað að tæknilegu hliðinni á þessari plötu: Söngurinn heyrist oft illa og í raun og sannleika minnir hann töluvert á gömlu Hljóma. Það sem ég á við er að þarna er eftur komið gamla og hása hvíslið, sem má vissulega rekja til Gunnars Þórðarsonar. Tvö lög finnst mér bezt. ,,Everything‘s Allright“ eftir Magnús við texta Gunnars og „Tracks“ eftir Gunnar einan. í fyrra laginu er allt pottþétt, raddirnar eins og gerast beztar hjá Crosby, Stills, Nash & Young, lagið í skemmtilegu tempói, skemmtilega jazzað píanó í góðri harmóníu við gítar- lcikinn, en þar virðist bassaleikurinn ekki vera fyllilega með að því leyt- inu til að það virðist sem Rúnar Júlíusson hafi ekki næga tilfinningu fyrir jazzi. Og fleiri áhrif má finna frá CSN&Y: „In the Country“ gæti fullt eins verið frá þeirri frábæru amerísku hljómsveit, bæði raddir, lagið sjálft og gítarleikurinn. Þar er líka góður bassaleikur. „Tracks“ er lag sem er gott í uppbyggingu, en ég hef þá trú að Gunnar Þórðarson hefði getað gert betur úr því efni sem hann notaði; það virðist hálfkarað. En Gunnar er frábær flautuleikari, það er greinilegt í „Relax“, sem er ekki ólíkt því efni sem bandaríska hljómsveitin „Association“ var með í dentíð. Ef mér leyfist þá að halda áfram að tala um „Tracks“, þá held ég að betur hefði verið að þeir hefðu allir sungið lagið og fengið þann- ig í það meiri fyllingu. Ágætur gítarleikurinn þar hljómar á köflum eins og stálgítar og er svo víðar. Á margan hátt minnir „Byrjun“ (en svo heitir A-hlið), á plötu Hljóma, Umbarumbamba; mikið notaður grátgítar (fuzz) og allt á fullu. Þá kemur „hlé“ og síðan er „framhald“ en á venjulegu máli er það kallað B-hlið. Þar eru aðeins tvö lög, „Feel me“ og „Stjörnuryk“. Það fyrra er gott lag, skemmtilega uppbyggt, og ég efast um að Procol Harum (áhrifavaldarnir í því tilfelli) hefðu getað gert betur. Millikaflinn er þó ekki nægilega stuð- mikill en orgelleikur er magnaður. Söngurinn er of flámæltur til að geta talizt góður að mínu viti og Ólafur Garðarsson hefur breytzt mikið í tón- listartúlkun sinni frá því á tveggja laga plötum Óðmanna fyrr á því herr- ans ári 1970. Hann er ekki nærri því eins ákveðinn, sjálfsagt hikandi innan um samstarfsmenn sína, en þó léttari og frískari á margan hátt. Þó koma fyrir slöpp „breik“ hjá honum. Það reynir ekki nægilega mikið á hann, en Óli er góður og sérstakur trommuleikari og ég hef ekki trú á að hann sé í neinum öldudal — miðað við þá hluti sem hann gerir á dansleikjum. Síðan er farið beint inn í „Stjörnuryk“, við texta Rúnars, og kennir margra grasa í byrjuninni, sem er ekki ólík því sem Moody Blues hafa verið að gera. Þá minnir þetta einnig á Bítlana; „Þú ert, ég er, við erum stjörnuryk“ er nærri því alveg eins og „Roll up for the Mystery Tour“ (Magical Mystery Tour“), nema hvað að Trúbrot leikur í moll það sem Bítlarnir gerðu í dúr. í upphafi leika þeir sér við að fara upp og niður um nokkra hálftóna og er það vel. Textarnir eru allir á ensku nema einn, og leynist margt gott í þeim. Það sem helzt háir þó þeim félögum er þekkingarskortur á enskri tungu, og segir til dæmis á einum stað: „ . . . and the air is clean / OG SÓLIN SKÍN all day long . . .“! Persónulega tek ég það sem brandara. Þeir reyna að tjá sig í textunum — og oft með góðum árangri. Sjálfsagt má finna aðalinntakið í boðskap plötunnar í ,.Sunbath“: „We've got to realize how small we are appart / and what a force we are together . . .“ Ekki tekst þeim alltaf vel í textagerðinni. „Going“ er til dæmis heldur slappur þar til í lokin, það er að segja tvær síðustu vísurnar. Það sem ég vildi sagt hafa um þessa plötu er þetta: Á henni er margt gott og margt sem er ekki eins gott. Allavega bjóst ég við því að Trúbrot yrði á allt annan hátt „undir áhrifum“. Um tæknilegu hlið málsins er það helzt að segja að söngurinn er yfirleitt allt of fjarlægur eins og áður greinir og styrkleiki plötunnar er lítill. Upptaka er þó góð og samsetning rása sömuleiðis og sjálfsagt kann sá danski Wifoss vel til síns verks. Það kunna líka þeir Björn Björnsson, sem sá um útlit umslags og Egill Sigurðsson, sem tók ljósmyndir, en þetta umslag er cinfalt, hrátt og skemmitlegt. ★ Ríó-tríó Um þessa plötu frá Fálkanum hef ég fátt að segja umfram það sem áður hefur verið sagt, það sem hún segir sjálf og það sem Ríkharður Pálsson segir í ritgerð um innihald umslagsins. Þar útskýrir hann það sem við hin skiljum tæplega og var það nauðsynlegur hlutur. ÓÐMENN liafa, að mínu áliti, sett sig, með þessum plötum, í fremstu röð íslenzkra hljómsveita, og tónlistarflytjenda yfirleitt. Báðar plöturnar í þessu albúmi eru troðfullar af skemmtilegum og vel gerðum hlutum. í rauninni eru aðeins tveir hlutir sem mig langar til að setja út á: Sönglandi Finns Stefánssonar í „Dans“ er ekki nægilega trúverðugur. Á margan hátt svip- ar þessu söngli til rímnasöngs, en til þess er það ekki nægilega ákveðið. Mér hefur skilizt að Finnur hafi átt 1 töluverðum vandræðum með að gera upp við sig hvernig hann ætti að fara að þessu, og hefði hann betur verið ákveðnari við sjálfan sig. Hitt sem ég er óhress yfir, er munnharpan í „Stund“. Þarna hefði harmón- ikka verið betri, því munnharpan kemur eiginlega eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þá verður maður töluvert var við í upphafinu á „Frelsi“, að þeir eru eilítið taugaóstyrkir og spá töluvert hver í annan, en það lag- ast er á líður og útkoman verður stórkostleg. Sú plötuhlið er einstaklega vel unnin frá tæknilegu sjónarmiði og get ég tæplega hugsað mér að huggu- legri „trip“ fáist en að lilusta á þá félaga hugsa í gegnum hljóðfærin í 20 mínútur — í góðum hljómflutningstækjum. Eins og Ríkharður Pálsson bendir réttilega á, þá eiga þeir allir jafnan Framhald á bls. 43 Um þessa plötu get ég, af siðferðilegum ástæðum, ekki mikið sagt, en mér finnst hún mjög vel heppnuð, stórskemmtileg, og góð lýsing á Ríó- tríóinu. Það er meira að segja erfitt að gera sér grein fyrir því að þessi plata hafi verið tckin upp að 1000 manns viðstöddum, svo jafnir eru þeir og öruggir. En ég er ekki frá því að meira hefði mátt heyrast í áheyrend- um; það hefði gert plötuna trúverðugri. Pétur Steingrímsson hefur gert góða hluti í þetta sinn, og á mikið lof skilið. Þá er umslag afburða skemmtilegt, unnið af þeim hjónum Friðriku Geirsdóttur auglýsingateiknara og Leif Þorsteinssyni ljósmyndara, upp úr hugmyndum þeirra þremenninganna. ★ Oðmenn 2. tw. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.