Vikan


Vikan - 14.01.1971, Page 37

Vikan - 14.01.1971, Page 37
Vill ekki verða ekkja... Framhald af bls. 25. sem fór með Ethel til réttar- haldanna, þegar sonur hennar var kærður fyrir eiturlyfja- neyzlu, og það er Ted, sem sinnir börnum Jackie og sér um skólagöngu þeirra í Banda- ríkjunum, þegar mamma þeirra er hjá Onassis í Grikklandi. Joan hefur séð nóg til þess að hana langar ekki til að missa manninn sinn. Hún vill ekki verða einmana ekkja, helgimynd, og hún vill ekki að börnin hennar verði föðurlaus. Hún vill ekki að Ted fylgi erfðavenjum fjölskyldunnar í stjórnmálabaráttunni. Hún vill að demokratar velji sér annan mann í baráttunni gegn Nixon. En það er þó mjög líklegt að henni verði ekki að ósk sinni. ☆ Nútímakona í Afríku Framhald af bls. 18. áttu sinni, baráttunni fyrir þeim hefðbundnu örlögum að lifa lífinu sem barnamaskínur og vinnuþræl- ar. Þær hafa hafið baráttu fyrir réttindum konunnar. Nokkrar af þessum konum hafa komizt þó nokkuð til vegs og virð- inga. Frú Olyn Williams, fyrsti for- sætisráðherra Sierre Leone, er mik- il kvenréttindakona. Hún er ómyrk í máli þegar hún talar um forrétt- indi karlmannanna,- segir að þeir eyði mestum tíma sínum í mas. Þessvegna sé ekkert gert. Jacqueline Ki Zerbo er lektor við kennaraháskóla í Efri Volta. Þar hallast menn yfirleitt að Mú- hameðstrú, sem breiðist mikið út frá Egyptalandi, Túnis og Marokkó, og hefir í för með sér fyrirltningu á réttindum konunnar. Frú Ki Zerbo segir: — Hér heimta karlmennirnir að kona skilji sfna stöðu. Nokkrir eru á sama máli og ég, en þeir eru bara ekki margir. Mér finnst þeir hlægilegir, þeir ættu frekar að stefna að því að eignast frjáls- bornar konur . . . Reyndar eru margir Afríkumenn sem skilja þetta og haga sér eftir þvf. Nyere, forseti Tanzaniu er einn af þeim. Þegar málefni kvenna, sem búa í borgum Afríku, bar á góma, sagði hann einu sinni: LIQUI - MOLY AFTUR FYRIRLIGGJANDI HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LIQUI FYRIR BIFREIÐAEIGANDANN? MOLY SMURHÚÐIN Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar rúmar kr. 150,00 myndar slitlag á núnings- fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu tímabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en eiginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við það. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50— 60% hálla en olía, smyr þvi betur sem leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löng- um kyrrstöðum og útilokar því þurra (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQUI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við, það eykst snúningshraðinn og vélin gengui kaldari, afleiðing verður bensín- og olíusparnaður. • Minnkar sótun vélarinnar. • Veitir öryggi gegn úrbræðslu. • Eykur tvímælalaust endingu vélarinnar. • LIQUI-MOLY fæst í bensínafgreiðslum og smurstöðvum. Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á íslandi. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Laugavegi 23 — Sími 19943 — Sannleikurinn er sá, að í borgunum eru það konurnar sem vinna mest, afkasta mestu. Stund- um vinna þær 12 til 14 klukku- tíma á dag og jafnvel á sunnu- dögum og öðrum helgidögum. Konurnar í borgum Tanzaniu leggja sig allar fram, en karlmenn- irnir taka sér frí hálft árið . . . Þó nokkur árangur af baráttu kvennanna fyrir bættum Iffskjör- um, er farinn að koma í Ijós. _Þeim eru nú ,,leyft" að stunda ýmiskon- ar störf. f Monroviu og Liberiu sjást konur aka leigubílum og flugfélögin þjálfa og veita atvinnu flugfreyjum. f Kongo eru konur þjálfaðar sem fallhlífarhermenn. f Nigeriu er þó nokkuð um að kon- ur gegni lögreglustörfum, og stöðugt bætast í hópinn skrifstofu- stúlkur og stúlkur við alls konar þjónustustörf. Konurnar í Afríku eru ekki enn- þá farnar að fara f kröfugöngur til að berjast fyrir réttindum sín- um, en þær eru sannarlega farnar að láta til sín heyra. NauSsynlegt að koma hér upp stúdíói Framhald af bls. 32. að það verður að skipuleggja svona túra óskaplega vel, en það hefur alls ekki verið gert hjá okk- ur, sérstaklega þegar við fórum nú f haust." Sennilega verður það landslýð Ijóst, þegar þessar línur koma fyr- ir almenningssjónir, að Verzlunar- skólakórinn ætlar að taka fyrir ein- göngu lög eftir Gunnar Þórðarson á nemandamóti skólans, sem hald- ið verður innan tíðar. Hefur Magn- ús Ingimarsson verið fenginn til að æfa upp lögin og til tals hefur komið að fá Gunnar sjálfan til að taka einhvern þátt í undirleiknum, en ef mér leyfist að láta f Ijós mína persónulegu skoðun, þá þætti mér það heldur óviðeigandi og mun meiri reisn yfir því að Gunnar kæmi þarna aðeins fram í eitt skipti — sem heiðursgestur. Sjálfur sagðist hann ekki hafa gert upp við sig hvað verð- ur, þó sjálfsagt sé búið að ganga frá öllu endanlega núna. „Það á illa við mig að binda mig svona yfir einhverju verkefni sem tekur svo mikinn tíma sem þetta gerir. Mér hefur skilist að það verði æft að minnsta kosti tvisvar í viku og ég á hreint ekki svo gott með það. En ég verð að viður- kenna að mér finnst óskaplega gaman að því að þetta standi til og ég hef leyft mér að vera svolítið montinn yfir því. Mér finnst mér með þessu mikill heið- ur sýndur." Meðal þeirra laga sem Verzlun- arskólakórinn er að æfa eftir Gunnar eru: Bláu augun þín; Fyrsti kossinn; Þú og ég; Starlight; Heyrðu mig góða,- Ég sé það; Ást- arsæla,- Þú varst mín,- Við; Syngdu og fleiri. „Ef viS snúum okkur þá aSeins aftur aS hljómsveitinni eins og hún er i dag; ertu ánægSur meS hana?" „Ég er aldrei ánægSur. En mér finnst gaman að vera f Trúbrot 2. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.