Vikan - 14.01.1971, Side 43
Fjölbreytt úrval af
kápum og kjólum
stærðir 34 ■ 52
Fástsendum um
land allt
v/Laulgalæk, sími 33755.
Laugavegi 116, sími 83755.
Úðmenn . . . Framhald af bls. 33.
þátt í gerð þessara plötu þó svo lögin séu flest eftir Jóhann. Finnur á líka
nokkur lög, og finnst mér „Er mengun hverfur“ afspyrnu gott. Mikið væri
nú annars gaman að lifa ef textinn væri sannur. Reynir á líka lag, sem
mér finnst mjög gott, „It takes love“, og hann á að gera meira af því að
syngja.
Hljóðfæraleikur þeirra er góður, og það er sérlega áberandi hversu vel
þeir þekkjast allir persónulega. Þeir virðast þekkja inn á hven annan full-
komlega og vita alltaf hvað hinn er að hugsa, eins og er svo áberandi í
„Frelsi“. Finnur gerir marga góða hluti í gítarleik sínum og sumt sem
hann gerir GETUR EKKI VERIÐ Á NEINN ANNAN HÁTT, eins og til
dæmis gítarsólóið í „Kærleik“.
Þessar plötur eru fyrst og fremst MÚSÍK og Óðmenn hafa lagt í hana
mikla vinnu. Mér hefur til dæmis skilizt að það séu aðeins hörðustu jazz-
leikarar sem reyna við 15/8 takta, en í flutningi Óðmanna eru hvergi hnökr-
ar. Og til að segja alveg eins og er þá hef ég ekki í lengri tíma hlustað á
skemmtilegri og innihaldsmeiri hljómplötur. Héðan í frá hætti ég að að-
skilja íslenzkan og erlendan „standard“.
Textarnir eru flestir eftir Jóhann, og lýsa leitandi huga hans. I»að er líka
mikill kostur við Óðmenn að þeir tóku afstöðu til umhverfisins, og megum
við væntanlega búast við meiru af því frá þeim, þegar þeir hafa komið sér
fyrir á nýjum vígstöðvum. En Jóhann getur líka slegið á léttari strengi.
í „Þær sviku“ gerir hann tilraun til gamanvísnagerðar, tekst upp nokk
sæmilega, og mér þætti garnan að sjá hvers konar viðrinni bað er af karl-
kyni sem ekki þekkir sjálfan sig í „Ég vil þig“.
Allir sem að þessum plötum hafa staðið eiga bakkir og mikið hrós skilið,
Óðmenn, danskir upptökumenn, Jón Þórisson, sem gerði umslag og Egili
Sigurðsson ljósmyndari, sem sannaði ágæta hæfileika sína. ★
Akur almennings...
Framhald af bls. 13.
gleymið hvers hún þarfnast,
dregst hún upp og gefur enga
uppskeru. Sáðkorninu verður
að halda hreinu og óblönduðu.
Hvert fylki hefur sína tegund.
Aldrei að blanda sáðkorni sam-
an.“
Þegar Wang San minntist
þessara orða föður síns, lá við
að hann ræki þau framan í fé-
laga Lí. Líklega hefði hann
gert það, ef þorpsbúar hefðu
ekki tekið að gerast smeykir.
Þeir hópuðust umhverfis hann,
þögguðu niður í honum og
hrópuðu margraddað, án þess
nokkur segði til nafns síns, að
Wang San myndi hlýða og þeir
myndu allir hlýða. Látum bara
íélaga Lí halda áfram með fyr-
irskipanir sínar og það verður
nákvæmlega farið eftir þeim.
Og félagi Lí hóf mál sitt á
ný. „Nýju plógarnir verða
sendir hingað bráðlega. Með
þeim koma kunnáttumenn til
að kenna ykkur að fara með
þá. Þangað til eigið þið að
grafa upp göturnar milli akur-
blettanna, og gera alla þessa
smáskika að einu stóru akur-
lendi, tilbúið undir plægingu.
Þið munið fá meiri uppskeru
en nokkru sinni hefur sézt
hér.“
Wang San var nú kominn út
í jaðar mannþröngvarinnar og
enn var stjakað við honum.
Hann gerði lokatilraun til að
berjast fyrir sinni landareign.
„Sáðkornið,“ hrópaði hann yf-
ir þyrpinguna. „Hvar eigum
við að fá útsæði?"
„Ykkur verður séð fyrir sáð-
2. tbi. VIKAN 43