Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 44
korni,“ kallaði félagi Lí til
baka.
„En — en —Wang San
fékk ekki sagt meira. Sterkar
hendur gripu fyrir munn hon-
um og hann var í skyndi færð-
ur yfir götuna og út á flötina
bak við húsin.
„Bjáninn þinn,“ hvæstu
þorpsbúar að honum. „Ætlarðu
að láta drepa okkur alla þín
vegna?“
„Þið lendið í svelti," tuldraði
hann.
„Það verður að minnsta kosti
ekki á morgun,“ gegndu þeir
reiðilega og gengu á brott.
Þá settist hann á hækjur
sér, sneri baki að húsum og
horfði út yfir akrana. Það var
komið undir vor. Beðin hlutu
að fara að verða tilbúin svo nú
mátti fara að sá. Sjálfur átti
hann forða af útsæði er falið
var í leirkrukku undir upsinni
á húsi hans. Bezt að láta það
bíða þar. Hann skyldi engum
gefa það. Eitt ár, tvö ár, tíu ár
gátu liðið og það myndi geym-
ast óskemmt. Einn góðan veð-
urdag myndi hann svo sá því
sjálfur. Að því er snerti félaga
Lí og alla slíka félaga, ef þeir
vildu ekki hlusta á sveitamenn
sem höfðu verið bændur í þús-
undir ára, bændur sem þekktu
"róðurmoldina eins og sitt eig-
ið hold og blóð, sem allir gátu
leikandi sagt um það með því
einu að þreifa á grjónunum,
hvort það var rétta útsæðið, —
þá áttu þeir líka skilið að
svelta. Af hungrinu myndu
þeir læra, fyrr eða síðar.
Eigi að siður kenndi hann
mjög í brjósti um félaga Lí, er
honum varð hugsað um hann
hungraðan. Pilturinn var ekki
slæmur maður. Öðru nær.
Hann var góður. Honum hafði
einfaldlega skjátlazt. Hann
hugði sig vera að gera rétt, en
var að gera rangt. Einhver af
hinum háu hafði sagt honum
rangt frá. Sem hann sat þarna
í hlýju sólskini, á útlíðandi
vetri, eiginlega í vorbyrjun,
varð honum hugsað til Maós
formanns. Skyldi Maó formað-
ur nokkurn tíma hafa plægt
akur sjálfur, gengið á eftir uxa
eða vatnavísundi? Eða hafði
hann aðeins, þar sem hann var
sonur óðalseiganda, horft á
uppskeruna tekna inn í byð-
urnar i birgðageymslum föður
síns, séð hveitið renna í kerin,
grísum slátrað til vetrarforða,
og kálmeti saltað niður í stóra
leirbrúsa, sem voru glerhúðað-
ir að innan til að varðveita
sætukeiminn? Það gerði stór-
an greinarmun, hvernig mað-
44 VIKAN 2 tw.
urinn hafði alizt upp. Og svo
vikið væri að þessu vestræna
fólki og djúpplægingu þess,
hver vissi á hverju það lifði
eða hvað það ræktaði? Vissi
nokkur neitt um það? Maður
heyrði því haldið fram um
þessar mundir, að ameríku-
menn væru vondir. Hvers
vegna átti þá að plægja akr-
ana djúpt hér, þó ameríku-
menn gerðu það hjá sér? Ann-
ars var ekkert af þessu félaga
Lí að kenna. Þessi ungi maður
var föðurlandsvinur, ekki um
það að villast. Hann hefði get-
að setið í einhverri þægilegri
skrifstofu, en í stað þess var
hann hér úti í sveit, át óbrot-
inn mat og svaf á fjalagólfi.
Varð að þola kuldann og pest-
ina í þorpinu til þess að þjóna
ættiörð sinni, eða svo hélt
hann. Eigi að síður var það al-
veg víst, að hann hafði ekkert
vit á jarðyrkju.
Eftir því sem Wang San
hugsaði lengur varð hann
ákveðnari í að gera eina til-
raun enn. Hann ætlaði að bíða
með það til kvölds, og þegar
þorpsbúar voru gengnir til
náða, ætlaði hann að fara á
fund félaga Lís í litla herberg-
inu í hinu fátæklega húsi skóla-
stjórans, og rökræða við hann
í einrúmi, þegar enginn ná-
"ranna hans væri viðstaddur
til að eyðileggja samtal þeirra.
Því var það um kvöldið síðla,
er félagi Lí sat við borðið í
herbergi sínu og reit skýrslu
yfir dagsverk sitt, að Wang
San hóstaði fyrir utan opnar
dyrnar. Félagi Lí leit upp.
..Hvað þá?“ spurði hann
stuttaralega.
„Þér eigið mjög annríkt,"
sagði Wang San hæversklega.
..Éa á alltaf annríkt," svaraði
félaei Lí. „Hvað er þér á hönd-
um?“
Wang San þokaði sér inn úr
dyrunum. Herbergið var lítið
og honum fannst hann of stór.
Hann hló vandræðalega og
klóraði sér í höfðinu.
„Það var út af hrísgrjóná-
ökrunum," hóf hann máls.
Félagi Lí flevgði penna sín-
um á borðið. „Hvað er um akr-
ana?“ mælti hann snöggt.
Wang San hikaði við. Hvers
vegna hafði hann farið að
minnast á akrana undir eins?
Fyrst hefði hann auðvitað átt
að bera fram hinar sjálfsögðu
kurteisisspurningar að kín-
verskum sið, um heimili félaga
Lís, heilsu hans og heilsufar
foreldra hans. Hann tók aftur
til máls.
„Félagi Lí, hvar er hið virðu-
lega aðsetur yðar?“
Félagi Lí starði á hann.
„Hvað varðar þig um það?“
Wang San hélt ótrauður
áfram. „Og hvernig er farið
yðar háttvirtu heilsu?“
„Ertu að gera gys að mér?“
spurði félagi Lí hryssingslega.
„Hví kemur þú hingað að næt-
urlagi til að leggja fyrir mig
borgaralegar spurningar?"
„Svo þessar spumingar má
ekki bera upp nú orðið?“
spurði Wang San.
„Alls ekki,“ hreytti félagi Lí
út úr sér. „Heimili mitt er hvar
sem ég vinn. Sem stendur er
það í þessu herbergi. Og heilsa
mín skiptir ekki máli svo lengi
sem ég er fær um að leysa það
starf af hendi, sem af mér er
heimtað.“
„Foreldrar yðar —“
„Eg á enga foreldra,“ sagði
félagi Lí kuldalega.
„Þér eigið við —“
„Einfaldlega að ég á enga
foreldra.“
Wang San hryllti við. Hversu
mátti það vera, að svo ungur
maður sem félagi Lí ætti enga
foreldra? Faðir hans sjálfs
hafði látizt úr hitasótt, en
gamla konan móðir hans var
enn á lífi.
„Hvernig dóu þau?“ spurði
hann hógværlega.
Félagi Lí svaraði ekki. Hann
leit undan og horfði yfir í leir-
vegginn. Wang San varp önd-
inni í samúðarskyni. „Ég skil
hvernig yður er innanbrjósts,
félagi Lí. Foreldralaus maður
er sem rótlaust tré. Að þér
skulið vera orðinn munaðar-
laus, svo ungur! Þér leggið of
hart að yður. Þér eruð svo föl-
ur og grannleitur. Þér syrgið
foreldra yðar.“
Félagi Lí færðist undan allri
samúð. „Ég syrgi engan,“ tuldr-
aði hann. „Það var ekki mér að
kenna að þau — það var ekk-
ert sem ég — þeim var gefinn
kostur á að —“
Wang San var ekki orðlaus.
Hann hafði séð sitt af hverju
sem gerðist um þessar mundir.
„Þér eigið við að þau —“
Þegar hann þagnaði við,
sneri félagi Lí sér að honum.
„Faðir minn var jarðeigandi,
en bjó ekki sjálfur. Við áttum
heima í borginni. Við vorum
auðug. Hann vildi ekki fallast
á breytinguna. Hann vildi ekk-
ert játa. Hann vildi ekkert gera
til endurbóta. Bara hló. Sagði
að sig langaði ekkert til að
lifa. Jæja, gott og vel — hann
dó. Og móðir mín — hengdi
sig.“
Nú varð Wang San skelfingu
lostinn. „Hvílík skelfing, en sú
hörmung!" stundi hann upp.
„Ég var að segja að hann
mátti sjálfum sér um kenna,"
hreytti félagi Lí út úr sér með
ofsa. „Þau þurftu alls ekki að
deyja. Þau — það var grimm-
úðlegt af þeím að hugsa ekkert
um mig, son sinn. Ég útlistaði
allt fyrir þeim. Ég grátbað þau.
Ég féll á — á kné. Ég skamm-
ast mín fyrir að hugsa til þess.“
„Þér þurfið ekki að blygðast
yðar,“ sagði Wang San. „Það
var hárrétt af yður að biðja
foreldra yðar á knjánum."
„Það var ekki rétt af mér,“
æpti félagi Lí. „Það var borg-
aralegt! Ég bætti líka fyrir það.
Ég fór til — ég sagði yfirvöld-
unum frá því. É'g kærði föður
minn. Þeir komu og tóku
hann.“
„Fangelsi?" spurði Wang San.
„Nei,“ svaraði félagi Lí. „Því
var öllu lokið á nokkrum mín-
útum. Réttarhald heima hjá
okkur — og — og hann var
skotinn í húsagarðinum."
„Engin furða þótt þér séuð
grannur,” mælti Wang San í
sorgarrómi. „Þér hafið misst
matarlyst. Þér eruð alltaf að
hugsa um hann.“
„Það er lygi,“ hvæsti félagi
Lí. „Ég hugsa aldrei til hans.
Það var rétt sem gert var. Eg
gerði skyldu mína. Og farðu
nú, svo ég megi halda áfram
að gera skyldu mína.“
Nú minntist Wang San þess,
að hann hafði ekki enn lokið
því erindi sem hann ætlaði sér
að reka. Hann tóf máls að nýju.
„Það var útaf hrísgrjóna-
akrinum —“
Það var furðulegt hvílík áhrif
þessi fáu orð höfðu. Félagi Lí
þaut á fætur, kreppti hnefana
og snaraðist gegn Wang San.
„Langar þig til að láta skjóta
þig þarna úti á þreskipallin-
um?“ öskraði hann svo hátt að
undir tók, síðan hélt hann
áfram: „Eitt orð frá mér, hund-
urinn þinn, og þeir stilla þér
upp við vegg, eins og fleirum!
Þú ert ábyrgur fyrir mér. Það
er skylda mín að sjá um að þú
hlýðir skipunum — skylda mín
— skylda mín —“. Wang San
flýði út í náttmyrkrið.
Hann fékk ekki meira að
gert. Auðséð var að ekki var
hægt að snúa félaga Lí. Og
eins og hann sagði, var hann
að gera skyldu sína. Þessi
skyldutilfinning var hættuleg.
Menn gátu framið hvaða glæp
sem var, ef þeir töldu það
skyldu sína. Já, félagi Lí var í
hjarta sínu ágætis ungmenni,