Vikan


Vikan - 14.01.1971, Síða 50

Vikan - 14.01.1971, Síða 50
í NÆSTU VIKU i___________ Umhverfis ísland á skútu Bandarísku hjónin Pat og Wright Britton sigldu umhverfis ísland á lítilli skútu í fyrrasumar. Margt gerðist í þeirri ferð, og oft voru þau hjónin hætt komin á skútunni sinni. í næstu Viku segir frá hinni ævintýralegu ferð þeirra. Smásaga eftir Sigrid Undset Við höldum áfram að birta smásögur eftir Nóbelsskáld- konur. Að þessu sinni er röðin kom- in að norsku skáld- konunni Sigrid Und- set. Sagan hennar heitir „Hallvarður helgi". Byltingin í fullum gangi í fyrsta blaði þessa árs brugðum við á leik og birtum of- urlítið ævintýri um byltingu, sem gerð var í Reykjavík. I næsta blaði segir frá fyrsta morgni hins nýja Byltingar- íslands. Ný framhaldssaga hefst Gullni pardusinn nefnist ný framhaldssaga, sem hefst í næsta blaði. Hún gerist i Englandi á dögum Cromwells og segir frá sjóræningjum í Karabíuhafinu. Þetta er spennandi ástar- og ævintýrasaga, sem við ráðleggjum lesendum að fylgjast með frá upphafi. Hvers vegna er Kalli öðruvísi? Börn taka fljótlega eftir því, að hitt kynið er öðruvísi skapað. Þetta getur stundum haft vandamál í för með sér. Hvernig eiga for- eldrar að bregðast við vandanum? Það segir frá því í næsta þætti greinaflokksins Við og börnin okkar. Klæðnaður vetrarins á Tslandi Skömmu fyrir ára- mót stóðu Módel- samtökin fyrir mik- illi tízkusýningu á Hótel Sögu, og í næstu Viku getur að líta margar myndir frá henni. Sýningar- stúlkur voru marg- ar kunnar, meðal annars Henny Her- manns. HITTUMST AFTUR - í NÆSTU VIKU breiddi úr bréfinu og las það frá. orði til orðs, eins og hún vildi læra það utanbókar. Hér hlaut að vera um arf að ræða. Hvers vegna hefðu þeir annars farið að skrifa henni? Að hugsa sér, ef hann hefði nú skilið eftir sig svolitla peninga- upphæð, kannski nokkur hundruð krónur, kannski vexti af þúsund krónum! Ó, hún skyldi þiggja þá með glöðu geði, hverfa frá Stokk- hólmi að fullu og öllu, setjast að einhvers staðar úti á landi, þar sem enginn þekkti hana. Ef til vill gæti hún fengið þar góða atvinnu, svo að hún losnaði við tónlistar- kennsluna, sem hún gat engan veginn lifað af. Og heldur mundi hún gerast vinnukona en fara með Ingigerði aftur í þessa svokölluðu kvöldverði hennar. Mikaela hélt áfram að lesa bréf- ið: Umboðsmenn okkar í Stokk- hólmi . . . lögfræðingarnir Pohl- man og Gren, Kunghólmsgatan . . . veita allar upplýsingar .... eins fljótt og mögulegt er . . . Hún þauf fram í skonsuna og tók að bursta Ijóst og mikið hár sitt og reyna að hylja afleiðingar veikindanna, sem óneitanlega settu mark sitt á andlit hennar. Hún varð að hafa hraðan á. Hún klæddi sig í snatri og var ánægð með dragtina, sem hún fór í, þótt hún væri raunar orðin þriggja ára göm- ul, og farin að láta talsvert mikið á sjá. Móðir hennar hafði saumað hana. Hún ætlaði að taka spor- vagninn. Hún treysti sér ekki til að ganga alla leið að Kungsholm- en. Hún var enn mjög máttfarin eftir veikindin. En hún hafði enga ró í sínum beinum. Hún varð að komast af stað strax. Tveimur tímum síðar steig Mika- ela út úr lögfræðiskrifstofunni. Aftur og aftur hafði Pohlman þurft að fullvissa hana um, að hér væri ekki um neinn misskilning að ræða. Ef hún væri Mikaela Linder, dóttir Elisabeth Linder og systur- dóttir Per Uno Melander, þá væri hún eini erfingi eigna hans, sem væru síður en svo litlar. Henni hafði tekizt að færa sönn- ur á, hver hún væri. A síðustu stundu hafði hún munað eftir að taka með sér skilríki s(n og móður sinnar. Það var ekki neinum vafa bundið hver hún var. Pohlman lög- fræðingur hallaði sér aftur á bak í stólnum og sagði: — Ungfrúin fer að sjálfsögðu brátt til Jönköping og tekur við arfinum. En ef til vill þurfið þér að kaupa yður sitt af hverju, áður en þér le^qið upp ( þá ferð . . . Hann horfði snöggt á slitnar lín- ingarnar á dragtinni hennar, en tók síðan fram ávísanahefti og út- fyllti ávísun og fékk henni . . . Framhald í næsta blaði. 50 VIK'AN 2- tw.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.