Vikan


Vikan - 08.07.1971, Qupperneq 25

Vikan - 08.07.1971, Qupperneq 25
Vegavinna árið 1904. Aftari röð frá vinstri: Pétur Eiríksson skósmiður; Björn Magnús- son, siðar símstjóri; Gunnar Jónasson frá Hólakoti á Reykja- strönd; óvíst um nafnið. Fremri röð frá vinstri: Steindór Jóns- son smiður; Jóhann Jóhannesson skósmiður; Þorsteinn Sigur- geirsson verzlunarmaður hjá ,/K.G."; Daníel Davíðsson Ijós- myndari. Myndin er tekin laust eftir aldamót. þeirra 03 siðum og létu sig litlu skipta afkomu þeirra. Sauð- árkrókur varð bær hins nýja tíma, var í reifum, þegar þjóðfrelsisöldurnar bar hæst með þjóðinni. Danir þeir, sem heima áttu á Sauðárkróki fyrsta áratug- inn og síðar, sömdu sig mjög að háttum annarra þorpsbúa, Útreiðar. Claessensfólkið fyrir framan hús Kristjáns skipasmiðs. Myndin er tekin árið 1900. gerðu sér far um að nema íslenzku, kynnast íslenzkum háttum og litu á sig sem hálfgildings íslendinga. Flest eða allt, sem til framfara horfði í þorpinu, má beint eða óbeint rekja til þeirra . . . Einkum gat Valgarð Claessen sér gott orð. Þótt ungur væri, er hann kom til Sauðárkróks, var hann orðinn gagnkunnugur íslenzkum háttum og talaði og ritaði íslenzku. Kristín kona hans gat sér á unga aldri mikið orð fyrir góðar gáfur og áhuga á þjóðræknis- og menningarmálum. Rómað var, hve þau hjón voru hlý í viðmóti og alþjóðleg í framgöngu. Aldurinn var ekki heimilisfeðrum á Sauðárkróki að meini, meðan bærinn var í reifum . . . Meir en helmingur húsráðenda er innan við 35 ára aldur, aðeins þrír komnir yfir fertugt. Þeir, sem mestu ábyrgðarstöðunum gegna, Fyrsti hjólhesturinn á Sauðárkróki. Jóhannes NorðfjörS, Ól. Blöndal og Arent Claessen. faktorarnir, eru báðir innan þrítugs. Er ekki að efa, að slíkt hefur haft heillavænleg áhrif á bæjarlífið, örvað til félagsstarfs. Það var líka skjótt rómað, hve Sauðkrækingar voru félagssinnaðir. Lítið bar á innbyrðis deilum í þorpinu fyrstu árin. Að vísu kastaðist í kekki milli manna, en slíkt markaði yfir- leitt ekki djúp spor. Fyrsta málið, sem höfðað er gegn Sauðkrækingi, er meiðyrðamál. Menn voru hörundsárir í þá daga. Því hafði verið spáð fyrir löngu, að Sauðárkrókur mundi Jk 27. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.