Vikan


Vikan - 09.09.1971, Page 16

Vikan - 09.09.1971, Page 16
ORN EIÐSSON SKRIFAR UM HEIMSFRÆGA IÞROTTAMENN MAÐURINN SEM SETTIHEIMSM Arne Borg vann fyrsta sigur sinn í Strömsbadet í Stokkhólmi. Árið 1946 íór fram, at- kvæðagreiðsla í félagi íþrótta- manna í Stokkhólmi um það, hver væri mesti afreksmaður sænskra íþrótta frá upphafi. Sigurvegari í þeirri atkvæða- greiðslu var sundkappinn heimskunni, Arne Borg. Arne var einstakur afreksmaður, hann setti alls 31 heimsmet, 40 sinnum varð hann sænsk- ur meistari og ógerlegt er að slá tölu á alla hans heiðurs- titla og sigra í einstökum löndum, en hann fór sem svarar tvívegis umhverfis jörðina á keppnisferðum sín- um. Hið frábæra keppnisskap Arne Borg náði hámarki, er hann bætti heimsmetið í 1500 m skriðsundi á móti í Bologna 1927 um eina mínútu, að marga áliti eitthvert mesta íþróttaafrek, sem unnið hef- ur verið. En nú skulum við kynnast þessum sérstæða af- reksmanni lítillega. „Það er ekki vegna þess að þú ert óhlýðinn strákhvolpur — marga slíka hef ég tamið áður, að ég gef þig upp á bátinn. Heldur og fyrst og fremst vegna þess, að þú ert algerlega hjálparlaus. Þú munt aldrei Iæra að synda rétt.“ Þennan harða dóm felldi einn kunnasti sundþjálf- ari Svía, Sixtus Johansson, haustkvöld eitt árið 1908 og sá sem dóminn hlaut var sjö ára snáði, ARNE BORG. Þetta var á æfingu hjá Sundfélagi Stokkhólmsborgar og þangað var aðeins hleypt inn efni- legustu sundmönnum eða drengjum borgarinnar. Sixtus afsakaði sig fyrir öðrum með því að segja, að Arne Borg hefði eiginlega stolizt á æf- ingar hjá félaginu. Hann hélt því fram, að hann hefði gert sitt ítrasta til að kenna þess- um ónytjungi réttu sundtök- in, en án árangurs. Þeir Arne og Sixtus voru báðir ánægðir með aðskilnaðinn. Þetta gerð- ist 1908, en Arne fæddist í Stokkhólmi 18. ágúst 1901. Ellefu árum síðar, árið 1919 kemur þessi byltingarkenndi sundmaður aftur við sögu, það gerðist í Strömsbadet í Stokk- hólmi á unglingameistaramóti borgarinnar. Arne Borg lét skrá sig í mótið, þrátt fyrir hinn harða dóm, sem sund- kunnátta hans hlaut hjá hin- um fræga sundþjálfara, sem Þessi mynd var tekin á Olympíuleikunum í Amsterdam 1928, en þar sigraði Arne Borg í 1500 m skriðsundi. Einn helzti keppinautur hans var Ástralíumaðurinn Boy Charjton, en það sést einmitt í kollinn á honum á myndinni. áður er getið. Við skulum heyra hvað sænska íþrótta- blaðið sagði um mót þetta í ágúst árið 1919: „Ekkert sérstakt hafði gerzt á mótinu, þegar 500 m skrið- sundið hófst. Martin Norberg var talinn hinn öruggi sigur- vegari. Meðal keppenda var óþekktur ungur maður, Arne Borg. Hann hóf sundið með miklum hraða og varð fljót-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.