Vikan


Vikan - 16.09.1971, Page 3

Vikan - 16.09.1971, Page 3
37. tölublað - 16. september 1971 - 33. árgangur Gat sér frama hjá þýðverskum Alltaf gleðjast íslendingar þegar einhver landi þeirra getur sér frægð og frama erlendis, og í þessu blaði er viðtal við Jón Laxdal Halldórsson, sem fyrir hálfum öðrum áratug fór utan til leiknáms, en stað- festist í heimi þýzkumæl- andi manna og er nú orð- inn þar þekktur og vin- sæll leikari í leikhúsum og sjónvarpi. Konungur þolhlaupar- anna Því hefur verið haldið fram að finnski þolhlaupar- inn Paavo Nurmi hafi verið mesti íþróttamaður allra alda. Á Olympíu- leikunum í París vann hann bæði fimmtán hundruð og fimm þúsund met.ra hlaup á einni og sömu klukkustund. Sjá grein á bls. 16. Sýning á borð- búnaði í tilefni af landsþingi Kvenfélagasambands íslands var haldin sýning á dúkuðum borðum til að gefa konum utan af landi kost á að sjá nokkrar teg- undir af þeim borðbúnaði, sem á boðstólum er. Birt- um við hér í blaðinu nokkrar myndir af sýning- unni ásamt textum eftir Sigríði Haraldsdóttur. KÆRI LESANDI! Barn Rosemary, sem mí er fram- haldssaga í Vikunni, er meðal þ'eirra bóka sem mesta athygli hafa vakið síðustu árin. Má það kallast táknrænt fyrir þann gíf- urlega áhuga á dularfræðum ýmsum, sem rutt hefur sér iil rúms í heiminum undanfarið. Vaxandi þreyta og leiði á glysi, hávaða og hraða nútímans gerir að verkum að fólk leitar athvarfs í djúpum eigin huga, reynir að virkja afl hans og byggja þannig upp eigið sjálfstraust, gera sig að virki gegn tækniæði umheimsins. Þessi teit inn á við verður auðvit- að mismunandi eftir því hver á i hlut, og þá kemur í Ijós að enn er í góðu gengi trúin á góð öfl og ill handan hins sýnilega heims, góða anda og vonda, guð og djöf- ul. Rosemary's Baby fjallar um fólk, sem setti allt sitt traust á myrkrahöfðingjann. Nú fullyrða margir að galdra- og djöflatrúin sé i-aunar framhald fornrar heiðni, sem hafi aldrei tekizt að kveða i kútinn að fullu, þrátt fyr- ir galdrabrennur og mikið um- stang annað. Úr veruleikanum sjálfum eru dæmi þess að trú þessi geti leitt út í óskemmtileg- ustu öfgar, og má benda á hinn ruglaða hóp Mansons í því sam- bandi. EFNISYFIRLIT GREINAR____________»u. Clark Gable, þriðja grein 14 Paavo Nurmi, konungur þolhlauparanna, grein eftir Orn Eiðsson 16 VIÐTÖL Rætt við Jón Laxdal Halldórsson, leikara, um feril hans hjá þýzkumælandi þjóðum 6 SÖGUR Lifðu lífinu, framhaldssaga, 9. hluti 10 Poppi, smásaga 12 Barn Rosemary, framhaldssaga, 5. hluti 20 ÝMISLEGT Kynning á borðbúnaðarsýningu Kvenfélaga- sambands íslands 24 Hestur og köttur, myndaopna 28 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 18 Flugvélar á Islandi 22 Simplicity 23 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 í næstu Viku 50 FORSÍÐAN Hún visar að þessu sinni á tvennt blaðsins, borðbúnaðarsýninguna og Jón Laxdal Halldórsson. Birtast þar þrjár myndir í ýmsum hlutverkum. af aðalefni viðtalið við af honum VIKAN Útgefandl: Hllmlr hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthlldur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigriOur Þorvaldsdóttir og SigríBur Ólafsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Sklpholtl 33. Simar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrlr 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 37. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.