Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 10
I Það getur verið að ég hafi átt skilið bræði Roberts, en mér finnst það samt ekki. Þegar hann kom æðandi inn í her- bergið mitt, aðeins nokkrum sekúndum eftir að ég var kom- in sjálf þangað inn, varð ég hrædd. Hann var óþekkjanleg- ur . . . hættulegur. Hann var einna líkastur morðingja. Bræð- in hafði afmyndað andlit hans, svo hann var ekkert líkur þeim Robert sem ég þekkti. Um leið oe hann óð inn, skellti hann aftur hurðinni, skellti mér svo upp að henni og hélt mér þar, eins og ég væri negld föst, nísti tönnum og bölvaði mér í sand og ösku, — augun voru blóð- hlaupin og engu líkara en þau ætluðu út úr höfði hans. Ég reyndi að fá, hann til að hlusta á mig, til að skilja að ástæðan fyrir því að ég kom hingað, væri einfaldlega sú að ég gæti ekki án hans verið, yrði að vera einhvers staðar nálægt honum. —- Að minnsta kosti get ég verið í sömu borg og þú og á sama hóteli . . . ;— Það er algerlega útilok- að! öskraði hann, sagði mér að það væri eins og hvert annað kraftaverk, að það hefði verið hann sem leit upp, þégar ég kom inn í forsalinn og annað kraftaverk að konan hans leit ekki upp. Svo tróð hann mér í kápuna mína og sagði mér að flytja strax yfir á Hotel Victoria, sem var rétt hjá, og halda mig þar, þangað til hann gæti komið til mín. — Þú ætlar þá að koma, Ro- bert? Ég vissi vel að ég átti ekki að segja þetta, en ég varð. Ég varð að vita hvort hann hefði fyrirgefið mér og að þessi ofsalega bræði hans hefði h.iaðnað. í staðinn fyrir að svara, kyssti hann mig, iafn ofsaiega og hann hafði rétt áður ausið úr skálum reiði sinnar. — Dett- ur þér í hug að ég geti haldið mig í burtu frá þér? spurði hann. Hann sagði mér ekki hvern- ig hann ætlaði að komast burt frá konunni sinni, en þegar ég var búin að koma mér fyrir á Hotel Victoria, í tveggia manna herbergi, já, bað gerði ég reynd- ar, þá áleit ég að hann ætlaði að vera hjá mér um nóttina að minnsta kosti, ef hann þá ætl- aði að hitta mig; ég vissi að Robert var snjall og sniðugur að framkvæma fyrirætlanir sínar. Vesalings konan! Vesa- lings konan, æ, fjandinn hafi það! Hún hafði átt æskuár hans. Já, ég öfundaði hana af því. Nú var komið að mér, allt annað hefði verið rangt; jafn- vel siðferðilega rangt. Að halda áfram að búa í vanahjónabandi, þegar ástin á annarri konu krafðist fullnægingar, var veik- lyndi og græðgi, veiklyndi frá hans hálfu, græðgi frá hennar hálfu. Ég forðaðist það viljandi að kalla þetta heigulshátt og græðgi, því að ég held að Ro- bert sé ekki heigull, reyndar veit ég að hann er ekki heig- ull. en hann er brjóstgóður og viðkvæmur maður og við slík- ar aðstæður getur það orðið að veikleika. Þetta var reyndar ástæðan fyrir því að ég elti hann til Amsterdam. Fyrsta daginn eftir að hann fór var eymd mín yfirþyrm- andi. Ég gat ekki hugsað um neitt annað en Robert. É'g hugs- aði svo stöðugt um hann að ég var orðin veik, jafnvel leið á ástandinu, eins og það var. Ég spurði sjálfa mig aftur og aft- ur að því hvernig þessu myndi reiða af; hvernig hann ætti að geta sagt henni frá mér? Myndi hann segja henni það, gæti hann sagt henni það, og myndi hún láta hann segja sér það? Hvenær mvndi hann segja henni það? Hafði hann kann- ske gert það’ Ég gekk jafnvel svo langt að ég hringdi til hót- elsins, sem þau voru á, ákveð- in í að segja henni það sjálf, annaðhvort nafnlaust, eða þá að segja henni allan sannleik- ann, Ég var reiðubúin til að láta skríða til skarar. Mér fannst nauðsynlegt að kona Roberts fengi að vita af sambandi okk- ar. Símastúlkan hringdi oft, en enginn svaraði á herbergi þeirra, þau voru úti. Að sjálf- sögðu bað ég ekki fyrir skila- boð. Seinna, þegar ég hugleiddi vandamál okkar, sá ég að þetta hafði verið frumhlaup; að ég hafði verið mjög lánsöm að þau höfðu ekki verið inni. Að öll- 10 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.